Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ÍVíkurfréttum þann 9. janúar sl.var fjallað um fátækt í Reykjanes-bæ. Vil ég byrja á því að þakka Víkurfréttum þessa umfjöllun sem er bráð- nauðsynleg. Var um þetta fjallað með viðtöl- um við ýmsa aðila m.a. við félagsmálastjóra Reykjanesbæjar. Vegna þess að ég þekki félags- málastjóra af góðu einu ætla ég að henni gangi gott eitt til með þessu við- tali. Þó er ein málsgrein í viðtalinu gjörsam- lega úr takti við það sem ég myndi ætla henni. Það er haft eftir félagsmálastjóra að „með framfærslu sveitarfélaga séu sveitarfélögin í raun að hjálpa til við að viðhalda láglaunastefnunni og um leið veita stjórnvöldum og verkalýðshreyf- ingunni frest til þess að taka á vandan- um.“ Er það verkalýðshreyfingunni að kenna að til sé fátækt fólk á Íslandi? Er það vegna þess að hún hafi ekki tekið á vandanum? Vil ég byrja á því að minna á það, að flest það sem nú er talið til sjálfsagðra mannréttinda og hluti af lífs- gæðum okkar, hefur orðið til vegna ára- langrar baráttu hreyfinga launafólks við stjórnvöld og samtök atvinnurekanda. Félagslega húsnæðiskerfið, lífeyrissjóð- ir, tryggingakerf ið, mannsæmandi vinnutími og fl. eru allt atriði sem nefna má því til stuðnings. Félagsmálastjóri segir einnig að hækka eigi lægstu launin til jafns við þær launahækkanir sem verið hafa í þjóðfé- laginu upp á síðkastið. Vil ég benda henni á að í síðustu kjarasamningum hækkuðu lægstu laun um allt að 48% og ekki minna en 30% sem er verulega umfram almennar launahækkanir á samningstíma. Útrýming fátæktar hefur verið viðfangsefni stéttarfélaga allt frá því að þau voru stofnuð og mun verða það, allt þar til markmiðinu hefur verið náð. Í þessari baráttu getur enginn spilað frítt spil hvorki sveitarfélög né aðrir. Af- koma fólks ræðst af ýmsu fleiru en launum, s.s verðlagi, húsnæðiskostnaði, bótum og þjónustugjöldum. Á síðasta ári féll íslenska krónan verulega m.a. vegna klaufaskaps íslenskra stjórnvalda. Þessu fygdi veruleg hækkun verðlags og hækkun lána sem ekki hefur gengið til baka. Það eykur fátækt. Núverandi ríkistjórn ákvað að leggja niður félagslega íbúðakerfið og taka upp viðbótarlán í staðinn sem hefur aukið eftirspurn á almennum markaði og hækkað húsnæðisverð og leiguverð. Þetta eykur fátækt. Sveitarfélag og ríki hafa hækkað þjónustugjöld verulega að undanförnu. Má þar nefna leikskóla- gjöld, komugjöld á heilsugæslu, æfinga- gjöld vegna tómstunda- og íþróttastarfs og fl. Þetta hefur aukið fátækt. Atvinnu- leysisbætur, ellilífeyrir, örorkulífeyrir og framfærsla sveitarfélaga hafa á undan- förnum árum ekki hækkað í takt við hækkanir lægstu launa. Það eykur fá- tækt. Eins og sjá má af viðtali við starfsmann Rauða krossins í síðasti blaði Víkur- frétta styrkti Verslunarmannafélag Suð- urnesja, Suðurnesjadeild Rauða kross- ins með fjárframlagi til hjálpar bág- stöddu fólki nú fyrir jólin. Þetta hefur félagið gert undanfarin ár. Við viður- kennum tilvist fátæktar og erum tilbúin að berjast gegn henni, en afneitum henni ekki eins og forsætisráðherra gerði svo ósæmilega í útvarpsviðtali þegar hann var spurður um biðraðirnar hjá mæðrastyrksnefnd. Þar sagði hann eitthvað á þessa leið að þar sem eitthvað væri ókeypis þar væri ætíð eftirspurn. Við í launþegahreyfingunni skorumst ekki undan því að vinna gegn fátækt, en ætlumst einnig til að aðrir geri það líka þ.á.m. sveitarfélög. Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmanna- félags Suðurnesja. Kæri Kall á kassa. Í síðasta tölublaði Víkurfrétta skorar þú á okkur Suðurnesja- menn í framboði að svara því hvernig við hyggjumst ráð- ast gegn fátækt. Ég þakka þér fyrir hvatning- una því þarna hreyfir þú við því máli sem hlýtur að vera efst í forgangs- röð allra stjórnmála. Fátækt er böl – fylgifiskar hennar eru andstyggilegir. Ekki efa ég eitt augnablik að enginn pólitískur ágreiningur sé um það markmið að vinna gegn fátækt. Þetta er í raun þverpólitískt mál og mikilvægt að almenn samstaða sé í þjóð- félaginu um þetta markmið. Veraldleg fátækt leiðir til and- legrar þjáningar. Atvinnumál eru þess vegna grunnurinn að sókn gegn fátækt. Stefna Fram- sóknarflokksins hefur frá önd- verðu verið sú að heilbrigt at- vinnulíf sé undirstaða velferð- arkerfisins. Þess vegna eru at- vinnumál í öndvegi hjá okkur. Kárahnjúkavirkjun og Fjarðarál eru gott dæmi þar um. Öll elsk- um við umhverfi okkar. En til að tryggja landsmönnum verð- mæti fyrir velferðarkerfið og til að skapa störf fyrir fólkið í landinu þarf stundum að færa fórnir. Þetta skilja margir –ekki síst Austfirðingar í dag enda fagna þeir ákvörðuninni. Margt á döfinni Í dag sækir vofa atvinnuleysis að okkur á Suðurnesjum. Þess vegna hlýtur að vera forgangs- mál að ráðast gegn því ástandi. Nokkur jákvæð teikn eru á lofti: Tvöföldun Reykjanes- brautar, stálpípuverksmiðjan, loðnuvertíð, stækkun FS, bygg- ing 18 félagslegra íbúða, tvö ný flugfélög (Iceland Express skapar 50-60 störf), bygging nýrrar sorpeyðingarstöðvar, Ósabotnavegur svo dæmi séu tekin. Öll þessi verkefni fela í sér störf fyrir vinnufúsar hend- ur. Til lengri tíma litið mun at- vinnuleysi á Suðurnesjum hverfa ef rétt er á haldið og menn sýna kjark og stefnufestu til að nýta tækifærin. 1. Í viðræðum við Varnarliðið er rétt að bjóða Íslendingum að taka við störfum í vaxandi mæli. Í því felst sparnaður fyrir Varnarliðið en opnar fyrir fleiri störf Íslendinga. Sem dæmi má nefna að íslenskir flugvirkjar gætu annast rekstur stóra flug- skýlisins, annast viðhald flug- véla og skapað sér ný verkefni á alþjóðavettangi. 2. Ég er sannfærður um að í ná- inni framtíð muni innanlands- flug verða flutt hingað suður- eftir. Ástæðan er einföld: Við getum ekki rekið tvo alvöru flugvelli þar sem 50 km eru á milli. Engum dylst hversu mörg störf fylgja því. 3. Umhverfi Flugstöðvarinnar hefur nú verið deiliskipulagt. Þar með er lagður grunnur að því að nýta möguleika alþjóða- flugvallar. Flugumferð með farþega og ekki síður vörur mun stóraukast. Tollafgreiðsla á frakt hefur verið flutt í FLE og út frá því eru ýmis fyrirtæki að hasla sér völl á nýju sviði. Hundruð starfa munu spretta upp við FLE. 4. Hin vistvæna orka okkar og tæknileg kunnátta starfsmanna Hitaveitu Suðurnesja leggur grunn að stórfelldur tækifærum við nýtingu orkunnar. Alls staðar í veröldinni þar sem orkunotkun er mikil er velsæld jafnframt há. Mest fátækt í heiminum er þar sem orku- notkun er takmörkuð. Nýsköp- un orku og hugvits mun færa Suðurnesjum og landsmönnum öllum mikil verðmæti og fjöl- mörg störf. Ég nefni Netbúið, stóriðju ýmis konar og ekki síst lítil og meðalstór fyrirtæki er byggja á notkun orku. 5. Á sviði sjávarútvegs hygg ég að nálægð okkar við miðin á- samt starfi fiskmarkaða eigi að geta opnað fyrir úrvinnslu afla og styrkir þar möguleikana ná- lægðin við flugvöllinn. Í ljósi samþjöppunar í greininni vakn- ar auðvitað sú spurning hvort ekki sé orðið enn meira knýj- andi að skylda alla til að setja allan afla á markað. Þannig eiga allir jafna möguleika að hráefninu – ekki síst þeir sem geta verkað fisk og selt á dýra markaði erlendis. Þróunin í fiskeldi er komin á fleygiferð. Spáð er að á næstu árum verði framleiðsla eldisfiskjar, s.s. FÉLAGSMÁLASTJÓRINN OG FÁTÆKTIN FÁTÆKTIN Í REYKJANESBÆ / Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja skrifar: VIÐBRÖGÐ VIÐ KALLINUM Á KASSANUM / Hjálmar Árnason skrifar: Gegn fátækt – Forgang M ikil umræða hefurátt sér stað undan-farið um fátækt á Íslandi og löngu orðið tímabært að um þetta mál- efni sé rætt fyrir opnum tjöldum, þar sem vandinn hefur aukist á undanförn- um misserum. Margir eiga erfitt með að viðurkenna að fátækt sé staðreynd í land- inu og valið þá leið að stinga höfðinu í sandinn og drepið umræðunni á dreif með því, að ekki sé til nein skilgrein- ing á því hvað fátækt sé og við hvað skuli miðað þegar rætt sé um fátækt. Ég tel að um þetta þurfi ekki að deila, það sé staðreynd að fátækt sé vaxandi vandamál í dag og nauðsynlegt að bregðast við henni með öllum tiltæk- um ráðum. Félagslega aðstoðin á í eins ríkum mæli og unnt er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og einnig að hafa úrræði til að mæta þeim sem einhverra hluta vegna geta ekki, tíma- bundið eða til lengri tíma, afl- að tekna sem duga til fram- færslu. Ástæður vangetu til framfærslu geta verið marg- víslegar, s.s heilsubrestur, at- vinnuleysi, aldur, lág laun, ut- anaðkomandi áföll og svo mætti lengi telja. Ísland er í hópi ríkustu þjóða heims og við eigum ekki að láta það viðgangast að hópur fólks búi við viðvarandi fátækt. Nauðsynlegt er að skilgreina grunnframfærslu betur en gert hefur verið og leita síðan leiða til þess að öryggisnetið sé það þétt riðið að það taki við þeim sem á þurfa að halda. Að þessu verkefni þurfa að koma ríkið, sveitar- félög, stéttarfélög, atvinnu- rekendur, lífeyrissjóðir og frjáls félagasamtök. Sam- fylkingin hefur sett fram hug- mynd að afkomutryggingu, sem hafi það markmið að enginn þurfi að una óvissu um framfærslu sína og lifa í fátækt. Við mótun slíkrar af- komutryggingar verður m.a. að skoða; lágmarkslaun, skattamál, félagsaðstoð sveit- arfélaga, atvinnuleysistrygg- ingar og almannatrygginga- kerfið. Í kjölfarið þarf að endurskoða lög um almanna- tryggingar þannig að afkomu- tryggingin geti orðið að veru- leika. Þessa vinnu þarf að hefja strax þannig að þeir sem horfast í augu við aðstæður sem ekkert okkar vill þurfa að lifa við, eygi von um úrbætur. Nóg hefur verið talað og kominn tími til athafna. Jón Gunnarsson Skipar 4. sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. FÁTÆKT EÐA AFKOMUTRYGGING? 4. tbl. 2003 - 24 LEIDRETT 22.1.2003 17:15 Page 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.