Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2003, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 09.10.2003, Blaðsíða 2
stuttar F R É T T I R 2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ Á V E T T V A N G I L Í Ð A N D I S T U N D A R ➤ H É R A Ð S D Ó M U R R E Y K J A N E S S Rúmlega þrítugur karlmaður var ídag dæmdur í Héraðsdómi Reykja-ness í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu í Sandgerði í janúar á þessu ári. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 600 þúsund krónur í miskabætur, auk málsvarnarlauna og þóknunar til réttargæslumanns að upphæð 600 þúsund krónum. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi ásamt öðrum manni ekið konunni heim af skemmtistaðnum Casino í Keflavík til Sand- gerðis. Þegar þangað var komið óskaði mað- urinn eftir að fá að fara á salerni hjá konunni. Þegar maðurinn kom af salerninu segir konan að hann hafi þröngvað sér til samræðis með valdi og komið fram vilja sínum. Í dómnum kemur fram að konan hafi lamast af hræðslu og ekki getað hreyft sig meðan maðurinn kom fram vilja sínum. Þegar maðurinn var farinn hringdi konan í vinkonur sínar sem komu henni til skoðunar á neyðarmóttöku nauðgunar á Landsspítala - Háskólasjúkra- húsi. Framburður konunnar þótti trúverðugur fyrir héraðsdómi, en framburður mannsins þótti ótrúverðugur. Segir í dómnum að háttsemi mannsins beri fullkomið virðingarleysi gagn- vart kynfrelsi konunnar og að hún hafi orðið fyrir alvarlegu andlegu og tilfinningalegu áfalli, sem komi til með að há henni um ókomna framtíð. Einnig kemur fram í dómn- um að konan hafi ekki þekkt manninn neitt og að hún hafi ekki gefið honum neitt tilefni til að ætla að hún vildi hafa við hann kynmök og að hún hafi beðið hann um að hætta, en hann þá neytt aflsmunar og þröngvað hana til kynmaka. Segir í dómnum að maðurinn eigi sér engar málsbætur. Dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi Maður á þrítugsaldrivar í HéraðsdómiReykjaness dæmd- ur í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi til tvegg- ja ára fyrir að hafa slegið mann í andlitið með bjór- glasi í veitingahúsinu Stap- anum í desember á síðasta ári. Maðurinn sem sleginn var marðist og bólgnaði á hægra kinnbeini, hlaut fjölda smá- skurða á vinstri kinn og langan skurð frá hægra kinnbeini og fram með kjálka. Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa slegið manninn, en sökum ofneyslu áfengis kvaðst ákærði ekki muna eftir verknaðinum. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin 100 þúsund króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Dóminn kvað upp Jónas Jóhannsson héraðs- dómari. Kynning á smíði og samsetningu flugmótela F lugmódelfélag Suður-nesja mun standa fyr-ir kynningu á smíði og samsetningu flugmódela sunnudaginn 12. október nk. kl. 19:30. Kynningin fer fram í Kjarna (aðstöðu Reykjanesbæjar á 2. hæð) Kynntur verður flughermir og myndbönd tengd módelflugi verða sýnd. Kynning þessi er styrkt af (MÍT) menningar, íþrótta og tómstundaráði Reykjanesbæjar. Áhugasamir eru hvattir til að mæta . Allir velkomnir Stjórn Flugmódelfélags Suðurnesja Félagsfundur verðurhaldinn mánudaginn13. október kl.20 í Sjálfstæðishúsinu í Njarð- vík. Félagskonur eru hvattar til að mæta hressar og kátar eftir sumarfrí. Einnig eru aðrar konur hvattar til að mæta og kynna sér starfið hjá kvenfélaginu Njarðvík. Stjórnin. Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun í Sandgerði Kvenfélagið Njarðvík Félagsfundur Fyrsta vetnisknúna fiski-skip veraldar munhugsanlega koma frá Grindavík, en fyrirtækið Þor- björn Fiskanes tekur þátt í verkefni á vegum Nýorku sem miðar að vetnisvæðingu fiski- skipaflotans. Tilkynnt var um verkefnið á laugardag þegar tveir vetnisknúnir strætis- vagnar voru teknir í notkun í Reykjavík, en vagnarnir eru hluti af vetnisverkefni sem meðal annars er á vegum Evr- ópusambandsins. Hjálmar Árnason alþingismaður var heiðraður sérstaklega við þetta tilefni þar sem hann hef- ur verið einn helsti frumkvöð- ull þessa verkefnis. Það er fyr- irtækið Nýorka sem heldur utan um verkefnið hér á landi, en fyrirtækið er í eigu Daim- ler Chrysler, Shell, Norsk Hydro og íslenskra fyrirtækja og stofnana. Framkvæmda- stjóri Nýorku er Jón Björn Skúlason sem eitt sinn starf- aði á vegum Markaðs- og at- vinnuskrifstofu Reykjanes- bæjar. Fjölmörg erlend og íslensk fyr- irtæki taka þátt í verkefninu um vetnisvæðingu fiskiskipaflotans. Að sögn Hjálmars Árnasonar er ætlunin að 100 tonna fiskiskip verði vetnisknúið og segir Hjálmar að það sé vel hugsan- legt að fyrsta vetnisknúna fiski- skip veraldar kæmi frá Grinda- vík. „Þorbjörn Fiskanes hefur haft mikinn áhuga á því að taka þátt í þessu verkefni. Með vetni- svæðingu fiskiskipaflotans er tilgangurinn að minnka um- hverfismengun og ekki síður hávaðamengun, því með vetnis- vél hættir titringur frá vélinni og hávaði hverfur. Mér finnst þetta verkefni verulega spennandi og skemmtilegt að það skuli tengj- ast Suðurnesjum með svo marg- víslegum hætti sem raun ber vitni,” sagði Hjálmar í samtali við Víkurfréttir. Þorbjörn Fiskanes þátttakandi í verkefni tengdu vetnisvæðingu fiskiskipaflotans: Fyrsta vetnisknúna fiski- skip veraldar úr Grindavík? VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 13:16 Page 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.