Víkurfréttir - 13.11.2003, Page 1
40% MEIRAMAGN 10Gljástig
3.990
BYGGIR MEÐ ÞÉR
Sadolin, gljástig 10, ljósir
litir, 7 lítrar á verði 5 lítra.
40% meira magn.
Málning
Vnr.89010170-270
S T Æ R S T A V I K U L E G A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
Aðsetur: Grundarvegi 23 • 2. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími: 421 0000 • www.vf.is • Fréttavakt: 898 2222
Inn á öll heimili á Suðurnesjum í hverri viku. Öflugasti auglýsingamiðill Suðurnesja.
46. tölublað • 24.
árgangur
Fimmtudagurinn 6
. nóvember 2003
Garðmenn
stórhuga í upp-
byggingu
öldrunarmála
- Sjá frétt og myndir á
bls. 4 í blaðinu í dag.
Varnarliðið vildi bjóða þeim90 starfsmönnum sem sagtvar upp störfum á dögun-
um að hætta strax og að þeim
yrði greidd laun út uppsagnar-
tímann, allt að þremur mánuð-
um. Boð um þetta kom beint frá
æðstu yfirmönnum Varnarliðs-
ins, m.a. Aðmíráli og Kafteini.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum Víkurfrétta afþakkaði
starfsmannastjóri Varnarliðsins
boðið og sagði að slíkt tíðkaðist
ekki á Íslandi og væri ekki sam-
kvæmt íslenskum venjum.
Starfsmannastjórinn er ráðgjafi
Varnarliðsins og var farið eftir
hans tilmælum.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta
hefur nokkur fjöldi þeirra starfs-
manna sem sagt var upp störfum
útvegað sér læknisvottorð til að
geta hætt störfum, en fengið laun
greidd út uppsagnarfrestinn. Heim-
ildarmenn blaðsins segja að mjög
slæmt andrúmsloft sé meðal starfs-
manna innan Varnarliðsins þar sem
erfitt sé fyrir þá sem sagt var upp
störfum að sinna vinnu sinni.
„Margir þeirra sem sagt var upp
störfum hanga í vinnunni og eru
ekki til neins gagns. Þeir vilja kom-
ast burt,” sagði heimildarmaður
blaðsins
Kristján Gunnarsson formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og nágrennis sagði í
samtali við Víkurfréttir að hann
hefði ekki heyrt um að æðstu yfir-
menn Varnarliðsins hafi boðið að
þeim sem sagt var upp hættu strax.
Kristján sagðist hinsvegar hafa
spurt starfsmannastjóra Varnarliðs-
ins að því, í aðdraganda þess þegar
90 starfsmönnum var sagt upp,
hvort starfsmennirnir fengju að
hætta strax. „Svör starfsmanna-
stjórans voru afdráttarlaus. Hann
sagði að allir starfsmennirnir þyrftu
að vinna út uppsagnarfrestinn,”
sagði Kristján.
Æ Ð S T U Y F I R M E N N V A R N A R L I Ð S I N S :
Vildu starfslok strax og
greiða uppsagnarfrestinn
VF 46. tbl. 2003 #4 12.11.2003 15:55 Page 1