Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2003, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 09.10.2003, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR I 41. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 9. OKTÓBER 2003 I 25 og veitti mikla mótspyrnu. Lög- reglumenn þurftu að halda Ágústi inn í klefanum þar til hann róaðist,” segir orðrétt í skýrslunni og tekið er fram að hann hafi hlotið “einhver sár á handleggjum eftir handjárnin vegna þess að hann reyndi stöðugt að toga járnin í sundur og komast úr þeim.” Man fyrst eftir sér í fangaklefanum Ágúst segist fyrst muna eftir sér í fangaklefanum eftir handtökuna. „Það stóðu lögreglumenn í kring- um mig og voru að skoða augun á mér og spurðu mig hvort þeir mættu leita á mér sem ég svaraði játandi. Lögreglumaðurinn byrjar að þukla á vösunum á buxunum mínum. Síðan slokknar aftur á mér og það næsta sem ég man er að það eru rosaleg læti inn í fangaklefanum og það var búið að keyra mig niður í beddann sem er í klefanum. Ég lá í svita- polli á maganum og handjárnað- ur aftur fyrir bak. Ég lá á bekkn- um og lögreglumennirnir keyrðu hnén í bakið á mér,” segir Ágúst og bætir því við að honum hafi liðið eins og hann hafi verið að kafna. „Ég var grátandi, allur í slefi, svita og tárum og mér leið eins og ég væri að kafna. Ég grátbað þá um að hætta og sagði að ég yrði góður. Ég sá lögreglu- menn í kringum mig á meðan ég var keyrður niður og síðan slokknar aftur á mér. Það næsta sem ég man er að það er öskrað að foreldrar séu komnir. Síðan man ég eftir mér í bílnum á leið- inni heim með mömmu.” Biðu í 20 mínútur á lögreglustöðinni Hafdís móðir Ágústar segir að vinkona sín hafi komið heim til þeirra og sagt henni frá slysinu. Þegar Hafdís var á leið út um dyrnar segir hún að annað vitnið á vettvangi hafi komið og sagt henni frá því sem gerðist. Hún hafi þá farið beint niður á stöð og þegar þangað kom hafi Ingólfur Jónsson sambýlismaður hennar verið kominn þangað. Þau segj- ast ítrekað hafa sagt við lögreglu- mann sem ræddi við þau að Ágúst væri flogaveikur og að þau krefðust þess að fá að fara til hans, en þau segjast hafa heyrt hróp og vein frá Ágústi úr fanga- klefanum. „Lögreglumaðurinn sem var á staðnum sagði að við mættum ekki fara til Ágústar, en við töldum sem foreldrar hans að við mættum fara til hans og reyna að róa hann niður og hjálpa honum. Lögreglumaðurinn sagði okkur að bíða,” segir Ingólfur og telur að þau hafi beðið hátt í 20 mínútur á lögreglustöðinni áður en þau hafi fengið að hitta Ágúst. Hafdís segir að þau hafi strax lát- ið vita að Ágúst væri flogaveikur og að þau þyrftu að komast til hans. “Það var ekkert hlustað á mig þannig að ég ákvað að hringja niður á heilsugæslu þar sem ég fékk samband við yfir- lækni. Um leið og lögreglumað- urinn heyrði að ég væri kominn með lækni í símann þá hvarf hann á bakvið. Læknirinn vildi fá að ræða við lögregluna, en ég marghringdi bjöllunni og kallaði en mér var ekki svarað. Stuttu síðar komu lögreglumennirnir fram og sögðu okkur að við mættum koma,” segir Hafdís og þegar þau komu inn var búið að sleppa Ágústi. “Þeir voru búnir að hleypa honum á klósettið og þar var hann búinn að kasta mik- ið upp. Þegar ég sá hann var hann rennandi blautur af svita og ég fékk að fara með hann heim þar sem ég kom honum í rúmið,” segir Hafdís. Í lögregluskýrslunni kemur fram að lögreglumaður hafi rætt við Hafdísi þegar hún kom á lög- reglustöðina og útskýrt fyrir henni að Ágúst hafi verið mjög æstur og “því hefði þurft að grípa til þeirra aðgerða sem gert var.” Í lögregluskýrslunni segir síðan orðrétt: „Ágúst fór síðan heim með móður sinni en ekki var hægt að ræða við Ágúst sökum veikinda hans.” Fjölskyldan ósátt Það sem Hafdís og Ingólfur gagnrýna helst í vinnubrögðum lögreglunnar er harðræði við handtöku Ágústar. Þau segja að vitnin í málinu hafi sagt þeim að lögreglumenn á vettvangi hafi verið látnir vita af flogaveiki Ágústar. „Það skipti greinilega engu máli og það sem við erum líka gríðarlega ósátt við er að honum hafi verið hent í fanga- klefa í stað þess að fara með hann á heilsugæsluna. Lögreglan vissi að hann væri flogaveikur,” segja þau. Fjölskylda Ágústar segist hafa fundið fyrir kjaftasögum um að Ágúst hafi verið undir áhrifum eiturlyfja þegar áreksturinn átti sér stað. Ágúst segir að hann hafi vissulega komist í kast við lögin í gegnum árin, en að hann hafi ekki verið undir áhrifum eitur- lyfja. “Ég hef lent í slagsmálum þegar ég hef verið fullur og ég viðurkenni það. Lögreglan hefur haft afskipti af mér nokkrum sinnum, en ég er nokkurn veginn hættur að drekka enda veit ég að ég má ekki drekka með lyfjunum sem ég tek inn vegna flogaveik- innar,” segir Ágúst. Hafdís móðir hans segir að þó Ágúst eigi sér einhverja fortíð gagnvart lögregl- unni þá eigi ekki að koma fram við einstaklinga á þann hátt sem gert var, sérstaklega ekki þar sem vitneskja var til staðar um að Ágúst væri flogaveikur. “Ágúst er enginn engill. Hann hefur mikið skap og hann hefur lent í lögreglunni. Hann er ekki glæpa- maður. En drottinn minn dýri, svona á ekki að fara með veika einstaklinga.” Hörð gagnrýni á störf lögreglunnar Þau segja ástæðuna fyrir því að þau hafi nú ákveðið að skrifa rík- issaksóknara bréf þar sem þau krefjast rannsóknar á málinu, sé fólgin í því að þau vilji ekki að svona endurtaki sig. “Lögreglan á ekki að koma svona fram við veika einstaklinga. Ágúst er svo sannarlega ekki sá eini sem er flogaveikur á Íslandi. Hann hefði getað dáið í fangaklefanum vegna meðferðar lögreglumann- anna á honum,” segir Hafdís og þau eru ósátt við margt í vinnu- brögðum lögreglunnar í þessu máli. “Við erum ósátt við það hvernig lögreglumennirnir tóku á málum á vettvangi þar sem hann var handtekinn með valdi þótt þeir vissu að hann væri floga- veikur. Við erum ósátt við það að hann hafi verið fluttur í fanga- klefa í stað heilsugæslunnar. Við erum ósátt við framkomu lög- reglumanna þegar við fengum ekki að ræða við Ágúst á stöð- inni og við erum gríðarlega ósátt við það hvernig farið var með Ágúst í fangaklefanum. Við von- uðumst eftir því að Lögreglan í Keflavík myndi hafa samband við okkur og biðja okkur afsök- unar, en við höfum ekkert heyrt. Við erum einnig ósátt við það og þess vegna óskum við eftir þess- ari rannsókn.” Ágúst segist mjög ósáttur við vinnubrögð lögreglunnar í máli hans. “Ég bara skil ekki hvernig þessir lögreglumenn sem héldu mér og trömpuðu á mér í klefan- um hafi getað tekið þátt í þessu. Það á enginn maður skilið þá meðferð sem ég fékk.” Víkurfréttir höfðu samband við Lögregluna í Keflavík sem vildi ekki tjá sig um málið. Úr bókinni Heimilislæknirinn: Flogaveiki hin meiri „Einkennandi fyrir floga- veiki hina meiri eru köst, þar sem meðvitundarlaus sjúklingurinn fellur niður, líkaminn allur stífnar upp og rykkist síðan stjórnlaust til. Svona krampar geta staðið í fáeinar mínútur og á eftir fylgir venjulega djúp- ur svefn eða ruglástand. Í kastinu getur sjúklingurinn jafnvel misst stjórn á þvag- blöðrunni og kastað vatni.” Bls. 292. „Hafðu bara í huga, að hversu virkur sem sjúkling- urinn kann að virðast, þá gerir hann sér raunverulega enga grein fyrir hvað er að gerast og það þarf að beina honum varlega frá hættu- legum stöðum, en ekki að skamma hann eða rökræða við hann.” Bls. 294. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Frá vettvangi slyssins á Njarðarbraut á dögunum. Þarna er Ágúst kominn aftur inn í bílinn og sjúkra- flutningsmaður og lögregla huga að honum. VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 12:30 Page 25

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.