Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2003, Page 13

Víkurfréttir - 28.08.2003, Page 13
VÍKURFRÉTTIR I 33. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 14. ÁGÚST 2003 I 13 og sérstaklega þar sem um gott málefni sé að ræða. Hann segir að ekki spilli það fyrir að fljúga Páli því það sé einstök flugvél sem sérstaklega gaman sé að fljúga. „Þessi vél hefur verið í uppáhaldi hjá mér, enda byrjaði ég minn flugferil á vélum sem þessum.” Hafsteinn tekur í sama streng og segir að það sé einstaklega gaman að fljúga fyrir land- græðsluna. Hann segir að Páll sé draumvél til að fljúga og að hann hafi ekki misst úr sumar frá því hann hóf að fljúga fyrir landgræðsluna árið 1978. Keflavík séð úr stjórnklefa Páls Sveinssonar. Nýtt hverfi í Grindavík Eins og sjá má á þessari mynd er búið að malbika hið nýja hverfi og setja niður ljósastaura. ÍLautarhverfinu í Grinda-vík hefur nú verið skipu-lögð byggð þar sem gert er ráð fyrir 11 einbýlishýsum og 5 raðhúsalengjum. Búið er að malbika hverfið og ljósastaur- ar eru komnir upp. Verktakar munu á næstunni hefja fram- kvæmdir við byggingu hús- anna. Að sögn Ólafs Arnar Ólafssonar bæjarstjóra í Grindavík er áhugi á hverfinu mikill. „Við höfum fundið fyrir áhuga fólks á þessu hverfi og nú þegar hefur hluta lóðanna verið úthlutað, en þó er eitt- hvað eftir af lóðum.“ Á næst- unni er gert ráð fyrir frekari framkvæmdum í Grindavík því verið er að deiliskipuleggja svæði við Víðihlíð þar sem gert er ráð fyrir þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Á þessari mynd má sjá hvernig svæðið lítur út samkvæmt deiliskipulagi. VF KEF 35. tbl. 24 V 27.8.2003 13:43 Page 13

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.