Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2003, Side 4

Víkurfréttir - 13.11.2003, Side 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! SPURT&SVARAÐ Gerðahreppur afhenti umhelgina sex nýjar íbúðiraf tíu sem sérstaklega hafa verið byggðar fyrir aldr- aða í Garðinum. Það er Húsa- gerðin ehf. sem byggði íbúðirn- ar en þær standa við Melteig í Garði, sem er framtíðarupp- byggingarsvæði í málefnum aldraðra vestan við Garðvang í Garði. Samhliða afhendingu íbúðanna var kynnt ný fram- tíðarsýn sem gerir ráð fyrir stórfelldri uppbygginu á svæð- inu við Garðvang í Garði. Það eru VA arkitektar sem unnið hafa framtíðarsýnina fyrir sveitarstjórnina í Garði. Sig- urður Ingvarsson, formaður bygginganefndar íbúða aldr- aðra í Garði, sagði við þetta tækifæri að uppbygging öldr- unarmála væri í raun sú stór- iðja sem Garðmenn ættu að fara í. Allt að 70 nýjar íbúðir fyrir aldraða Það kom skýrt fram við afhend- ingu íbúðanna um sl. helgi að hreppsnefnd Gerðahrepps vill sjá frekari uppbyggingu á svæðinu vestan við Garð og með það að leiðarljósi hefur sveitarstjórn lát- ið vinna skipulag að framtíðar- uppbyggingu svæðisins vestan Garðvangs Það var Sigríður Sig- þórsdóttir arkitekt sem kynnti hugmyndirnar fyrir gestum í Garðinum um helgina. Framtíð- arsýnin gerir ráð fyrir töluverðri stækkun hjúkrunarheimilisins, fjölbreyttu þjónusturými og um 70 íbúðum annað hvort í sérbýl- um eða þjónustuíbúðum í tveggja og þriggja hæða húsum á svæð- inu. Stoltur af þessu verkefni Ingimundur Þ. Guðnason, odd- viti Gerðahrepps, sagðist við af- hendingu íbúðanna vera stoltur af því að fá að taka þátt í því að af- henda fyrstu íbúðirnar sem sér- staklega eru ætlaðar öldruðum í Garði. Þá sagði Ingimundur að stórt skref hafi verið stigið í þágu aldraðra og hann sagði það von sína að þau ættu eftir að vera fleiri. Ríkisvaldið styðji frekari uppbyggingu Ingimundur benti á að ríkisvaldið hafi látið í veðri vaka að sveitar- félögin hafi ekki staðið sig sem skildi í uppbyggingu á ýmis kon- ar þjónustu fyrir aldraða og skor- að á þau að gera betur. „Við sem sitjum í hreppsnefnd Gerða- hrepps teljum að við séum að koma til móts við þau sjónarmið með þeim íbúðum sem nú eru af- hentar og væntum þess af ríkis- valdinu að það styðji okkur í framtíðinni til uppbyggingar svæðisins”, sagði Ingimundur við þetta tækifæri. Bygginganefnd íbúða aldraðra í Garði er skipuð þeim Sigurði Ingvarssyni, Ólafi Kjartanssyni og Arnari Sigurjónssyni. Starfs- maður nefndarinnar er Sigurður Jónsson sveitarstjóri í Garði. ➤ U P P B Y G G I N G Í Ö L D R U N A R M Á L U M Í G A R Ð I Garðmenn stórhuga í öldrunarmálum Tíu nýjar íbúðir aldraðra afhentar í Garðinum: S igurður Jónsson sveitar-stjóri og starfsmaðurbygginganefndar íbúða aldraðra í Garði. - Hefur öllum íbúðunum verið úthlutað? Gerðahreppur hefur afhent sex af tíu íbúðum sem sérstaklega eru byggðar fyrir aldraða og staðsett- ar á svæði vestan Garðvangs. Fjórar íbúðir stærðinni 93 ferm. eru lausar til umsóknar. Allar nánari upplýsingar um verð og leigukjör eru hjá sveitarstjóra. - Kaupir fólk eða leigir íbúð- irnar? Íbúðirnar eru með svokölluðu kaupleiguformi. Fólk borgar að minnsta kosti 10 % útborgun og síðan ákveðna upphæð í leigu á mánuði. Leiguupphæð getur ver- ið svolítið mismunandi og fer það eftir því hvaða rétt viðkom- andi á til vaxtabóta og afsláttar af fasteignagjöldum. Útborgun er greidd til baka með verðbótum ef íbúi fer úr íbúðinni. Verð á minni íbúðunum er tæpar 12 milljónir og verð á stærri íbúðunum er tæpar 14 milljónir. - Nú hafa VA arkitektar teikn- að upp framtíðarskipulag á svæðinu við Garðvang. Hvern- ig sjáið þið fyrir ykkur þróun mála á svæðinu. Hvað sjáið þið fyrir ykkur að uppbygging gæti tekið langan tíma? Við höfum viljað sýna með skipulagsvinnu að hægt er að nýta svæðið í nágrenni við hjúkr- unarheimilið Garðvang til mikill- ar uppbyggingar í þágu aldraðra hér á Suðurnesjum. Við sýnum fram á með skipulaginu að hægt er að byggja upp mjög öfluga þjónustu. Við höfum sótt um að byggja 9 íbúðir til viðbótar. Varð- andi byggingu þjónustukjarna höfum við átt viðræður við eign- araðila Garðvangs þ.e. nágranna- sveitarfélög okkar án þess að nið- urstaða sé komin. Gerðahreppur tekur þátt í sameiginlegri upp- byggingu sveitarfélaganna af fullum þunga og má þar nefna stækkun Fjölbrautaskóla Suður- nesja og nýbyggingu Sorpeyð- ingarstöðvarinnar í Helguvík. - Ætlar Garðurinn að taka for- ystu í öldrunarmálum á Suð- urnesjum? Bestu möguleikar fyrir uppbygg- ingu öldrunarmála eru hér í Garði. Mér finnst því eðlilegt að sveitarfélögin styðji okkur af fullum heilindum í uppbygging- unni. Eins og kunnugt er hefur það verið mjög erfitt að koma þessum málum áfram. Garð- vangur er eigandi að lóðinni og þarf því að veita leyfi til að fram- kvæmdir megi fara fram. Það tók langan tíma að koma því í gegn að þessar 10 íbúðir yrðu byggðar en það hafðist. Ég vil trúa því að okkar ágæta samstarf sveitarfé- laganna verði áfram og það muni sjást í uppbyggingu öldrunar- mála hér í Garði. - Hvernig verður staðið að frekari uppbyggingu öldrunar- mála í Garði? Stefnan er sú að stofna sérstakt félag í kringum íbúðirnar og frekari uppbyggingu á þessu svæði. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um einkarekstur eða slíkt. Við viljum trúa því að við getum náð góðu samstarfi við okkar nágrannasveitarfélög. Samkvæmt nýjustu tölum frá þjónustuhópi aldraðra kemur í ljós að á biðlista eftir þjónustu- húsnæði eru 41. Þetta sýnir svo sannarlega að það er þörf fyrir uppbyggingu á svæðinu. U M U P P B Y G G I N G U Ö L D R U N A R M Á L A Í G A R Ð I N U M Framtíðarsýn Garðmanna á svæðinu við Garðvang. Tölvumynd frá VA arkitektum. Nýir íbúar íbúða aldraðra í Garði. Ingimundur Þ. Guðnason, oddviti Gerðahrepps, veitti lyklunum móttöku frá þeim Áskeli Agnarssyni og Antoni Jónssyni í Húsagerðinni. VF 46. tbl. 2003 12.11.2003 14:51 Page 4

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.