Víkurfréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
ITS ehf. (Tækniþjónustan Keflavíkurflugvelli) óskar eftir að ráða sér -
fræðing í vöru stjórnun í innkaupadeild á Keflavíkurflugvelli. Innkaupa -
deildin sér um innkaup á varahlutum í flugvélar sem ITS þjónustar.
Starfssvið:
Sérfræðingur í vörustjórnun skipuleggur innkaup og bestun á varahlutalager,
stýrir innkaupum frá birgjum, sér um samninga á ósamningsbundnum vörum
og tryggir að ábyrgðir séu nýttar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í iðnaðar- eða vélaverkfræði eða sambærileg menntun.
• Góð þekking á lagerstýringu og áreiðanleikagreiningum.
• Gott vald á ensku.
• Metnaður til að ná árangri.
• Skipulögð og markviss vinnubrögð.
• Góðir samskiptahæfileikar.
• Stjórnunarreynsla æskileg en ekki nauðsynleg.
Skriflegar umsóknir, sem tilgreini menntun og reynslu, óskast sendar
starfsmannadeild Icelandair, aðalskrifstofu, Reykjavíkuflugvelli,
netfang: stina@icelandair.is, eigi síðar en 27. janúar nk.
Verkfræðingur/sérfræðingur
• ITS er nýtt dótturfélag sem tók við
starfsemi Tæknideildar Flugleiða hf.
1. jan 2003. Félagið annast viðhald
flugvéla Icelandair og annarra
flugfélaga.
• ITS er framsækið fyrirtæki sem þekkt
er á alþjóðavettvangi fyrir vönduð
vinnubrögð og góða þjónustu.
• ITS er leiðandi í viðhalds- og tækni-
þjónustu fyrir flugvélar og skyldri
starfsemi á Íslandi.
• Hjá félaginu starfa um 170 starfsmenn
og eru þeir lykillinn að velgengni
þess. Lögð er áhersla á að starfsmenn
séu þjónustulundaðir og tilbúnir að
takast á við krefjandi og spennandi
verkefni á Íslandi og erlendis.
• ITS leggur áherslu á þjálfun starfs-
manna og hvetur starfsmenn til
heilsuræktar og styður við félagsstarf
þeirra.
• ITS er reyklaust fyrirtæki.
í vörustjórnun (logistics)
Haraldur Axel Einarsson markahæsti leikmaður Víðis í Garði á sl.
tímabili í knattspyrnunni hefur ákveðið að snúa aftur til síns
heima og leika með Keflvíkingum í 1. deildinni í sumar. Hann
þekkir vel til liðsins en hann lék með liðinu í gegnum alla yngri-
flokka félagsins. Haraldur er fæddur árið 1981 og verður því 22
ára á þessu ári.
Keflavík sigraði Víði, 5-2, í æfingaleik í Reykjaneshöllinni sl.
laugardag. Mörk Keflavíkurliðsins skoruðu Zoran Ljubicic, Magn-
ús Þorsteinsson, Jónas Sævar Garðarsson og Einar Daníelsson
auk sjálfsmarks Víðismanna. Mörk Víðis skoruðu Unnar Elí Jó-
hannsson og Kári Jónsson. Þess má til gamans geta að þjálfarar
Víðis eru „gömlu kempurnar“, Karl Finnbogason og Kristinn Guð-
brandsson, sem léku í vörn Keflvíkinga þegar þeir voru upp á sitt
besta.
Denise Shelton skoraði 56 stig og hirti 14 fráköst þegar Grinda-
víkurstúlkur töpuðu í gegn ÍS, 92:95, í hörkuleik í 1. deild kven-
na. Heimastúlkur höfðu yfirhöndina í hálfleik 59:52 og í 3. leik-
hluta var jafnt 81:81. Það voru þó gestirnir sem voru sterkari í
lokin og tryggðu sér að lokum sigur.
Helgi Rafn Guðmundsson, taekwondokappi úr Sandgerði, nældi
sér í bronsverðlaun á Norðurlandamótinu í taekwondo sem fram
fór um helgina. Þetta var fyrsta mótið sem Helgi keppir á sam-
kvæmt nýjum reglum í íþróttinni en þær gera ráð fyrir að hver
bardagi sé í 3x2 mínútur og 3x3 í úrslitaflokknum. Helgi var að
vonum ánægður með árangurinn.
F lestir þeir sem hafa leikiðknattspyrnu undir stjórnhins gallharða þjálfara
Kjartans Mássonar eru sam-
mála um að hann á það til að
velja aðrar slóðir en þær sem
áður eru troðnar og á það ekki
síst við þegar talað er um sam-
skipti hans við leikmenn sína.
Af þessu eru til margar magn-
aðar sögur og skoðanir skiptar
um álit manna á þeim, sem
auðveldlega væri hægt að skri-
fa heila bók um. Það vildi þan-
nig til að ég var einn af hinum
„heppnu“ sem lentu í kallinum
og held ég að mínar sögur séu
ágætis dæmi um frumlegar að-
ferðir hans í þessum mála-
flokki.
Sú fyrri gerðist um haustið 1992
en þá kom ég til Keflavíkur
ásamt Frey Sverrrissyni, sem þá
hafði þjálfað mig undanfarin tvö
ár, austur á Egilsstöðum. Ég stóð
þá við völlinn og var að fylgjast
með æfingu liðsins og vakti það
athygli mína að það virtist eng-
inn þjálfari vera til staðar. Hins
vegar var einhver hjólbeinóttur
karlskarfur í samfestingi og gríð-
armiklum snjóbomsum vafrandi
í kringum svæðið, sveiflandi
höndum og tautandi eitthvað fyr-
ir munni sér með reglulegu milli-
bili.
Freyr sendi mig svo upp í íþrótta-
hús, því þar átti ég að hitta „karl-
inn“ eins og hann orðaði það og
kom í ljós að það reyndist vera
enginn annar en „maðurinn í
bomsunum“. Kjartan dró mig þá
inn í kennaraherbergi þar sem
hann settist niður og kveikti sér,
þungur á brún, í „íþróttablysi“ og
horfði svo á mig í nokkrar sek-
úndur með svip, blönduðum pirr-
ingi og áhugaleysi áður en hann
spurði loks: „Jæææææja, ert þú
að spá í að koma hérna og æfa
með okkur, segirðu?“. Ég, sveita-
pilturinn með drauminn, var nú
orðinn hálf frosinn á þessum
tímapunkti en náði þó að koma
upp úr mér einhverju sem líktist
„já“ og vonaðist þá eftir að hann
segði annað hvort að honum litist
vel á það eða að ég hefði fengið
góð meðmæli frá Frey eða ein-
hverju í þá áttina, en það var
öðru nær. Kjartan starði á mig
nokkra stund eða þar til hann
byrjaði allt í einu að skellihlæja
og hrista hausinn eins og hann
hefði ekki heyrt betri brandara í
áraraðir. Hlátursgusa þessi stóð í
um fimm mínútur eða þangað til
hann labbaði út, eldrauður í
framan eftir áreynsluna og þar
með var þeim fundinum lokið.
Þegar svo fór að líða á sumarið
komst ég loks í leikmannahóp
meistaraflokks og var í fyrsta
skipti á varamannabekknum í
heimaleik á móti ÍBV. Þegar ein-
ungis 6 mínútur eru liðnar af
leiknum meiðist hinn yfirvegaði
miðvallarleikmaður Georg Birg-
isson illa og gefur strax merki í
átt að bekknum um að hann þurfi
nauðsynlega að koma af leik-
velli. Freyr Sverris, sem þá var
liðsstjóri og ekki nærri því orð-
inn fertugur tók manna fyrstur
eftir þessu og kallaði strax til
Kjartans: „Goggi er búinn“.
Kjartan svaraði honum strax í
þjáningar- og vonleysistón:
„NNNEEEEEEIIIIIIII“ og leit
svo með örvæntingarsvip til hlið-
ar, yfir varamannabekkinn í um 5
sek. áður en hann hann setti báð-
ar hendur á hnakka, hristi höfuð-
ið rólega og kom svo með þessa
líka yfirgengilegu traustsyfirlýs-
inguna: „O,boy, O,boy,O,boy...
Eysteinn, farðu að hita upp“.
Skipti þá engum togum, ég spratt
upp eins og stálfjöður og náði að
taka þarna einhverjar þrjár hné-
lyftur áður en mér var hent inn á
völlinn. Þess má geta að Freyr sá
alfarið um skiptinguna og sá ég
Kjartani bregða fyrir þegar ég var
að fara úr gallanum, með höfuðið
falið í höndum sér, og var ekki
annað að merkja á látbragði hans
en að hann væri endanlega búinn
að gefa upp alla von um stig í
sarpinn, þetta kvöldið. Hvort sem
mönnum finnast þetta nú vera
réttar eða rangar aðferðir í upp-
byggingu ungra leikmanna hjá
karlinum, stendur sú staðreynd
eftir að ég var hreinlega eins og
pinball kúla úti um allan völl
þetta kvöldið og átti ágætis leik í
4-0 sigri.
Kjartan segist nú vera hættur að
þjálfa. Við sem höfum orðið svo
lánsamir að upplifa einstaka leið-
sögn hans á knattspyrnuvellinum
í gegn um tíðina erum flestir
sammála um að þó hann sé og
verði sjálfsagt alltaf umdeildur, í
ljósi óhefðbundinna aðferða
sinna, verði umræðan um hann
af sömu sökum alltaf lífleg og
áhugaverð.
:: eftirminnilegt atvik
Traustsyfirlýsing Kjartans
Fyrst og fremst!
... meira á vf.is
4. tbl. 2003 - BLS 20-21 22.1.2003 17:23 Page 20