Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Anna Soffía Jóhanns- dóttir lést þann 17. janú- ar sl.Viðtal við Önnu Soffíu birtist í jólablaði Víkurfrétta 1998 en þar veitti hún af miklu hug- rekki innsýn í baráttu sína við krabbamein sem hún greindist fyrst með árið 1993. Með viljann að vopni og trú á al- mættið tók Anna Soffía einn dag fyrir í einu og rak í veikindum sínum umsvifamikið fyrirtæki. Anna Soffía sagði sterk- an persónuleika og já- kvæðni vera styrk sinn í veikindunum og trúði hún því að sigur myndi hafast. Það sýndi sig m.a. í fimmtugsafmæli henn- ar nú rétt fyrir jólin en myndir úr afmælinu birtust í Víkurfréttum. Víkurfréttir senda að- standendum samúðar- kveðjur. Nú eru rúmir 2 mánuðir frá þvíað heilsugæslulæknar sögðuupp störfum sínum við stofn- unina. Heilbrigðis- stofnunin átti ekki í neinun deilum við viðkomandi lækna og sá mikið á eftir þeim. Deilurnar voru milli viðkomandi lækna og ráðuneytisins og því miður tókst ekki að að finna lausn á því máli. HSS eins og aðrar opinberar stofnar vinna eft- ir ákveðnum lögum og reglum og kröfur læknanna rúmuðust ekki innan þess ramma. Á þessum tíma hafa verið ráðnir 2 læknar á heilsugæslustöðina, einnig hafa ýmsir ungir læknar komið til vinnu í lengri eða skemmri tíma með mismunandi reynslu. Ég fullyrði að þeir hafi allir staðið sig mjög vel. Um næstu mánaðarmót er búið að ráða heilsugæslulækni til Grindavíkur í 4 mánuði til að byrja með. Einnig er ver- ið að ganga frá samningi við sérfræð- ing í innkirtlasjúkdómum sem mun m.a. taka við eftirliti sykursýkissjúk- linga tímabundið í hlutastarfi frá og með 20 janúar n.k.. Þá er verið að ráða sérfræðing í krabbameinslækningum í hlutastarf um næstu mánaðrmót, þ.e. 1. febrúar, sem mun væntanlega auka vinnuhlutfall sitt með vorinu. Ég hef talað við fjölda lækna á undan- förnum dögum og vikum, m.a. unglækna, sérfræðinga á ýmsum svið- um ásamt heilsugæslulæknum. Ég hef fengið margar góðar hugmyndir hjá þeim og vonast eftir að einhverjir þeirra muni koma í vinnu til okkar í t.d. ráð- gjafastörf og ýmis hlutastörf til að byrja með. Einnig eru að koma til okkar hjúkrunarfræðingar bæði með mikla reynslu og þekkingu í farteskinu sem og nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar sem við tökum fagnandi. Það er nú þannig að þegar stór hópur fólks með sérfræðiþekkingu hverfur í einum vettvangi af vinnustað, getur enginn gert sér vonir um að það skarð verði fyllt samstundis. Sérfræðingar á öllum sviðum eru eftirsóttir, þeir eru háðir ráðningarsamningum á sínum vinnustað og hljóta alltaf að vega og meta kosti og galla þess að skipta um starf. Ég vil taka það sérstaklega fram að þrátt fyrir þessa miklu erfiðleika, þá hefur gengið betur að sinna öllum þeim fjölbreyttu málum sem upp hafa komið og snúa að heilbrigðisþjónustu hér á HSS. Það hefur tekist vegna þess að hér vinnur stór, samstilltur hópur sem hefur með miklu æðruleysi einsett sér að leysa þessi mál sem allra best. Flest- ir sem hingað hafa komið, hafa fengið úrlausn sinna mála samdægurs, þó vissulega hafi þetta valdið sumum ein- staklingum miklum óþægindum. Ég vil minna á að því miður gerist það líka á öðrum heilbrigðisstofnunum. Að lokum vil ég taka það fram að ég, ásamt öllu starfsfólki hér, vinnum hörð- um höndum við að leysa sem allra best þau mál sem upp koma hér. Jafnframt er verið að vinna að framtíðarstefnu- mótun stofnunarinnar, og hvert fram- tíðarhlutverk og markmið hennar skuli vera. Ég hef mikla trú á því að á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja eigi sér bjarta framtíð og að hún muni geta full- nægt heilbrigðisþörfum svæðisins og tekið þátt í þjónustu á landsvísu svo við getum öll verið stolt af. Bestu kveðjur, Sigríður Snæbjörnsdóttir Gengið vel að sinna sjúklingum þrátt fyrir erfiðleika HVERNIG STANDA LÆKNAMÁLIN / Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja M ikið hefur verið að gera hjástarfsfólki Hótels Keflavíkur eft-ir að fregnir bárust af því að flugfélagið HMY Airways hefði fengið leyfi til farþegaflutninga til Kanada. Steinþór Jónsson hótelstjóri Hótels Keflavíkur og umboðsmaður HMY á Ís- landi sagði í samtali við Víkurfréttir að mikið væri hringt og spurt í út í far- gjöld: „Síminn hefur ekki stoppað og það eru þrjár manneskjur í því að svara símanum. Fólk hringir mikið til að spyrja um fargjöld og einnig hafa margir viljað panta. Við höf- um líka verið að fá mikið af hamingjuósk- um. Ég er mjög ánægður með viðtökurnar og viðbrögðin,“ sagði Steinþór í samtali við Víkurfréttir. Kanadíska flugfélagið HMY Airways hef- ur fengið leyfi Flugmálastjórnar Íslands til farþegaflutninga frá Íslandi til Kanada. Flugfélagið mun fljúga vikulega til Vancouver og Calgary frá Íslandi. Fargjöld flugfélagsins til Kanada kosta 25 þúsund krónur út febrúar og 30 þúsund krónur í mars og apríl. Verðin eru öll með flugvall- arsköttum og eru öll sætin á umræddu tímabili á þessu verði. Gert er ráð fyrir að í sumar muni flugtíðni aukast og að í boði verði allt að fimm flug á viku. Frá 16. desember hefur flugfélagið haft viðkomu á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Manchester í Englandi, en flugfélagið er með tvær Boeing 757 flugfélagar í rekstri. Steinþór Jónsson hótelstjóri Hótels Kefla- víkur og umboðsmaður HMY á Íslandi segist vera mjög ánægður með afgreiðslu Samgönguráðuneytisins og Flugmála- stjórnar í málefnum flugfélagsins: „Af- greiðsla ráðuneytisins og Flugmálastjórnar var hröð og fagleg og ég er mjög ánægður með að sjá þessar breyttu áherslur hjá sam- gönguyfirvöldum.“ Steinþór segir að með leyfinu opnist mikil tækifæri fyrir Íslend- inga í ferðalögum vestur um haf: „Að sjálf- sögðu verður lögð ofuráhersla á að ná ferðamönnum frá vestur Kanada til Íslands, enda um nýtt markaðssvæði að ræða. Ég er þess fullviss að Íslendingar komi til með að nýta sér þetta lága fargjald til Kanada, enda eru ferðamöguleikar á svæðinu óendanleg- ir, s.s. skíðaferðir í Klettafjöllin, stórborgar- ferðir og framhaldsferðir til áfangastaða um allan heim. Ég átti alltaf von á því að fargjöld með flugfélaginu yrðu hagstæð, en ég verð að segja að þessi verð komu mér þægilega á óvart, enda er um að ræða far- gjald með góðu flugfélagi og fullri þjón- ustu,“ sagði Steinþór í samtali við Víkur- fréttir. Á síðasta ári heimsóttu294.536 gestir Bláa lón-ið sem er 6.6% fækkun miðað við árið 2001. Til gam- ans má geta þess að ef fjöld- anum er deilt niður á daga ársins kemur í ljós að tæp- lega 807 gestir heimsækja Bláa lónið á hverjum degi allt árið um kring. Magnea Guðmundsdóttir sölu- og markaðsstjóri Bláa lónsins sagði í samtali við Víkurfréttir að fækkun gesta mætti fyrst og fremst rekja til hryðjuverkanna 11. september 2001: „Áhrif- anna gætti einkum á fyrri hluta ársins 2002 en þrátt fyrir að heildargestafjöldi ársins sé lægri en árið á undan fjölgaði gestum töluvert á síðasta árs- fjórðungi ársins og er það merki um aukið jafnvægi í ferðaþjónustu,“ sagði Magnea.Helga Ingimundardóttir, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu Suðurnesja, hlaut í gær hvatningarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri fyrir störf sín í ferðamálum en hún hefur starfað mikið á því sviði gegnum árin og m.a. haldið úti rekstri hvalaskoðunarferða í 10 ár. Árni Sigfússoon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, færði Helgu blómvönd frá bænum . Helga var að vonum mjög ánægð með viðurkenn- inguna og var hún mjög glöð þegar Árni færði henni blóm- vönd ásamt kveðju frá bænum. Anna Soffía Jóhanns- dóttir látin Margir vilja til Kanada með HMY Tæplega 295 þúsund gestir í Bláa lónið í fyrra 4. tbl. 2003 - 24 LEIDRETT 22.1.2003 16:32 Page 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.