Víkurfréttir - 27.11.2003, Qupperneq 20
E itt af hlutverkum for-eldraráða grunnskóla erað huga að öryggismál-
um og hafa foreldraráð grunn-
skólanna í Reykjanesbæ í sam-
vinnu við foreldrafélögin
ákveðið að beita sér sameigin-
lega fyrir bættu umferðarör-
yggi við skólana.
Sameiginlegt erindi var sent til
fræðsluráðs Reykjanesbæjar þar
sem óskað var eftir því að settur
yrði á laggirnar samstarfshópur
bæjaryfirvalda, lögreglu, skóla
og foreldra sem myndi beita sér
fyrir bættri umferðarmenningu.
Að mörgu þarf að huga þegar
rætt er um umferðarmenningu. Í
fyrsta lagi þarf að bæta aðkomu
við skólana, lækka hámarkshraða
og auka merkingar. Í öðru lagi
þarf að bæta umferðarmenningu
okkar foreldranna.
Flestir skólar hvetja nemendur
sína til þess að ganga í skólann
og er það vel enda þurfum við öll
á hreyfingu að halda og með til-
komu skólahverfa er gönguleið
nemenda í skólann ekki löng.
Hinsvegar er ekki alls staðar
raunhæft að nemendur gangi í
skólann eins og staðan er í dag
sem er miður því aukin bílaum-
ferð skapar enn frekari slysa-
hættu.
Lögreglan hefur verið virk í um-
ferðareftirliti við skólana frá því í
haust og hefur lýst sig fúsa til
frekara samstarfs sem er mjög já-
kvætt. Það er von okkar að sam-
starf takist jafnframt með bæjar-
yf irvöldum og skólunum en
samvinna er nauðsynleg til þess
að hægt sé að ná árangri í bættu
umferðaröryggi fyrir nemendur.
Dagný Gísladóttir formaður
foreldraráðs Myllubakkaskóla.
LÍFSLEIKNI
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Foreldrafélög grunnskól-anna héldu sinn sameig-inlega árlega haustfyrir-
lestur í Njarðvíkurskóla
fimmtudag 13. nóvember sl.Að
þessu sinni var fyrirlesturinn
um kynhegðun unglinga og
hlutverk foreldra í kynfræðslu.
Fyrirlesarar voru þær Dag-
björt Ásbjörnsdóttir mann-
fræðingur og starfsmaður hjá
ÍTR og Sigurlaug Hauksdóttir
félagsráðgjafi hjá Landlæknis-
embættinu og starfsmaður í
Neyðarmótttöku nauðgana.
Dagbjört ræddi um fjölmiðla og
kynhegðun unglinga. Hún ræddi
um það hvað unglingar vilja vita
um kynlíf og hvað þeir þurfa að
vita um kynlíf. Hún ræddi um
kynvitun og breytta kynheðgun
unglinga og að stöðugt yngri
hópar unglinga væru farnir að
stunda kynlíf. Dagbjört lagði þó
áherslu á að unglingar hefðu í
sjálfu sér ekki breyst heldur flest
allt sem í kringum þá er. Hún tók
sem dæmi PoppTíví og Skjá 1,
internetið og ýmsar unglinga-
kvikmyndir eins og t.d. 40 days
and 40 nights og American Pie.
Hún sagði að markaðsöflin ættu
sinn þátt í að börn eru nú orðin
kynverur yngri en áður og nefndi
hún t.d. í því sambandi svokölluð
G-strengs nærföt.
Fram komu mismunandi hug-
myndir drengja um kynþokka-
fullar stúlkur og hvað stúlkur
teldu kynþokkafullt hjá drengj-
um. Hún skyldi eftir þá spurn-
ingu hjá fundarmönnum hvort
þeir teldu að gott væri fyrir 15
ára börn að stunda kynlíf en sam-
kvæmt könnunum er meðalaldur
þeirra sem byrja að stunda kynlíf
á Íslandi 15,4 ár.
Dagbjört lagði einnig áherslu á
að börn þyrftu að kunna að segja
já til að geta sagt nei og að í kyn-
fræðslunni ættu foreldar að
vanda sig bæði með stúlkur og
drengi. Virðing og vellíðan eru
lykilorð í kynfræðslunni. Það má
minnka hræðsluáróðurinn við
stúlkur sögðu þær stöllur báðar.
Sigurlaug sem er félagsráðgjafi
kom að efninu með aðeins öðr-
um hætti en Dagbjört og sagði
frá ýmsum tölulegum staðreynd-
um t.d. að í hverjum mánuði
væru tilkynntar tvær nauðganir á
12-18 ára stúlkum og fóstureyð-
ingar væru að meðaltali þrjár í
hverjum mánuði. Sigurlaug lagði
áherslu á siðferðisþáttinn í kyn-
fræðslunni og sagði að foreldrar
þyrftu að hjálpa börnum að læra
hvað er rétt og rangt í kynlífi.
Foreldrar þurfa að efla siðgæðis-
vitund barna sinna og kenna
þeim að vera gagnrýnin. Sá þátt-
ur er oft vanræktur enda einkenn-
ir mikill tímaskortur nútímafjöl-
skyldulífið. Við lifum á upplýs-
ingaöld þar sem börn hafa að-
gang að alls konar upplýsingum
og þess vegna er svo mikilvægt
að þau heyri um gildismat for-
eldra sinna. Nú þegar kynlíf er
orðin neysluvara þurfum við að
fara að öllu með gát og kunna að
virða takmörk hvers annars.
Fundurinn var frekar fámennur
en gleðilegt var að nokkrir ung-
lingar tóku áskorun um að mæta
á fundinn.
Helga Margrét
Deildarstjórar hafa skipulagt
námsefni til viðbótar við hefð-
bundið lífsleikninám og tengja
þannig dygðir sérstaklega við
efnið. Teknir eru tveir mánuðir
í senn um ákveðna dygð og er
unnið með dygðina í lífsleikni-
tímum og nemendur fá heima-
nám tengt því. Ef við tökum
dæmi um kurteisi þá er unnið
með dygðina í tímanum þar
sem kennarinn vinnur með efn-
ið í skólanum en nemendur fá
einnig verkefni með sér heim
og þurfa að æfa sig í kurteisi
heima og skrá niður það sem
þau gera og foreldrar kvitta
undir. Þannig fer samþætting í
náminu fram og í leiðinni skap-
ast vettvangur fyrir samstarf
heimila og skóla. Hér er um
einkar áhugaverða aðferð að
ræða og gott framlag í siðferði-
legt uppeldi nemenda þar sem
allir leggjast á eitt að skerpa á
veigamiklum atriðum í sam-
skiptum fólks.
Drífa Gunnarsdóttir deildar-
stjóri í 6. - 10. bekk í Njarðvík-
urskóla hafði þetta að segja um
dygðirnar: „Verkefnið um
dygðir tengist lífsleikninám-
inu. Við tökum tvo mánuði í
senn og vinnum með ákveðnar
dygðir. Kennarar vinna með
þær í kennslustundum t.d með
því að gera plaköt og stjórna
umræðum. Nemendur vinna
með sama efni heima. Kennar-
ar hafa frjálar hendur með út-
færsluna. Á þessu skólaári fer í
fyrsta sinn fram námsmat í lífs-
leikni og mun það án efa gera
námið markvissara og gefur
okkur færi á að sjá hvernig
námið í þessu fagi skilar sér.
Einnig gerir námsmatið kröfur
um að vandað sé til námsefnis-
ins. “
Helga Margrét
Kynhegðun unglinga rædd
➤ F O R E L D R A F É L Ö G G R U N N S K Ó L A N N A
➤ S K Ó L A M Á L A U M R Æ Ð A V Í K U R F R É T TA
í Njarðvíkurskóla
Það sem vekur athygli á heimsíðu Njarðvíkurskóla er aðþar eru nemendur að læra ýmislegt um dygðir. Er hérum athyglisverða nýung að ræða. Dygðir nóvember og
desembermánaðar eru GLEÐI og ÞAKKLÆTI. Kennarar
vinna með dygðirnar í kennslustundum í lífsleikni.
Bætt umferðar-
öryggi við skólana
Ef vel er skoðað má sjá börn á
leið til skóla með töskur á bak-
inu í sortanum. Hérna vantar
endurskinsmerki. Börnin eru
ekki nógu dugleg að nota
endurskinsmerki í dag.
VF 48. tbl. 2003 hbb 26.11.2003 14:55 Page 20