Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2003, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 09.10.2003, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Það voru margir semlögðu leið sína í Fjöl-brautaskóla Suðurnesja á laugardag, en þar fór fram kynning á starfsemi skólans á opnum degi. Gestir gátu litið við í hefðbundnum kennslu- stundum og kynnt sér náms- efni. Það var eitthvað um að vera í öllum stofum og sagði Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari í samtali við Vík- urfréttir að mikið fjölmenni hefði komið við í skólanum. Boðið var upp á tónlist á sal skólans og meðal annars leit þar við 50 manna kór og tók nokkur lög. Undanfarin misseri hefuratvinnuástand í málm-iðnaði á Suðurnesjum verið slæmt og farið versnandi. Þegar þannig árar hverfa mörg fyrirtæki af markaði en önnur draga saman seglin. Undanfarið hafa fjölmörg fyrir- tæki í málmiðnaði á Suðurnesj- um gripið til fækkunar málmiðn- aðarmanna. Traust og öflug fyrir- tæki, með áratuga reynslu, hafa gripið til uppsagna. Sem dæmi má nefna að undanfarna mánuði hafa Íslenskir aðalverktakar h/f gripið til þeirra ráðstafana að segja stórum hluta málmiðnaðar- manna sinna upp störfum á járnaverkstæði sínu á Keflavíkur- flugvelli. Járnaverkstæði ÍAV á Keflavíkurflugvelli hefur um ára- bil verið eitt öflugasta járnaverk- stæði landsins og því eru tíðindin um fjöldauppsagnir þar mikill skellur fyrir atvinnulífið á Suður- nesjum. Fyrir u.þ.b. einu ári störfuðu þar fast að 20 málmiðn- aðarmenn en eftir að uppsagnir þar taka gildi verða einungis eftir 5 starfsmenn og sér hver maður að með því er dregið verulega úr þeim miklu möguleikum sem verkstæðið hefur til að taka að sér stór og flókin verkefni sem hingað til hefur verið sérstaða þess. Flestir af þeim málmiðnaðar- mönnum sem sagt hefur verið upp störfum undanfarið eru með gríðarlega yfirgripsmikla starfs- reynslu og langan starfsaldur í málmiðnaði. Eins og fram hefur komið er at- vinnuástand í málmiðnaði á Suð- urnesjum ekki gott og ekki mikl- ar líkur á að þeir málmiðnaðar- menn sem hafa verið að láta af störfum eða munu láta af störfum á næstunni, fái starf við sitt hæfi hér á Suðurnesjum. Brottflutn- ingur þaulreyndra og sérhæfðra málmiðnaðarmanna af Suður- nesjum, vegna bágs atvinnuá- stands, er nokkuð sem hafa verð- ur verulegar áhyggjur af og mun, ef af verður, hafa veruleg áhrif á samfélagið á Suðurnesjum. Nauðsynlegt er að stjórnvöld á Suðurnesjum haldi vöku sinni gagnvart atvinnumálum á svæð- inu. Suðurnesin mega alls ekki við að missa þann fjölda hæfra málmiðnaðarmanna burt af svæðinu sem fyrirsjáanlegt er að hverfi ef ekkert verður að gert, því með því tapast dýrmæt þekk- ing sem erfitt verður að byggja upp að nýju. Sigfús Rúnar Eysteinsson formaður Iðnsveinafélags Suðurnesja ➤ I Ð N S V E I N A F É L A G S U Ð U R N E S J A ➤ F J Ö L B R A U TA S K Ó L I S U Ð U R N E S J A Slæmt atvinnuástand í málmiðnaði á Suðurnesjum Fjölmenni á opnum degi í FS Fimmtíu manna kór tók lagið. VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 12:09 Page 20

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.