Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2003, Side 9

Víkurfréttir - 28.08.2003, Side 9
Við vorum nokkuð vonsviknir en vorum farnir að hlæja að þessu öllu saman fljótlega. Litlar eðlur og önnur kvikindi Fyrir utan þjóðgarðinn hefur þetta svæði ekki upp á mikið að bjóða þannig að við fórum bara og slöppuðum af í sólstólunum fyrir utan herbergið okkar. Chitwan-svæðið er með mikið af mýflugum og því eru öll herberg- in mjög vel varin með flugnanet- um yfir öllum gluggum og hurð- um. Það hangir meira að segja flugnanet yfir rúmunum fyrir al- gjöra vörn. Það er bara eitt sem þeim hefur yfirsést við hönnun- ina. Allt þetta til að halda pödd- unum úti og svo er 10 cm breitt gap milli hurðarinnar og þar sem þröskuldur er venjulega settur (þröskuldar eru óþekkt fyrirbæri í Asíu). Ef maður sefur undir flugnanetinu sem hangir yf ir rúminu nær viftan ekki að kæla mann neitt niður þannig að við bárum bara á okkur moskitófælu og brenndum reykelsi til að bægja þeim frá. Þarna chilluðum við yfir tónlist og engar moskitó sjáanlegar. Eitthvað hlýtur þef- skynið hjá moskitóflugunni að vera öðruvísi heldur en hjá öðr- um pöddum í dýraríkinu vegna þess að í staðinn fyrir að fá moskitóflugur inn var herbergið skyndilega orðið krökkt af kvik- indum sem við höfðum aldrei nokkurn tíma á ævinni séð. Ein paddan skreið um veggina, önnur hoppaði um, aðrar pöddur voru hálffleygar þannig að lendingar- staðurinn hjá þeim gat alveg eins verið í fanginu á manni, litlar eðlur eru reyndar mjög algengar hérna og þarna inni var nóg af þeim líka. Barátta við risakönguló Þegar við héldum að þessi skor- dýrasýning hafði náð hámarki skreið risakönguló undan bak- pokanum hans Magga og á þess- um tímapunkti var þetta einfald- lega hætt að vera fyndið. Maggi tók upp vasaljósið sitt vegna þess að eins og svo oft var ekkert raf- magn á svæðinu og ætlaði að fylla upp í gatið undir hurðinni. Þegar hann beindi ljósinu í átt að hurðinni kom í ljós eitthvað ógeð sem við ætlum ekki einu sinni að reyna að útskýra í hvaða flokk padda/geimvera það tilheyrði. Oft á maður til að ýkja svona sögur en eftir langar umræður og spekúleringar okkar á milli komust við að þeirri niðurstöðu að við værum ekki að ljúga að ykkur þegar við segjum að „ÞAГ var ekki mikið minna en hnefinn á okkur með loppunum 6 meðtöldum. Við ætluðum að láta það sleppa þó að hin kvik- indin eyddu með okkur nóttinni en vorum einróma sammála um að hvorugur okkar skyldi sofa í þessu herbergi á meðan þetta fyrirbæri væri viðstatt. Hemmi tók sig þá til og tók upp Lonely Planet ferðahandbókina okkar sem inniheldur allar nauðsynleg- ar upplýsingar um Indland og vegur u.þ.b. 1 kíló og henti í átt- ina að skepnunni í þeirri von að hræða hana til síns heima. Kastið var framkvæmt í smá paniki og bókin lenti hálf ofan á pöddunni. Við vorum nú vissir um að við hefðum drepið hana og svo var sko aldeilis ekki. Þarna reyndi hún að klóra sig áfram þangað til Hemmi tók bókina ofan af henni. Við héldum í það minnsta að hún væri eitthvað smá slösuð en það reyndist ekki heldur. Okkur tókst þó að sópa henni aftur undir hurðargatið þar sem hún lenti af- velta og við gátum virt hana að- eins betur fyrir okkur. Kom þá í ljós að helvítið var með 2 eða 3 tær á hverjum fæti. Við sópuðum henni svo alveg út af stéttinni og fylltum í gatið með handklæði og öðru tiltæku. Þessari nótt munum við aldrei gleyma! Nú var kominn tími til að kveðja Chitwan og bara Nepal eins og það leggur sig. Við köllum Chitwan stundum Shitwan en erum þó vissir um að garðurinn hefur upp á meira að bjóða ef maður er þarna á betri tíma og með almennilegum leiðsögu- manni. Mjóar götur Tókum því næst lest niður til Varanasi á Indlandi. Þessi lestar- ferð reyndist draumur einn og við sváfum eins og lömb alla 8 tím- ana. Varanasi er einn heilagasti staður Hinduismans vegna þess að hin heilaga Gangesá rennur þar í gegn og þangað leggja margir ferðamenn og pílagrímar leið sína. Fundum okkur hótel sem er vinsælt aðallega vegna út- sýnisins yfir Gangesána frekar en fínna herbergja. Við höfðum heyrt að Varanasi væri einn heit- asti staður Indlands en það fyrsta sem tók á móti okkur þegar við virtum fyrir okkur ána í allri sinni dýrð var yndislegur gustur sem kælir mann vel niður. Gamla borgin í Varanasi er mjög gömul og minnir að vissu leyti á Jerúsal- em þó að hún sé ekki alveg jafn- falleg. Göturnar eru svona 1 - 1.5 metri á breidd og manni finnst bókstaflega eins maður sé í völ- undarhúsi sem að vissu leyti þetta er. Lík á Gangesánni Gangesáin gegnir margvíslegum hlutverkum fyrir Indverja. Hún er sundlaug, þvottahús, rotþró og svo að sjálfsögðu kirkjugarður. 400 milljónir manna búa við bakka hennar. Við lásum í ferða- handbókinni okkar að Alþjóða- heilbrigðiseftirlitið telur að til þess að vatn sé öruggt til böðunar má það ekki innihalda meira en 500 bakteríur af ákveðinni teg- und í hverjum 100 ml. Ganges áin inniheldur 1.5 milljón bakter- íur af þessari tegund í hverjum 100 ml. Í Varanasi koma á hverj- um degi 60.000 manns til þess að baða sig, tannbursta og hreinsa sínar syndir. Indverjar trúa því líka að ef maður kemur líkinu í ánna á innan við 7 dögum frá andláti færi það mikla lukku í næsta lífi. Það er svolítil kaldhæðni í þeirri staðreynd að Varanasi sé svona heilagur staður en samt er þetta eini staðurinn sem við höfum verið varaðir við að fara út á kvöldin. Kannski er það vegna þess hversu auðvelt það er að losa sig við líkið af einhverju túristagreyi hérna. Það er bara að henda honum í ánna! Við tókum þessu ráði og héldum okkur inni fyrsta kvöldið. Hittum strák frá Svíþjóð og hann sagði að heyra okkur tala saman væri eins og að hlusta á 2 víkinga á spjalli. Við töluðum saman til 2 um nóttina en skriðum þá í bælið því daginn eftir ætluðum við að vakna klukkan 8 og kíkja í bátsferð um ánna. Þó að við hefðum ekki ver- ið komnir framúr fyrr en klukkan hálf tíu fórum við samt í báts- ferðina. Babu hét skipstjórinn okkar og hann sagði okkur að öðru hvoru flytu hálfrotin lík upp af botninum fyrir fólk að virða fyrir sér. Það gerðist þó ekki hjá okkur. Við förum frá Varanasi á morgun til Agra og þar ætlum við að berja augun hið fræga Taj Mahal. Við höfum því ekki frá meiru að segja í þetta skiptið... jú, annars það var eðla sem kúkaði í hárið á Magga við kvöldmatinn. En skemmtið ykkur vel um versl- unarmannahelgina og farið var- lega! Kveðja frá Varanasi (Sjáið pistilinn í heild sinni á vf.is) VÍKURFRÉTTIR I 35. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 28. ÁGÚST 2003 I 9 Pistill #4 \\ meira efni frá þeim félögum á www.vf.is/heimsreisa m fyrir fólk að virða fyrir sér „Oft á maður til að ýkja svona sögur en eftir langar umræður og spekúleringar okkar á milli komust við að þeirri niðurstöðu að við værum ekki að ljúgaað ykkur þegar við segj- um að „ÞAГ var ekki mikið minna en hnefinn á okkur með loppunum 6 meðtöldum.“ Venjulega er bannað að taka myndir við svona tækifæri en þarna stóðum við með mynda- vélarnar án þess að það virtist bögga nokkra sál. Karlaveldi? ...og fíllinn brosti til okkar! Mynduð þið kaup ís af þessum? Í Varanasi koma á hverjum degi 60.000 manns til þess að baða sig, tannbursta og hreinsa sínar syndir í Ganges ánni. Göturnar eru svona 1 - 1.5 metri á breidd og manni finnst bókstaflega eins maður sé í völundarhúsi sem að vissu leyti þetta er. VF KEF 35. tbl. 24 V 27.8.2003 12:29 Page 9

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.