Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2003, Síða 17

Víkurfréttir - 13.11.2003, Síða 17
VÍKURFRÉTTIR I 46. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 13. NÓVEMBER 2003 I 17 okkur. Loks komum við upp að pínulitlu spýtuhúsi sem leit svip- að út og kofarnir sem maður byggði sér í den. Þar inni voru 3 stelpur sem „ráku” staðinn en þetta var samt bara greinilega heimili hjá fjölskyldu sem nær sér í aukapening með því að selja liði bjór eftir að skemmtistaðirnir loka. Svo var bara skellt karaoke- inu á og þeir byrjuðu allir að syn- gja. Svo rétti ein stelpan okkur 4 diska með lögum á ensku og eins og í þau skipti sem við höfðum sungið áður karaoke í Kambódiu könnuðumst við eiginlega ekki við nein lögin. Hemmi fann sér þó eitt og ætlaði aldeilis að slá í gegn. Það var lagið „Only you” sem flestir kannast nú við. Svo byrjaði lagið, svo kom textinn og þá kom í ljós að þetta var eitt- hvað allt annað lag og því gátum við ekki sungið neitt þetta kvöld- ið. Hemmi rétti því einum stráknum hljóðnemann og hann tók sig bara til og söng allt lagið á ensku. Hann gat ekki talað ensku en hann hafði heyrt þetta lag nógu oft til þess að geta hermt eftir því. Við slátruðum ör- ugglega 25 bjórum allir til sam- ans þarna og skemmtum okkur frábærlega með innfæddum þetta kvöldið. Örugglega einn af há- punktum dvalarinnar í Kambó- díu. Saknið þið austurlanda? Nei, alls ekki. Þó að við höfum skemmt okkur alveg konunglega þar þá fannst okkur alveg vera kominn tími á að halda áfram. Það sem maður saknar kannski mest er að geta labbað inn á veit- ingahús og pantað sér mat og drykk fyrir rúman 100 kall. Í Ástralíu lifðum við á núðlusúpu og brauði með osti hitað í örbylg- unni en hérna á Nýja Sjálandi höfum við ekki einu sinni heitt vatn né örbylgjuofn þannig að við höfum þurft að finna okkur ennþá einfaldara fæði. Ef það er þá hægt! Er eitthvað land sem þið mynduð vilja vera lengur í? Við vorum bara 9 daga í Ástralíu og okkur fannst það bara nóg. Eftir smá umhugsum komumst við að þeirri niðurstöðu að við nennum ekkert að vinna:). Það er miklu dýrara að lifa í þessum löndum og við hefðum ekki náð að vinna okkur inn neinn al- mennilegan pening. Svo verðum við ekki nema 8 daga á Nýja Sjá- landi af sömu ástæðum. Við vilj- um frekar vera styttra í þessum löndum og eiga svo bara meiri tíma og pening í Mið-Ameríku, Kúbu og Mexíkó. Annars er dá- lítið erfitt að svara þessu núna þar sem við erum bara búnir með 1/3 af ferðinni og höfum svo margt að hlakka til. Hvað er framundan hjá ykkur? Frá Nýja Sjálandi höldum við til Fiji-eyja og verðum þar í 4 daga. Þaðan fljúgum við til L.A og við verðum í 6 daga þar og í Las Ve- gas áður en við fljúgum til Panama í Mið-Ameríku og ferð- umst upp til Mexíkó og fljúgum þaðan til Kúbu. Höldum svo aft- ur frá Kúbu til Mexíkó og ferð- umst þaðan upp til U.S.A og tök- um einhverskonar „roadtrip” þar í gegn. Kíkið þið á vf.is með reglulegu milli- bili? Jamm, og erum aldrei ánægðari heldur en þegar einhver falleg sál er búin að senda okkur litla kveðju frá Íslandinu fagra. Eruð þið farnir að sakna Íslands? Kannski ekki Íslands beint. Aðal- lega þó vegna þess að maður veit að maður á eftir að koma þangað aftur eftir 8 mánuði. Eitt það besta við það að ferðast er þó að maður lærir að meta það sem maður hefur heima betur og svo sér maður Ísland líka frá allt öðru sjónarhorni. Ámiðvikudag kynntuaðstandendur sýning-arinnar Ráðalausir menn sem sýnd er í Tjarnar- bíó, sýninguna fyrir nemend- um Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Suðurnesjamaðurinn Siguringi Sigurjónsson höf- undur verksins segir að nem- endur hafi tekið heimsókn- inni vel. „Við erum að bjóða miða á sýninguna á 800 krónur, en það er bíóverð. Ég hef einnig verið að heimsækja fyrirtæki og bjóða þeim að skipuleggja skemmtiferðir þar hópar koma og sjá sýninguna. Sýningin er enn í gangi, en við höfum fengið mjög góða dóma um hana í dagblöðum. Það eru fjórar sýningar skipulagðar á næstunni. 16. og 19. nóvember og 5. og 12. desember,” segir Siguringi, en leikhópurinn sem stendur að sýningunni er sjálf- stæður. „Við erum með frá- bæra sýningu sem við viljum að lifi áfram. Við erum þakk- látir fyrir hvað margir hafa komið héðan til okkar en vilj- um auðvitað sjá fleiri.” Bíóverð á Ráðalausa menn VF 46. tbl. 2003 12.11.2003 14:11 Page 17

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.