Víkurfréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Í tengslum við verkefnið“Nýsköpun 2003” sem ersamkeppni um viðskiptaá-
ætlanir, verður boðið upp á
námskeið í Reykjanessbæ
þriðjudaginn 4. febrúar
næstkomandi.
Námskeiðið verður haldið í
Kjarna, húsnæði Reykjanes-
bæjar við Hafnargötu 57 og
stendur frá klukkan 17:15-
20:30. Fyrirlesari verður G.
Ágúst Pétursson, verkefnis-
stjóri samkeppninnar. Þátttak-
endur greiða kr. 1.500.- fyrir
kaffi og léttan málsverð í hléi
en að öðru leyti er þátttaka
ókeypis. Einfaldast er að skrá
sig á heimasíðu verkefnisins
sem er www.nyskopun.is og fá
skráðir þátttakendur sent leið-
beiningahefti og geisladisk
með reiknilíkani og ýmsum
fyrirlestrum sér að kostnaðar-
lausu.
Á námskeiðinu verður farið
yfir helstu atriði sem þarf að
hyggja að við gerð viðskiptaá-
ætlunar. Ágúst fjallar um
lausnina (viðskiptahugmynd-
ina) og þörf fyrir hana, mark-
aðsgreiningu og markaðssetn-
ingu og sölu. Lítið er farið yfir
fjármálin enda fá allir þátttak-
endur ítarleg gögn og líkan til
stuðnings við fjárhagskafla við-
skiptaáætlunar. Síðan er tals-
vert fjallað um undirbúning og
verklag við gerð viðskiptaáætl-
ana og að síðustu er fjallað lítil-
lega um ferli fjármögnunar og
fjárfestaumhverfi.
Að sögn verkefnisstjóra keppn-
innar hefur reynslan af fyrri
námskeiðum verið mjög góð.
Þátttaka hafi oftast verið tals-
verð og reynt sé að hafa nám-
skeiðið líflegt og skemmtilegt
en forðast fræðilegar útlegging-
ar. Ágúst vill undirstrika, að
þátttaka í námskeiðum og raun-
ar keppninni í heild kalli ekki á
sérstaka reynslu eða menntun.
Mestu skipti áhugi og trú á
hugmyndir sínar.
Annað atriði sem Ágúst leggur
áherslu á er að hvetja fyrirtæk-
in til að vera með. Það er að
hans sögn vaxandi nauðsyn á
þekkingu í gerð viðskiptaáætl-
ana innan fyrirtækjanna því
fjármálastofnanir gera nú orðið
ríka kröfu um að fyrir liggi við-
skiptaáætlun.
En eru ekki fá fyrirtæki í beinni
nýsköpun? Að sögn verkefnis-
stjórans felst nýsköpun ekki
bara í því að finna nýja gerð af
tappatogara. “Segjum að fyrir-
tæki ætli að herja á nýja mark-
aði, þróa nýja vörulínu eða
þjónustu eða bara endurskipu-
leggja og lagfæra hjá sér rekst-
urinn. Allt er það nýsköpun að
okkar mati og því fyllilega til
þess fallið að setja í viðskiptaá-
ætlun. Annar áhugaverður flöt-
ur er sá, að þegar fyrirtæki
ræðst í að gera viðskiptaáætlun
um starfsemina kvikna oftast
þúsund nýjar og spennandi
hugmyndir og menn fara að sjá
hlutina í alveg nýju ljósi.”
Veitt eru vegleg peningaverð-
laun fyrir bestu viðskiptaáætl-
anirnar sem berast í keppnina.
Allir sem senda viðskiptaáætl-
un keppa jafnframt um að
verða í hópi fjögurra aðila sem
keppa fyrir Íslands hönd í sér-
stakri Evrópukeppni hug-
mynda. Einnig geta keppendur
sent stutta hugmyndalýsingu og
þannig freistað þess að komast
fyrir Íslands hönd í Evrópu-
keppnina þótt ekki sé tími til að
skrifa fullbúna viðskiptaáætl-
un.
Fyrirhugað er að að halda eitt
vandað fjarnámskeið í lok febr-
úar, sérstaklega ætlað fólki á
völdum stöðum á landinu þar
sem ekki verða haldin nám-
skeið. Að Nýsköpun 2003
standa Nýsköpunarsjóður at-
vinnulífsins, KPMG, Háskól-
inn í Reykjavík, Morgunblaðið,
Íslandsbanki og Byggðastofn-
un. Þá má ekki gleyma þætti
bæjarfélagsins, en Árni Sigfús-
son, bæjarstjóri í Reykjanessbæ
er áhugasamur um að vel takist
til og styrkir aðkoma bæjarins
keppnina til muna. Auk þess
eru Síminn, Eimskip, Samherji
og Nýherji stuðningsaðilar
keppninnar. Skilafrestur við-
skiptaáætlana og/eða hug-
myndalýsinga er til 31. maí
2003.
Reykjanesbær tekur þáttí verkefninu Þjóðarátakum nýsköpun með því
að bjóða upp á aðstöðu til
námskeiðahalds og koma að
kynningarmálum um verk-
efnið á Suðurnesjum. Árni
Sigfússon bæjarstjóri sagði á
kynningarfundi sem haldinn
var í Kjarna sl. þriðjudag um
verkefnið að hann væri mjög
ánægður með að bærinn
kæmi að málinu og sagðist
hann vona að sem flestir
tækju þátt: „Það eru fjöl-
margir aðilar sem hafa við-
skiptahugmyndir í kollinum
og það er nauðsynlegt fyrir
þá að koma hugmyndum
sínum niður í viðskipta-
áætlun.Viðskiptaáætlunin er
söluvara hugmyndasmiðsins
og eykur möguleika hans á
að koma hugmyndinni í
framkvæmd. Ég vil eindregið
hvetja einstaklinga, hversu
lítil sem hugmyndin er, eða
starfsfólk eða forsvarsmenn
fyrirtækja til að nýta sér
þetta tækifæri sem þeim
býðst að kosntaðarlausu.“
Una Steinsdóttir útibússtjóri
Íslandsbanka í Keflavík sagði
að hún fengi nokkuð oft aðila
til sín með viðskiptahugmyn-
dir: „Það koma fjölmargir aði-
lar með hugmyndir til okkar og
óska eftir fjármagni til að koma
hugmyndinni í framkvæmd.
Þegar aðili kemur á fund til
okkar og er með viðskip-
taáætlun, aukast möguleikar
hans til muna á að fá fjármagn
að láni til að koma hugmyndin-
ni í framkvæmd. Íslandsbanki
hefur frá upphafi stutt dyggile-
ga við bakið á litlum og meðal-
stórum fyrirtækjum og það
munum við gera áfram. Ég er
mjög ánægð með að Íslands-
banki í Keflavík taki þátt í
þessu verkefni og vona að sem
flestir nýti sér þetta tækifæri.“
Námskeið um gerð
viðskiptaáætlana
Frá kynningarfundi verkefnisins í Kjarna f.v. G. Ágúst Pétursson verkefnisstjóri, Halldór S.
Magnason forstöðumaður fyrirtækjasviðs Íslandsbanka, Una Steinsdóttir útibússtjóri Íslandsbanka
í Keflavík og Árni Sigfússon bæjarstjóri.
„Nýtið ykkur tækifærið“
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa
Guð veri með ykkur öllum.
Elísabet Lúðvíksdóttir,
Guðrún Eggertsdóttir, Kristján Guðmundsson,
Lúðvík Jens Eggertsson, Agnes Dagný Friðriksdóttir,
Jenný Olga Eggertsdóttir, Gunnar Þór Þormarsson,
Helga Ágústa Eggertsdóttir, Bragi Páll Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Eggerts A. Sigurðssonar,
Miðgarði 10,
Keflavík.
Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
að kveldi 17. janúar.
Útförin fer fram í Keflavíkurkirkju
föstudaginn 24. janúar klukkan 15.30.
Konráð Fjeldsted,
Agnes Hólmfríður Konráðsdóttir,
Gunnar Hans Konráðsson, Sigríður Pálsdóttir,
Jóhann Kristján Konráðsson, Hanna Rósa Sæmundsdóttir,
Friðrik Þór Konráðsson, Kolbrún Svala Júlíusdóttir,
Sigfríður Pálína Konráðsdóttir,
og barnabörn.
✝
Anna Soffía Jóhannsdóttir
Hringbraut 86,
Keflavík.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma
4. tbl. 2003 - 24 LEIDRETT 22.1.2003 16:43 Page 6