Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2003, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 28.08.2003, Qupperneq 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Þorsteinn Bergmann, Vesturgötu 35, Keflavík, Börn, tengdabörn og afabörnin. ✞ lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, föstudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 14. ÍVíkurfréttum sem komu útí síðustu viku eru sláandimyndir af fiskúrgangi sem hent hefur verið í sjóinn við bryggjusporðinn í Garði. Bergur Sigurðsson heilbrigðis- fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suður- nesja segir að þarna sé greinilega um ólöglega losun að ræða og að þetta athæfi brjóti í bága við að minnsta kosti þrjá lagabálka. „Við höfum sent öllum fiskverk- endum í Garðinum bréf þar sem við vekjum athygli þeirra á því að verknaður sem þessi er ólög- legur. Flestir f iskverkenda í Garðinum fara eftir öllum regl- um, en greinilegt er að þar innan um eru svartir sauðir,“ sagði Bergur og aðspurður um hvort Helbrigðiseftirlitið muni hefja rannsókn á þessari losun svaraði Bergur því til að það væri vitað um hvaða fyrirtæki væri að ræða, en hann vildi ekki gefa upplýs- ingar um hvaða fyrirtæki væri um að ræða. Sparisjóðurinn í Keflavíkveitti Gunnari Ásgeirs-syni torfærukappa styrk fyrir þátttöku í Íslandsmeist- aramótinu í torfæru. Samning- urinn var undirritaður við smábátahöfnina og settist Geirmundur Kristinsson spari- sjóðsstjóri undir stýri á tor- færutröllinu í tilefni dagsins. Gunnar Ásgeirsson sagði við þetta tækifæri að styrkur Spari- sjóðsins skipti gríðarlega miklu máli og bætti við að ef styrktar- aðila nyti ekki við þá myndi hann ekki keppa. Sparisjóðurinn styrkir torfæruna Ólögleg losun fiskúrgangs í Garðinum VF-ljósmynd: Sparisjóðsstjórinn kunni ágætlega við sig undir stýri á torfærutröllinu, en með á myndinni eru aðstoðarmenn Gunnars. Stakk sér til sunds í smábátahöfninni Í blíðviðrinu á föstudag voru ungir krakkar við leik við smábátahöfnina í Keflavík. Krakkarnir voru að busla í sjónum og finna hve kaldur sjórinn er hér við Íslandsstrendur þrátt fyrir að sólin hafi gælt við íbúa á Suð-vesturhorninu. Þessi ungi maður lét hinsvegar ekki kuldann aftra sér og stakk sér til sunds. Af svipbrigðunum að ræða er sjórinn kaldur. Það skal þó ítrekað hér að krakkar verða að vera í björgunarvestum ef þau ætla að leika sér við hafnir í Keflavík því slys geta orðið, jafnvel þó um leik barna sé að ræða. VF-ljósmynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson VF KEF 35. tbl. 24 V 27.8.2003 13:20 Page 6

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.