Víkurfréttir - 13.11.2003, Qupperneq 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Kæru Suðurnesjamenn!
Nú er komið að niðurstöðum úr
söfnuninni hjá okkur í ABC-
hjálparstarfi sem fram fór í mars
stl. um land allt. Börn úr flestum
grunnnskólum landsins tóku þótt
í söfnuninni. Alls söfnuðust
kr. 8.130.375 sem er enn betri
árangur en árið 2002 en þá söfn-
uðust kr. 6.167.603 Söfn-
unarfénu í ár verður varið að
stærstum hluta til skólamála.
Strax í sumar var hafist handa
við að reisa verkmenntaskóla við
Heimili litlu ljósanna á Indlandi
og er sá skóli nú fullbúinn. Í
verkmenntaskólanum geta nem-
endur lært tæknigreinar, heilsu-
gæslugreinar og iðngreinar.
Upphafi skólastarfsins fylgja
miklar væntingar enda gefur
þessi skóli unglingunum mikla
möguleika á námi sem felur í sér
traustan undirbúning fyrir lífið
og betri atvinnumöguleika. Í Úg-
anda stöndum við einnig í fram-
kvæmdum. Nú þegar er búið að
byggja fyrir þann hluta söfnunar-
fjárins sem sendur var þangað.
Reistar hafa verið 5 nýjar
kennslustofur fyrir forskólabörn
ásamt læknisaðstöðu, lagður
grunnur að 3ja hæða grunnskóla-
byggingu og lokið við frágang að
2 stofum í þeirri byggingu.
Einnig voru keyptar kojur fyrir
börnin á El Shaddai barnaheimil-
inu á Suður-Indlandi en þau eru
um 150 talsins.
Hér koma niðurstöður söfnunar-
innar á Suðurnesjum:
Holtaskóli: 72.359 kr.
Myllubakkaskóli: 64.599 kr.
Heiðarskóli: 48.716 kr.
Njarðvíkurskóli: 71.210 kr.
Grindavík: 63.921 kr.
Sandgerði: 29.461 kr.
Garður: 26.945 kr.
Fyrirtæki: 114.630 kr.
Samtals: 491.841 kr.
Landið alls: 8.130.375 kr.
Markmið ABC hjálparstarfs er
að veita fátækum og munaðar-
lausum börnum varanlega hjálp.
Fyrir hjálp íslenskra stuðnings-
foreldra eru í dag yfir 3800 börn
í 6 löndum sem fá hjálp í formi
skólagöngu, læknishjálpar, fæðis
og klæða. Þar af eru um 1900
börn sem búa á heimilum sem
ABC hjálparstarf hefur byggt
upp á Indlandi og í Kambódíu.
Enn eru fjölmörg börn á skrá
sem vantar stuðningsaðila.
Kostnaður er frá kr. 950 - 3.450 á
mánuði. Þeir sem óska eftir að
taka að sér að styrkja barn geta
haft samband við undirritaða eða
skrifstofu ABC hjálparstarfs Sól-
túni 3, R.vík. sími: 561 6117.
ABC hjálparstarf gefur út jóla-
kort til styrktar starfinu. Börn
munu ganga í hús og selja kort
og hvet ég Suðurnejamenn til að
taka vel á móti þeim. Kortin fást
einnig í ýmsum verslunum svo
og hjá undirritaðri. Hjálpum
nauðstöddum börnum um leið og
við sendum vinum og vanda-
mönnum jólakveðju.
Við hjá ABC hjálparstarfi viljum
færa Suðurnesjamönnum kærar
þakkir fyrir ykkar framlag í söfn-
unina Börn Hjálpa Börnum.
Sérstakar þakkir fá þeir skóla-
stjórar, kennarar og grunnskóla-
nemendur sem lögðu okkur lið
svo og þau fyrirtæki sem tóku
þátt í söfnuninni.
Bestu kveðjur
María Magnúsdóttir
framkvæmdastjóri ABC
hjálparstarfs.
Suðurnesjabörn dugleg að safna
S íðustu þrjár vikur hefurlögreglan í Keflavík hafttil afnota lögreglubifreið
frá Ríkislögreglustjóra sem er
með sérstökum hraðamælinga-
búnaði. Bifreiðin er búin ratsjá
með upptökubúnaði fyrir hljóð
og mynd, en nægilegt er að
einn lögreglumaður sé í lög-
reglubifreiðinni við hraðamæl-
ingar og umferðareftirlit. Í ná-
inni framtíð munu allar lög-
reglubifreiðar verða með þenn-
an búnað innanborðs hjá lög-
reglunni í Keflavík. Guðmund-
ur Sæmundsson lögreglumað-
ur sagði að búnaðurinn væri
einfaldur í notkun. „Þessi bún-
aður er í raun algjör bylting í
öllu umferðareftirliti. Öll brot
eru tekin upp með myndavél í
bílnum og samtöl lögreglu-
manns og ökumanns eru tekin
upp inn í lögreglubifreiðinni.”
Á 15 dögum hafa 120 ökumenn
verðið kærðir þar sem þessi nýi
búnaður kemur við sögu og frá
20. október hafa 180 ökumenn
verið kærðir fyrir hraðakstur hjá
lögreglunni í Keflavík.
120 ökumenn
kærðir fyrir um-
ferðarlagabrot
-nýr búnaður lögreglunnar
í Keflavík gefur góða raun
VF 46. tbl. 2003 12.11.2003 14:30 Page 24