Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2003, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 13.11.2003, Qupperneq 8
ÞAÐ ER STAÐREYND að 105 manns verður sagt upp hjá Varnarliðinu um mánaðarmótin. Hagræðing hjá Varnarliðinu er skýringin! Er herinn að fara á haus- inn? Búast má við enn frekari uppsögnum á næstunni þar sem varnarliðið segir að einungis sé búið að skera nið- ur um 1/3 af því sem á að skera niður. Búast má við því að verktakar missi vinnuna, þar sem búist er við að varn- arliðið segi upp samningum við ÍAV og KV. ÞAÐ ER LJÓST að það þýðir ekkert að ræða við varnarliðið um að draga uppsagnirnar til baka til fram- búðar. Það þarf að finna önnur störf fyrir það fólk sem nú hefur misst vinnuna - og kemur til með að missa vinnuna á næstu mánuðum. En hvað er hægt að gera? Hvað á að gera í svona aðstæðum? Kallinn hefur ekki einhverja einhlíta lausn, en að hans mati þarf að koma fjármagni til ungs fólks með hugmyndir. ÞAÐ HEFUR NEFNILEGA sýnt sig að þegar fjár- magn er lagt til frumkvöðla og sprotafyrirtækja, þá mun það skila sér margfalt til baka. Fyrirtækið Kaffi- tár, sem er nú að byggja glæsilega byggingu við Fitjar er dæmi um slíkt fyrirtæki. Þar kom einn einstaklingur fram með hugmynd og nú er hugmyndin orðin að einu þekktasta fyrirtæki Suðurnesja - og þar er selt besta kaffi landsins. MARGIR FRUMKVÖÐLAR kvarta undan því að aðgangur að fjármagni sé ekki nægjanlegur. Og upp- hæðirnar sem settar eru til frumkvöðla eða sprotafyrir- tækja eru af skornum skammti. Þetta fyrirkomulag gengur ekki - það þarf að gera eitthvað! KALLINN ELUR þá von í brjósti sér að sveitarfélög, ríki og stærstu fyrirtækin á svæðinu komi upp sjóði þar sem meginmarkmiðið verður að styðja við bakið á frumkvöðlum með viðskiptahugmyndir. Þar þarf ein manneskja að vera á launum hjá sjóðnum. Hennar hlutverk verður að sjá um samskipti við frumkvöðl- ana, taka á móti umsóknum og hvetja þá áfram. SJÓÐSSTJÓRN mun sjá um að veita styrki, en um leið eignast sjóðurinn hlut í viðkomandi viðskiptahug- mynd. Þannig verður sjóðurinn beinn þátttakandi í uppbyggingu viðskiptahugmyndar sem síðan verður að fyrirtæki, sem síðan þarf að ráða til sín fólk. KALLINN ER VISS um að viðskiptahugmyndir myndu streyma inn til slíks sjóðs, allt frá hátækni hug- myndum til viðskiptahugmynda í ferðaþjónustu og sjávarútvegi og allt þar á milli. Á Suðurnesjum býr kraftmikið fólk og þessi landshluti er orðinn hluti af höfuðborgarsvæðinu. Kallinn hvetur alla til að huga að stofnun slíks sjóðs. Hjálmar Árnason alþingismaður hefur haft frumkvæði að því að koma með nýjar hug- myndir á svæðið. Hjálmar er kraftmikill maður sem Kallinn hefur mikla trú á. Hann þarf að fá Jón Gunn- arsson þingmann í lið með sér og þeir saman þurfa að leita leiða til að koma slíkum sjóði á laggirnar. OG TENGT ÞESSU! Kallinn fékk bréf frá nemanda í Tækniháskóla Íslands sem sagði að skólinn væri búinn að sprengja utan af sér húsnæðið og væri í leit að nýju. Nú er tækifærið fyrir sveitarfélögin hér á svæðinu og bjóða Tækniháskólanum góða lóð, aðstoð og styrk til að reisa slíka byggingu hér. Suðurnesin eru réttur stað- ur fyrir Tækniháskólann. SUÐURNESIN eru einnig rétti staðurinn fyrir Sæ- dýrasafn. Á Alþingi hefur nýverið lögð fram þingsá- lyktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að standa að byggingu slíks safns. Í greinargerðinni kemur fram að búast megi við 250 þúsund gestum á ári í slíkt safn. Bæjarstjórar - takið höndum saman og bjóðið fram lóðir! Sædýrasafnið þarf að vera á svipuðu svæði og Bláa Lónið - við sjáum hvað það er að gera fyrir Suð- urnesin. KALLINN FAGNAR ÖLLUM hugmyndum um at- vinnumál og framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Þá fjölmörgu sem hafa hugmyndir hvetur Kallinn til að senda sér póst. Uppbyggingarkveðja, kallinn@vf.is 8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0009, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Kallinn á kassanum Sæll. Þú ert nú óneitanlega farinn að minna á rispaða plötu með Árna Johnsen. Sameining verður að vera af því góða FYRIR ALLA AÐILA en ekki bara fyrir þennan gráðuga öfundarhóp sem þú stendur fyrir. Hvað varð um Hafnirnar spyr ég? Þeim íbúum var lofað öllu fögru og að sjálfsögðu ekki staðið við neitt, enda Hafnir orðinn hálfgerð- ur draugabær sem maður sér annars bara í spaghettívestrum eftir Sergio Leone. Ég vil t.d. góða og ÓDÝRA þjónustu sem eins og er fyrirfinnst bara á einum stað á Suðurnesjum og það er EKKI í Reykjanesbæ, þar hafa misvitrir menn lagt alla þjónustu í hendur einkaaðilum sem hika ekki við að selja vinnu sína út fyrir morðfé. Ég skora á þig að koma fram með tölur hvar ÓDÝRAST sé að búa á Suðurnesjum öllum, mig grunar að sú útkoma á eftir að koma þér á óvart. Nú ætla ég ekkert að fara í felur með það að ég bý í best rekna sveitarfélaginu á Suðurnesjum sem er jafnframt höfuðborg lands- byggðarinnar samkvæmt símaskrá Landsímans, skuldir þar eru minnstar á íbúa per höfðatölu. Ef þú hefur eitthvað vit í kollinum þá værir þú löngu fluttur þang- að. Bestu kveðjur, nafnlaus anti-kall. PS. mun koma fram undir nafni um leið og þú þorir því. ➤ B R É F T I L K A L L S I N S stuttar f r é t t i r Fyrirlestur um skaðsemi vímu- efna í Garði Æ skulýðs- og vímu-efnanefnd Gerða-hrepps ásamt for- eldra og kennarafélagi Gerðahrepps stendur fyrir fundi í Samkomuhúsinu Garði, fimmtudaginn 13. nóvember nk kl: 20:30, þar sem aðilar frá Jafningja- fræðslunni og Hinu húsinu koma og ræða um skaðsemi sniffs og vímuefna. Fyrirlest- urinn er ætlaður nemendum í 7.-10. bekk, ásamt foreldr- um þeirra. Fyrirlesturinn er einnig opin þeim sem hafa áhuga á að kynna sér þessi mál betur. Gæslan hingað? Lögð var í fyrradagfram á alþingi þingsá-lyktunartillaga þess efnis að kannaðir verðir kostir þess að flytja Land- helgisgæsluna til Suður- nesja, en það er Hjálmar Árnason alþingismaður sem leggur tillöguna fram. Hjálmar telur að öll rök mæli með slíkum flutningi hvað varðar rekstur og ör- yggi, en auk þess séu byggð- arleg rök sterk í málinu. Rauður miði í þessari viku. Komið með hann í Samkaup. Tveir Icelandair-ferðavinningar og fjöldi annarra. Takið þátt! LUKKUMIÐI SAMKAUPA Styðjum við bakið á frumkvöðlum VF 46. tbl. 2003 12.11.2003 13:59 Page 8

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.