Víkurfréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 I 23
Alfa í Hvíta-
sunnukirkjunni
F immtudaginn 23. janúarkl. 20.00 verður kynn-ingarkvöld á Alfa í
Hvítasunnukirkjunni að
Hafnargötu 84. Kvöldið er
opið öllum og einungis kynn-
ing til að hjálpa þér að á-
kveða hvort Alfa er námskeið
fyrir þig en ókeypis er inn.
Alfa námskeiðið hófst í
Englandi fyrir u.þ.b. 20 árum.
Námskeiðið er nú haldið í um
130 löndum í flestum kirkju-
deildum. Áætlað er að yfir 4
milljónir manna hafi sótt nám-
skeiðið.
Alfa er tíu vikna námskeið,
einu sinni í viku þar sem fjallað
er um grundvallaratriði krist-
innar trúar á einfaldan og þægi-
legan hátt.
Alfa er fyrir alla sem leita vilja
svara við spurningum lífsins.
Upplýsingar gefur Kristinn í
síma 697 7993 og Björgvin í
síma 695 6417
Grunnskólar
Suðurnesja
lægstir í
könnun
Námsmatsstofnun hefurbirt niðurstöður úr sam-ræmdum prófum í ís-
lensku og stærðfræði í 4. og 7.
bekk grunnskóla. Meðalein-
kunnir grunnskóla á Suður-
nesjum voru lægstar yfir land-
ið í þremur samræmdum próf-
um. Í íslensku voru einkunn-
irnar lágar, bæði í 4. og 7.
bekk. Skólarnir á Suðurnesj-
um komu hinsvegar vel út í
stærðfræði í 4. bekk og voru
þar yfir landsmeðaltali, en í 7.
bekk var útkoman í stærð-
fræði slakari.
Vilhjálmur Ketilsson skólastjóri
Myllubakkaskóla sagði í samtali
við Víkurfréttir að á undanförn-
um tveimur arum hafi verið sér-
stakt átak í íslensku og stærð-
fræði en átakið virðist einungis
hafa skilað sér í bættum árangri
hjá fjórða bekk í stærðfræði:
„Við getum verið sátt við stöð-
una hjá 4. bekk í stærðfræði en
það er ljóst að við verðum að
reyna að finna út hvað hægt er
að gera með íslenskuna og stærð-
fræðina hjá 7. bekk og íslensk-
una hjá 4. bekk. Við höfum verið
að vinna ötullega í þessum mál-
um síðustu tvö ár. Við höfum
legið yfir því hvað til bragðs eigi
að taka og ég er bjartsýnn á að
við bætum árangurinn í þessum
greinum,„ sagði Vilhjálmur í
samtali við Víkurfréttir.
Veitingastaðurinn Jia Jia hefur
sett fram nýjan matseðil þar sem
m.a. er boðið upp á ódýr „take
away“ tilboð og verð á almenn-
um matseðli hefur verið lækkað.
Síðustu daga hefur verið mikið
að gera og segir Jens Beining Jia
eigandi veitingastaðarins að fólki
líki þetta vel: „Frá því við opnuð-
um staðinn í nóvember hefur
verið mikið að gera hjá okkur.
Við tókum ákvörðun um að bæta
matseðilinn, lækka verð og bjóða
upp á aukið úrval í „Take away“.
Við erum einnig með sérstök til-
boð á staðnum þar sem í boði eru
5-6 réttir“.
Nýr matseðill á Jia Jia
Grindavík
Vegna mikillar sölu undanfarið
óskum við eftir öllum stærðum
af eignum á söluskrá.
Verðmetum samdægurs,
þér að kostnaðarlausu.
Síminn er: 421 1700
4. tbl. 2003 - 24 LEIDRETT 22.1.2003 17:56 Page 23