Víkurfréttir - 13.11.2003, Qupperneq 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
M ikið upphlaup varð ísíðustu viku þegarArnar Dór Hannesson
keppandi í Idol stjörnuleit var
rekinn úr keppni vegna viðtals
sem birtist í Víkurfréttum.
Suðurnesjamenn virðast sætta
sig illa við að Arnar Dór hafi
verið rekinn úr keppni og hafa
símalínur Víkurfrétta verið
rauð glóandi síðan ákvörðun
um brottreksturinn var tekin
þar sem reiðir íbúar lýstu van-
þóknun sinni á brottrekstrin-
um.Aðrir fjölmiðlar fjölluðu
um málið og má með sanni
segja að Arnar Dór sé einn um-
talaðasti einstaklingur landsins
þessa dagana.
Arnar Dór segist vera hálfskelk-
aður yfir öllu þessu uppnámi.
„Auðvitað líður mér ekki vel, en
ég læt þetta ekki stoppa mig í því
sem ég ætla mér að gera. Að
mínu mati er um rosalega mikinn
misskilning að ræða hjá báðum
aðilum, en við því er ekkert að
gera eins og staðan er í dag,” seg-
ir Arnar Dór en hann telur að
hann hefði átt að fá að halda
áfram. „Samkvæmt því sem áður
hefur komið fram varðandi þessa
tvo einstaklinga þá finnst mér að
ég hefði átt að fá að halda áfram.
En ég er hættur að velta mér upp
úr þessu. Ég vil þó taka það skýrt
fram að ég kann rosalega vel við
Karl í Grindavík og tel hann frá-
bæran söngvara. Mér þykir leitt
að hann hefði dregist inn í þessa
umræðu, en ég varð að benda á
atriðið varðandi hann til að sýna
tvískinnungsháttinn í málinu.”
Arnar segist hafa vitað að með
því að veita Víkurfréttum viðtal
að þá væri hann að fara inn á
grátt svæði. „Ég vissi að þetta
væri á gráu svæði, en ég vildi
líka vekja athygli á því hve mis-
munandi umfjöllun keppendur
hafa fengið. Ég vil þó taka það
skýrt fram að ég tel Víkurfréttir
ekki eiga neina sök á málum,
enda var blaðið í raun að styðja
við bakið á mér með umfjöllun
sinni. Víkurfréttir hefðu aldrei
birt viðtalið og ég aldrei sam-
þykkt það ef það hefði verið vit-
að að svona myndi fara,” segir
Arnar Dór og brosir.
Arnar segist hafa fundið fyrir
miklum stuðningi frá því hann
var rekinn úr keppninni. „Síminn
hefur ekki stoppað hjá mér. Það
hefur fullt af fólki sent mér sms,
tölvupóst og margir hafa hringt.
Ég vil bara þakka þann stuðning
sem mér hefur verið sýndur,”
segir Arnar og hann er staðráðinn
í því að halda áfram á tónlistar-
brautinni. „Í gærkvöldi og í dag
[sl. föstudag] hef ég verið að fá
tilboð sem ég er að skoða. Ég
mun t.d. syngja í Stapanum um
jólin, mér bauðst að syngja tvö
lög í hljóðveri og það er ýmislegt
annað í skoðun,” segir Arnar en
eins og komið hefur fram í fjöl-
miðlum mun Arnar Dór fara með
eitt af hlutverkunum í söngleikn-
um Hárinu sem settur verður upp
af Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti eftir áramótin.
En ætlar Arnar Dór að fylgjast
áfram með Idol keppninni á
Stöð 2?
„Já að sjálfsögðu. Fólkið sem þar
er að keppa eru allt vinir mínir og
ég óska þeim öllum góðs geng-
is.”
STÓRU IDOL-TÍÐINDIN GERAST HJÁ VÍKURFRÉTTUM!
Keflvíkingnum ArnariDór Hannessyni var vís-að úr keppninni Idol-
Stjörnuleit á Stöð 2 eftir að við-
tal birtist við hann í Víkurfrétt-
um í síðustu viku. Dagskrár-
deild Stöðvar 2 hefur sent frá
sér eftirfarandi tilkynningu
vegna málsins:
Til að tryggja hag allra keppenda
í Idol - Stjörnuleit hefur dag-
skrárdeild Stöðvar 2 vísað einum
þátttakanda úr keppninni. Við-
komandi heitir Arnar Dór Hann-
esson en hann braut reglu um
fjölmiðlabann. Dagskrárdeild
Stöðvar 2 tekur ekki afstöðu til
þess hvort um ásetning umrædds
keppanda hafi verið að ræða.
Fjölmiðlabann er sett fram til
þess að keppendur í Idol -
Stjörnuleit hái ekki kosningabar-
áttu. Slíkt dregur úr trúverðug-
leika þáttarins og kemur í veg
fyrir sanngjarna kosningu. Af
fyrrgreindum ástæðum sá dag-
skrárdeild Stöðvar 2 sér ekki
annað fært en bregðast við með
þessum hætti. Einn megintil-
gangur keppnisreglna er að
tryggja jafnræði allra keppenda.
Áður en Idol - Stjörnuleit hóf
göngu sína á Stöð 2 veittu allir
þátttakendur skriflegt samþykki
sitt þar sem því var heitið að
virða keppnisreglur.
Tilboðin streyma
til Arnars Dórs
Arnar Dór rekinn úr Idol-keppninni eftir viðtal við Víkurfréttir:
Yfirlýsing frá Víkurfréttum vegna Idol
Víkurfréttir harma það mjög að Arnar Dór Hannesson, fyrrverandi
keppandi í Idol stjörnuleit hafi verið vikið úr keppni í síðustu viku
vegna viðtals sem birtist við hann í Víkurfréttum. Blaðið frábiður
sér alla umræðu um það að það hafi ætlað sér að koma Arnari Dór
úr keppninni. Þvert á móti voru Víkurfréttir að vekja athygli á full-
trúa Suðurnesja og vildu styðja hann þannig. Blaðamenn Víkurfrétta
vissu ekki um fjölmiðlabannið sem sett hefur verið á keppendur í
Idol stjörnuleit og að sjálfsögðu hefði viðtalið ekki verið birt ef af-
leiðingarnar hefðu verið fyrirsjáanlegar.
Páll Ketilsson ritstjóri
Vísað úr Idol-Stjörnuleit
eftir viðtal við Víkurfréttir
Idol ljósmynd samsett
á Víkurfréttum.
VF 46. tbl. 2003 12.11.2003 14:16 Page 20