Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2003, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 09.10.2003, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I 41. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 9. OKTÓBER 2003 I 23 ➤ F R É T T I R Ú R G A R Ð I N U M Undirbúningur fyrir afmælishátíð í Garði á fullu Undirbúningur vegna væntanlegrar sýningar í Íþróttamiðstöðinni í Garði helgina 17. til 19.október er nú á fullu. Á sýningunni verður starfsemi þeirra fyrirtækja sem eru í Garði kynnt fyrir gestum, auk þess sem varningur verður boðinn til sölu. Sýningin er haldin í tilefni af 10 ára afmæli íþróttamiðstöðvarinnar í Garði og 95 ára afmæli byggðarlagsins. Eins og fram hefur komið er áhugi mikill meðal heimamanna að sýning þessi geti tekist sem best. Nú er unnið að því að útbúa dagskrá fyrir afmælishátíðina. Víkurfréttir með afmælisblað Gerðahrepps Í tengslum við afmæli Gerðahrepps og Íþróttamiðstöðvarinnar í Garði hefur Gerðahreppur samið við Víkurfréttir um útgáfu á sérstöku af- mælis- og sýningarblaði. Blaðið mun fjalla ítarlega um afmælishátíð- ina og einnig verður mannlífinu í Garði gerð góð skil í blaðinu, sem hlotið hefur nafnið Garðurinn - byggða bestur! Dansleikur í Samkomuhúsinu Í tengslum við afmælissýninguna 17.til 19. október í Íþróttahúsinu mun Unglingaráð Víðis standa fyrir dansleik í Samkomuhúsinu laug- ardaginn 18.október. Dansleikurinn verður frá kl.23:00 til 03:00. Stór- sveit Siggu Beinteins og Bjarna Ara leikur fyrir dansi. Aldurstakmark er 20 ár og verð aðgöngumiða verður kr. 1.500. Forsala miða verður í bás Unglingaráðs Víðis á sýningunni í Íþróttahúsinu. Hnefaleikakeppni fer fram í íþróttamiðstöðinni í Garð-inum nk. laugardag í tilefni 10 ára afmælist miðstöðv-arinnar. Fimm bardagar verða háðir og hefst keppnin klukkan 20:00. Aðalbardagi kvöldsins veðrur á milli Bjarka Bragasonar sem kosinn var boxari kvöldsins á boxkeppninni á Ljósanótt og Þorkels Óskarssonar eða Kela eins og hann er jafnan kallaður. Þorkell er að heyja sinn fyrsta bardaga. Tómas Guðmundsson úr Grindavík mun einnig taka þátt í keppninni við boxara úr Reykjavík og Vikar Karl Sigurjóns- son mun einnig taka á móti boxara úr Reykjavík. Guðjón Vil- helm hjá BAG segist eiga vona á skemmtilegu og spennandi kvöldi. BOXAÐ í Garðinum VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 12:13 Page 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.