Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2003, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 09.10.2003, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Ertu sjálfsöruggur ung-lingur eða óöruggur semlætur stjórnast af öðr- um? Hefurðu orðið fyrir ein- elti? Viltu taka málin í þínar hendur og læra að breyta stöðu þinni til hins betra? Allir unglingar, strákar og stelp- ur, á Suðurnesjum eiga nú kost á námskeiði frá Foreldrahúsi í Reykjavík sem fram fer í Púlsin- um í Sandgerði helgina 18.-19. október. Námskeiðinu er ætlað að efla sjálfstraust og félagslega færni unglinga.Gerð eru tilfinninga- verkefni og þátttakendum er kennt að skilgreina eigin tilfinn- ingar en þekking á eigin tilfinn- ingum og líðan getur hjálpað til við að öðlast betra líf. Verkefni á námskeiðinu eru margvísleg, fengist er við myndlist, tónlist, leikræna tjáningu, sjálfstæða list- sköpun og orðlist. Þrautþjálfaðir menntaðir leiðbeinendur frá For- eldrahúsi stýra námskeiðinu. Leiðbeinendur munu sameina hæfni unglinganna á sviði list- rænnar sköpunar og mannlegra samskipta, þeir aðstoða þá við að beita ímyndunarafli sínu og sköpunargáfu til að ná félagslegri og tilfinningalegri kjölfestu. Að lifa sáttur og án vímugjafa er mikilvægur þáttur. Kennt er að setja mörk t.d. gagnvart vinum sínum og öðrum áreitum frá samfélaginu. Þeim er kennt að standa með sér og efla jákvætt sjálfstal. Skráning og nánari upp- lýsingar í Púlsinum í síma 848 5366. Nafn: Sigríður Inga Eysteins- dóttir. Aldur: 14. Uppáhaldstala: 4. Stjörnumerki: Steingeit. Hver eru þín helstu áhuga- mál? Tónlist, vinir, ferðalög og útivera. Uppáhaldshljómsveit? Engin eins og er. Hverjar eru uppáhalds vef- síðurnar þínar? Batman og tilveran. Hvaða geisladisk keyptirðu síðast? Man það ekki. Hvað ætlarðu að verða? Fatahönnuður. Hvað myndirðu kaupa ef þú ættir að eyða þúsundkalli? Inneign. Hvaða bækur ertu að lesa núna? Vér unglingar. Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug, þegar þú vakn- ar á morgnana? Halda áfram að sofa. Hvað er það allra skemmti- legasta sem þú gerir? Vera í tölvunni. Hvað fer mest í taugarnar á þér, og hvers vegna? Litli bróðir minn, hann er al- veg rosalega pirrandi. Ef þú værir menntamálaráð- herra í einn dag, hverju myndir þú breyta? Láta skólann byrja seint og enda snemma. Hvað er með öllu ónauðsyn- legt í lífi þínu? Gemsinn. Gætir þú lifað án síma, sjón- varps, og tölvu? NEI. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur gert? Get ekki sagt það, það er svo vandræða- legt. Lífsmottó? Ekki flýta þér of mikið. Hvað kemur upp í huga þér þegar þú heyrir: Kellogg´s: OJ vondur morgun- matur. Ford: Bíll. Ufsi: Ógeðslegur fiskur. Sinalco: Eitthvað gos. Súkkulaðikúlur: Nammi. Voffi: Tinna, hundurinn hennar systur minnar. Elísabet Magnúsdóttir ritari bæj- arstjóra eða Lísa eins og hún er jafnan kölluð segist ekki vera mikil kvikmyndaáhugamann- eskja. Síðasta myndin sem hún og fjölskylda hennar sáu í bíó var kvikmyndin Terminator 3 þar sem nýkjörinn ríkisstjóri Kali- forníufylkis leikur aðalhlutverk- ið. Hvað kvikmynd sástu síðast í bíó? Terminator 3 :( Hver er uppáhaldskvikmyndin sem þú hefur séð? Ekki spurning - Bridget Jones´s Diary. Hver finnst þér vera besti leik- ari/leikkona sem nú er á lífi? Edward Norton er rosalega góð- ur. Hvað ferðu oft í bíó á mánuði? hmmmm, svona u.þ.b. 0,33 sinn- um. Hvaða spólu leigðirðu þér síð- ast? Eftir mikla upprifjun með fjöl- skyldunni kom í ljós að það var Signs. Er einhver kvikmynd sem þú átt eftir að sjá, en langar mikið til? Já, Nói albínói. Hvern skorarðu á að svara þessum spurningum í næsta blaði? Ég ætla að skora á Jón Marinó, Frístundakall með meiru! Guðjón Þ. Kristjánsson skóla- stjóri Grunnskólans í Sandgerði er mikill bókaormur og er uppá- haldsbókin hans Höfundur Ís- lands eftir Hallgrím Helgason. Ertu mikill bókaormur? Ég hef gaman af lestri. Hvaða bækur ertu með á nátt- borðinu núna? Á Jakobsvegi - e. Jón Björnsson. Hvað bók lastu síðast? Mýrina - e. Arnald Indriðason. Hver er þín uppáhaldsbók? Höfundur Íslands - e. Hallgrím Helgason. Eru einhverjar bækur sem þú ætlar þér að lesa á næstunni? Ekkert ákveðið enn. Hvaða bókaorm skorarðu á næst? Huldu Björk Þorkelsdóttur, forstöðumann Bókasafns Reykjanes- bæjar. (Forvitnilegt að heyra frá atvinnufólki). Bridget Jones´s Diary í uppáhaldi ritarans Höfundur Íslands í uppáhaldiSpólan í tækinu Bókaormurinn Unglingur vikunnar Umsjón: Jóhannes Kr. Kristjánsson • johannes@vf.is SPÓLAN Í TÆKINU OG BÓKAORMUR VIKUNNAR Hjólabretta- aðstaðan opin til 1. desember H jólabrettaaðstaða ígömlu fiskiðjunni verð-ur opin áfram fram til 1. desember, að sögn Stefáns Bjarkasonar forstöðumanns menningar-, íþrótta- og tóm- stundasviðs Reykjanesbæjar. Opið verður mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga frá kl. 14:00 til 18:00. Ráðinn hefur verið starfsmaður í hlutastarf til að hafa eftirlit með aðstöðunni. Eigendur hússins lána það án endurgjalds en óvíst er um fram- hald þar sem stefnt er að því að rífa húsið. ➤ P Ú L S I N N Í S A N D G E R Ð I ➤ N Ý N E M A R Í F J Ö L B R A U T Sjálfstyrking unglinga Miðvikudaginn 10. september voru nýnemar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja vígðir inn í skólasamfélagið á hefðbundinn hátt og var líf og fjör í og við skólann. Eins og áður voru það tilvonandi útskriftarnemar sem sáu um vígsluna og fórst þeim það vel úr hendi. Um morguninn var byrjað að láta nýnemana leika ýmsar kúnstir á göngum skólans, en þeir þurftu einnig að framfylgja reglum varðandi framkomu við eldri nemendur. Hópurinn fór síðan á sal þar sem nýnemarnir skemmtu öðrum með dansi, söng og léttum fimleikaæfingum. Eftir æfingar í salnum var gengið fylk- tu liði niður á höfn þar sem vígsla nýnemanna fór fram en þar þurftu þeir að heyja ýmsar þrautir, s.s. að kyssa hinn hefðbundna svínshaus. Það er óhætt að segja að mikið hafi gengið á, en allt fór vel fram. Eftir ævintýri á höfninni var nýnemum boð- ið upp á grillaðar pylsur við skólann, sem starfsfólk mötuneytisins sá um að grilla með dyggri aðstoð kennara. Svínshaus og ævintýri á höfninni -vígsla nýnema við Fjölbrautaskóla Suðurnesja VF -lj ós m yn d/ Jó ha nn es K r. Kr ist já ns so n VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 11:21 Page 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.