Víkurfréttir - 13.11.2003, Qupperneq 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Blaðamaður Víkurfrétta ákvað
að kynnast þessum snjalla leik-
manni betur og mælti sér mót
við Brandon á heimili hans í
Njarðvík þar sem hann býr
ásamt eiginkonu sinni.
Brandon segir okkur að hann sé
frá litlum bæ í Iowa sem heitir
Orange City og búa þar einung-
is um 6000 manns.
Það er þá bara eins og þú sért
að flytja í stórborgina Reykja-
nesbæ!
-Já eiginlega, segir Brandon og
hlær.-Það auðveldar okkur auð-
vitað að aðlagast lífinu hér á
landi að við erum vön smábæj-
arlífinu en erum ekki frá stór-
borgum eins og sumir aðrir leik-
menn sem spila hér eins og
Brenton sem er frá New York.
Brandon fór í háskóla í heima-
bæ sínum þar sem faðir hans
var aðstoðarþjálfari í áraraðir.
Þar lagði hann stund á við-
skiptafræði og hyggst leggja
slíkt fyrir sig að loknum
körfuknattleiksferlinum. Hon-
um liggur þó ekki á því vegna
þess að hann segist njóta þess
að vinna við það sem honum
fnnst skemmtilegast. Körfubolt-
inn gefur honum líka tækifæri
til að ferðast og sjá framandi
staði og kynnast nýju fólki.
Af hverju Ísland?
-Þegar mér bauðst fyrst að
koma hingað gerðu vinir mínir
grín að mér og spurðu hvort
menn spiluðu körfubolta á
skautum á Íslandi! Ég fór því á
netið til að leita mér upplýsinga
og komst að því að veturnir eru
í raun mildari hér en á mínum
heimslóðum. Svo er landið
ótrúlega fallegt. Við erum búin
að ferðast nokkuð síðan við
komum og m.a. búin að fara að
Geysi og Gullfossi.
Hvernig finnst þér íslenska
deildin?
-Hún er afskaplega krefjandi
líkamlega. Maður finnur líka
fyrir því að leikmennirnir eru að
spila fyrir sitt lið frá sínum
heimabæ og spila því með hjart-
anu og gefa sig alla í leikinn.
Hafið þið samband við sam-
landa ykkar hér á landi og
kemur það í veg fyrir heim-
þrá?
-Við erum ekki í svo miklu
sambandi við þá og við höfum
ekki farið oft upp á herstöð, ég
umgengst mest strákana í liðinu.
Við höfum ekki þjáðst enn af
heimþrá en ég sakna þess
kannski mest að geta fylgst með
ameríska fótboltanum og há-
skólakörfunni.
Hefur þú fundið fyrir rígnum
sem er á milli Keflavíkur og
Njarðvíkur?
-Já, þessir leikir eru allt öðruvísi
en hinir. Fólk er lengi að spá í
þá bæði fyrir og eftir leikina og
liðin hata að tapa fyrir hvort
öðru. Ég þekki þessa stöðu
vegna þess að þegar ég var að
spila í háskóla var annað lið úr
næsta bæ sem við spiluðum oft
við og þá var alltaf hart barist
eins og í leikjum Keflavíkur og
Njarðvíkur.
Er mikill munur á Íslending-
um og fólki á þínum heima-
slóðum?
-Ekki endilega svo mikill, en
fólkið sem við höfum kynnst
hefur verið ofboðslega gott við
okkur og vill allt fyrir okkur
gera til að okkur líði sem best.
Hvað er erfiðast við að vera á
Íslandi?
Það er auðvitað mjög erfitt að
vera fjarri ættingjum sínum og
vinum svo lengi, en foreldrar
mínir og systkini komu í heim-
sókn til okkar um daginn. Þeim
fannst mjög gaman að koma
hingað, enda ekki á hverjum
degi sem þau fara erlendis. En
við erum svo heppin að vera
vön fámenni eins og hér þannig
að það er ekki það erfiðasta.
Konan mín, Kyndara, ólst upp á
sveitabæ og er mikil hesta-
manneskja og við höfum yndi
af því að fara í ökuferðir um ná-
grennið og skoða hestana og
fara og horfa á norðurljósin á
kvöldin.
Margt smátt...
Nafn: Brandon Woudstra
Hæð:190 sm
Skóstærð: 12
Uppáhalds hljómsveit:Weezer
Uppáhalds matur: Nautasteik
Uppáhalds drykkur: Mountain
Dew
Uppáhalds kvikmynd: Forest
Gump
Uppáhalds bók: Biblían
Uppáhalds lið í NBA: Ég hef hald-
ið með Celtics síðan ég var krakki
og Larry Bird var uppáhalds leik-
maðurinn minn, en ég held líka svo-
lítið með Timberwolves vegna þess
að þeir eru næstir minni heimasveit
af öllum liðunum.
SPORTSPJALL B R A N D O N W O U D S T R A • N J A R Ð V Í K
Rígurinn milli Keflavíkur og Njarð-
víkur á sér hliðstæðu í Ameríku
Brandon Woudstra gekk til liðs við Njarðvíkinga í september síðastliðnum og hefur byrjaðtímabilið með miklum látum. Þrátt fyrir að hafa átt við smávægileg meiðsl að stríða undan-farið hefur hann engu að síður spilað stórvel og var öðrum fremur maðurinn á bak við góð-
an sigur Njarðvíkinga á erkifjendunum úr Keflavík á dögunum.
Íþróttafréttir Víkurfrétta
ÞORGILS JÓNSSON
GSM 868 7712
VF 46. tbl. 2003 12.11.2003 14:45 Page 22