Víkurfréttir - 28.08.2003, Side 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 • Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 (15 línur) Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is • Blaðamenn: Jóhannes Kr.
Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is, Sævar Sævarsson, sími 421 0003, saevar@vf.is • Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími
421 0001, jonas@vf.is • Auglýsingadeild: Kristín Gyða Njálsdóttir, sími 421 0008, kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0009, jofridur@vf.is • Útlit,
umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. • Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. • Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is
stuttar
F R É T T I R
Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í sumar!
Skemmdarverk voru unn-in á lóð dagvistunar-heimilis Þroskahjálpar á
Suðurnesjum við Suðurvelli í
Keflavík um helgina.
Nokkrir blómapottar voru brotn-
ir, rúða og borð í kofa sem stend-
ur á lóðinni voru brotin og bátur
sem graf inn er í jörð var
skemmdur töluvert. Gísli Jó-
hannsson framkvæmdastjóri
Þroskahjálpar á Suðurnesjum
sagði í samtali við Víkurfréttir að
þessi skemmdarverk væru óþol-
andi. „Mér finnst ótrúlegt að
nokkur skuli gera þetta og tjónið
er mest tilfinningalegt,“ segir
Gísli. Á dagvistunarheimilinu
verða um 15 þroskaheft börn á
aldrinum 5 til 15 ára í vetur í
heilsdagsvistun, en um 20 börn
voru í vistun þar í sumar. Málið
var tilkynnt til Lögreglunnar í
Keflavík sem rannsakar nú mál-
ið.
Löggufréttir
• Á sunnudagsmorgun óskaði
leigubifreiðastjóri eftir aðstoð
lögreglu þar sem farþegi í bíl
hans hafði farið úr bílnum án
þess að greiða ökugjaldið
sem var rúmlega 10 þúsund
krónur.
• Rétt eftir klukkan níu á
laugardagskvöld var tilkynnt
um bílveltu á Reykjanesbraut
við Vogastapa. Ökumaðurinn
sem var einn í bifreiðinni
missti stjórn á bílnum er hann
ætlaði að taka fram úr annarri
bifreið. Ökumaðurinn kenndi
eymsla í hálsi og var bifreiðin
fjarlægð af vettvangi með
dráttarbifreið.
• Skömmu eftir miðnætti að-
fararnótt laugardagsins stöðv-
aði Lögreglan í Keflavík öku-
mann bifreiðar sem ók á 146
km hraða á Reykjanesbraut
þar sem hámarkshraði er 90
km.
• Á laugardag voru fimm að-
ilar kærðir fyrir að færa ekki
bifreiðir sínar til skoðunar á
réttum tíma
Skemmdarverk hafa veriðunnin á gömlu ratsjár-stöðinni Rockville á Mið-
nesheiði, þar sem Byrgið var
síðast til húsa. Rúður eru víða
brotnar og flest allar byggingar
standa galopnar eftir að hafa
verið brotnar upp.
Ungmenni virðast venja komur
sínar á svæðið og þegar blaða-
maður Víkurfrétta kom að
Rockville síðdegis í gær mætti
hann tveimur ungum drengjum á
reiðhjólum að yfirgefa staðinn.
Talað mál og þrusk mátti heyra í
húsum á svæðinu og nokkuð
ljóst að ungmenni voru í felum í
byggingum. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Lögreglunni í Keflavík
er það lögreglunnar á Keflavíkur-
flugvelli að hafa eftirlit með
svæðinu í Rockville. Guðmund-
ur Jónsson í Byrginu, sem stóð
fyrir mikilli uppbyggingu á
svæðinu, lýsti áhyggjum sínum
af ástandinu í samtali við Víkur-
fréttir. Þarna væri búið að eyði-
leggja allt það sem hafi verið
lagað á síðustu árum og
Rockville væri í raun komið í
sama farið og þegar Byrgið tók
við svæðinu á sínum tíma.
Unnar Már Pétursson, 9 ára strákur úr Keflavík lá í makindum
sínum við smábátahöfnina í Keflavík þar sem hann var að teikna.
Unnar hefur mikinn áhuga á teikningum og stefnir að því að verða
myndlistarmaður. „Mér finnst skemmtilegast að teikna andlit og
stundum teikna ég landslagsmyndir.“ Unnar segist teikna mikið
og án efa eiga Suðurnesjamenn eftir að sjá listaverk í framtíðinni
eftir þennan unga listamann.
Teiknað á bryggjunni
VF-mynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson
Meðfylgjandi mynd er úr varðskýli við hliðið inn á svæðið. Þar eru
allar rúður brotnar og stórt gat hefur einnig verið gert í girðinguna
við hliðið þannig að auðvelt er að komast inn á svæðið.
VF-mynd: Hilmar Bragi
Rockville lagt í rúst!
Skemmdarverk unnin á dagvistun
þroskaheftra á Suðurnesjum
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson:
Rúða og innanstokksmunir í kofanum voru brotin.
Fréttavakt
Víkurfrétta er
í síma 899 2225
VF KEF 35. tbl. 24 V 27.8.2003 14:21 Page 2