Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2003, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 09.10.2003, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR I 41. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 9. OKTÓBER 2003 I 27 M eistaralið Keflavíkur í körfubolta tekur á móti Hamar íKeflavík á föstudaginn í fyrsta leik liðsins í Intersportdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Eftir leikinn verður áhorfendum boðið upp á köku þar sem haldið verður upp á þrefaldan áfanga. Sigurður Ingimundarson þjálfari liðsins til 7 ára verður formlega kvaddur, Guðjón Skúlason leggur skóna formlega á hilluna og Falur Harð- arsson fagnar 500 leik sínum með Keflavík. Falur lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Keflavíkur í úrvalsdeild árið 1986, þá 18 ára að aldri og er þetta 13. leikár hans með félaginu. Guðjón Skúlason/Falur Harðarson, þjálfarar Keflavíkur Veturinn leggst vel í okkur. Erum spenntir að sjá hvernig okkar lið spjarar sig. Það hafa verið breytingar í mannskap liðsins og það verður spennandi að sjá hvort þetta verði erfiðara í ár en það hefur verið. Við erum tvöfaldir meistarar frá því í fyrra og það koma allir til með að vilja vinna okkur. Það er engin spurning að það verður hart sótt að Keflavík í vetur, en það er ekkert nýtt. Evrópukeppnin kemur síðan inn fjölbreytni og auknar kröfur á bæði þjálfara og leikmenn. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur Veturinn leggst vel í mig. Athyglisvert og skemmtilegt mót þar sem ómögulegt verður að spá um endanleg úrslit, þar sem miklar breyting- ar hafa orðið á liðunum. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkur Þetta leggst vel í mig, en við erum töluvert breytt lið frá í fyrra. Þetta verður náttúrulega hörkubarátta. Við erum með marga unga stráka í bland við eldri og reynslumeiri og við erum sáttir með ameríkanann sem við fengum og Brenton fer fljótlega að birtast á gólfinu þannig að ég held að við séum til alls líklegir. Kvennalið Keflavíkur tekur á móti kvennaliði Grindavíkur í 1. deild kvenna í körfunni í kvöld. Leikurinn fer fram klukkan 19:15 í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Það verður sannkallaður ná- grannaslagur í kvennakörfunni í kvöld. Hvað segja þeir í upphafi Intersport deildarinnar? -þrír þjálfarar Keflavíkur koma við sögu Grindavík tekur á móti Njarðvík á morgun Deildarmeistarar Grindavík- ur taka á móti Njarðvíking- um í Intersport deildinni annað kvöld í Grindavík. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í íþróttahúsinu Grindavík. Þreföld gleði hjá Keflavík á föstudag SUÐURNESJASLAGUR HJÁ STELPUNUM Í KVÖLD Keflavík meistarar meistaranna Keflavíkurstelpur unnu Stúdínur 62:52 í Keflavík á sunnudagskvöld í leik Íslands- og bikarmeistara og eru Keflavíkurstúlkur meistarar meistaranna. Leikurinn var hörkuspennandi, en Erla Reynisdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 16 stig en Guðríður Bjarnadóttir og Jó- fríður Halldórsdóttir hjá ÍS voru með 10 stig hvor. Leikurinn var til fjáröflunar félagsins Einstök börn. VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 14:03 Page 27

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.