Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2003, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 28.08.2003, Qupperneq 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Framkvæmdir eru hafnarvið byggingu nýs hverfisí Sandgerði sem heitir Lækjamót. Í Lækjamótahverf- inu er gert ráð fyrir um 60 íbúðum sem bæði verða í par- og raðhúsum. Að sögn Reynis Sveinssonar for- manns bæjarráðs Sandgerðisbæj- ar hafa þrjú verktakafyrirtæki nú þegar óskað eftir lóðum í hverf- inu, auk húsnæðissamvinnufé- lagsins Búmanna. Reynir segir að svæðið hafi upp á marga kosti að bjóða. „Þetta verður skemmti- leg byggð og það er stutt í ósnortna náttúruna. Nýja hverfið er ekki langt frá grjótnámu Sand- gerðinga, en unnið hefur verið af krafti að fylla upp námuna af mold og þar er gert ráð fyrir mjög skemmtilegu útivistar- svæði.“ Töluverðar bygginga- framkvæmdir eru í Sandgerði og á þriðjudag verða opnuð tilboð í nýjan miðbæ Sandgerðinga sem Sandgerðisbær hyggst reisa í samvinnu við Búmenn. „Það kemur manni skemmtilega á óvart hve margir einstaklingar eru að byggja hér í Sandgerði, þrátt fyrir barlóminn varðandi kvótann,“ sagði Reynir í samtali við Víkurfréttir. Samband Sveitarfélaga áSuðurnesjum hefurákveðið að ganga til samninga við Landsbankann í Keflavík um 500 milljóna króna fjármögnun til 10 ára vegna framkvæmda við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Þessi fjármögnun var boðin út meðal fjármálafyrirtækja og átti Landsbankinn í Kefla- vík hagstæðasta tilboðið. Hér er um að ræða fjármögnun vegna framkvæmda við nýja 2.800 fermetra viðbyggingu við Fjölbrautaskólann, en auk þess tekur samningurinn til endurbóta á núverandi húsnæði skólans. Heildarkostnaður er áætlaður um 546 milljónir króna og greiðir ríkið 60% eða um 346 milljónir og sveitarfélögin um 200 milljónir. Áætlað er að framkvæmdum við nýbygginguna ljúki í júlí 2004 og taka sveitarfélögin að sér framkvæmdina og fjár- magna hana. Ný viðbygging Fjölbrautaskól- ans mun bæta verulega aðstöðu skólans til að mæta mikilli fjölgunar nemenda sem orðið hefur á síðastliðnum árum. Leitað var eftir tilboðum hjá fjármálafyrirtækjum í fjár- mögnun á þessu verkefni og á grundvelli þeirra var gengið til samninga við Landsbankann. Lækjamót: Nýtt hverfi í Sandgerði Landsbankinn fjármagnar viðbyggingu FS Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum og Jóhanna E. Óskarsson, útibússtjóri Landsbankans handsala samning varðandi fjármögnun viðbyggingar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Á næstu dögum mun unglinga- ráð Keflavíkur í knattspyrnu ganga í hús í Reykjansbæ og bjóða til sölu hátíðarfána bæjarins sem hægt verður að flagga á Ljósanótt sem og við önnur tilefni. Einnig er hægt að hringja og panta fána í síma 861 2050 Ingó og 861 3264 Ægir. Ekkert annað bæjarfélag á land- inu getur státað af fána sem þessum. Íbúar í Reykjanesbæ stöndum saman og prýðum bæinn okkar. Hátíðarfáni Reykjanesbæjar VF KEF 35. tbl. 24 V 27.8.2003 14:03 Page 18

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.