Víkurfréttir - 27.11.2003, Síða 27
32-liða úrslit Bikarkeppninnar í
körfuknattleik karla fara fram á
laugardag og sunnudag. Öll Suður-
nesjaliðin eiga leiki sína á laugar-
dag.
NJARÐVÍK-KR
Á laugardaginn munu KR og
Njarðvík enn og aftur leiða saman
hesta sína í útsláttarkeppni. Í fyrra
mættust liðin í úrslitakeppninni og í
haust slógu Njarðvíkingar KR út í
Hópbílabikarnum eftir tvo spenn-
andi leiki.
Í þetta skiptið mætast liðin í 32-liða
úrslitum og má segja að þau séu
óheppin með drátt vegna þess að
önnur úrvaldeildarfélög fá frekar
létta andstæðinga. Þrátt fyrir allar
slíkar pælingar verða liðin að eiga
góðan dag til að komast áfram
vegna þess að bæði geta þau refsað
andstæðingum sínum fyrir kæru-
leysi. Friðrik Ragnarsson er þó
bjartsýnn fyrir leikinn. „Það er eins
og við förum alltaf erfiðustu leið-
ina í öllum keppnum en þetta hefur
gengið ágætlega hjá okkur það sem
af er tímabilinu. Við eru auðvitað
með sjálfstraustið í lagi eftir að
hafa unnið Hópbílabikarinn, en við
erum samt með báða fætur á jörð-
inni. Við verðum að eiga alveg
toppleik til þess að vinna KR-ing-
ana sem eru búnir að styrkja liðið
síðan við mættum þeim síðast, en
ef við mætum bara rétt stemmdir til
leiks eigum við að geta unnið þá.“
ÞRÓTTUR VOGUM-
KEFLAVÍK
Þróttarar eru nú í fyrsta sinn með
starfandi körfuknattleiksdeild og
eru að spila í 2. deildinni. Gengi
þeirra þar hefur verið ágætt það
sem af er vetri og sitja þeir sem
stendur í þriðja sæti síns riðils, en
engu að síður hlýtur að teljast ólík-
legt að þeir nái að velgja Íslands-
meisturunum undir uggum. Falur
Harðarson, þjálfari Keflavíkur,
leggur þó áherslu að sýnir menn
taki þessum leik með fullri alvöru.
„Ef það er eitthvað sem við getum
lært af úrslitaleiknum á laugardag-
inn er það að allt er hægt í íþrótt-
um. Maður fær ekkert gefins í
þessu, við verðum að spila okkar
leik til að vinna.“
Björn Einarsson, þjálfari Þróttar, er
uppalinn Keflvíkingur og játar fús-
lega að hans menn séu ekki líklegir
til að bera sigur úr býtum gegn svo
sterku liði. „En við förum ekki í
þennan leik til að spila eins og aul-
ar. Við förum ekki að gefa þeim
neinar auðveldar körfur heldur
komum sterkir til leiks.“ Karfan í
Vogum er á hraðri uppleið þar sem
mikil vakning hefur verið hjá
krökkunum og segir Björn að um
60 manns séu að æfa körfuna og
víst er að stórleikur eins og þessi
virkar sem lyftistöng fyrir þetta
nýja framtak Vogamanna.
GRINDAVÍK-BREIÐABLIK
Grindvíkingar eru sjálfsagt ekki
sáttir við að hafa verið slegnir út í
undanúrslitum Hópbílabikarsins
og hyggja á betri árangur að
þessu sinni. Þeir hefja keppni
með því að taka á móti Blikum.
Friðrik Ingi, þjálfari Grindavík-
ur, segir sína menn vera að gíra
sig upp fyrir leikinn. „Ég legg
höfuðáherslu á þennan leik því
að maður fær ekki annan séns í
bikarkeppnum. Þrátt fyrir að
deildin sé enn í fullum gangi og
erfið verkefni þar framundan ein-
blínum við á Breiðabliksleikinn
og erum vel stemmdir fyrir
hann.”
REYNIR-VALUR
Reynir frá Sandgerði hefur notið
misjafns gengis það sem af er
vetri í 2. deildinni. Þeir byrjuðu á
því að tapa fyrstu þremur leikj-
unum, en hafa risið upp að nýju
og unnið síðustu þrjá en and-
stæðingar þeirra í bikarkeppninni
eru Valsarar, sem eru í toppbar-
áttu 1. deildar. Daði Bergþórs-
son, þjálfari Reynis, segist ekki
vita mjög mikið um andstæðing-
ana. „Við reynum bara að spila
okkar leik og standa okkur vel.
Karfan hér í Sandgerði er í góð-
um málum þó að við höfum farið
niður um deild frá því í fyrra. Við
höfum breytt um áherslur og
byggjum liðið að mestu upp á
heimamönnum, sem er mikil
breyting frá síðasta tímabili þar
sem við vorum með mikið af
strákum frá Njarðvík og Kefla-
vík, en það varð til þess að áhugi
almennings var afar lítill. Þessi
breyting verður vonandi til þess
að fólkið fari að sýna körfunni
aftur áhuga.”
VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 27. NÓVEMBER 2003 I 27
■Karfan / Bikarkeppni karla
■Karfan / 1. deild kvenna
■Kvennakarfa
KEFLAVÍK-KR
Keflavík bar sigurorð af KR í
baráttuleik á mánudagskvöld.
Lokatölur leiksins, sem fór fram í
íþróttahúsinu við Sunnubraut, voru
72-59.
Keflavíkurstúlkur byrjuðu leikinn
vel og skoruðu fyrstu tíu stig
leiksins. Eftir það komust KR-
ingar betur inn í leikinn og var
leikurinn mjög jafn og hálfleiks-
staðan var 26-27 gestunum í vil. Í
byrjun seinni hálfleiks virtust
Keflvíkingar hafa fundið fjölina
sína þar sem þær sigldu framúr KR
og virtust hafa leikinn í hendi sér,
en þá tók við annar slakur kafli þar
sem lítið gekk í sókninni og KR
voru að fá of mikið að fráköstum
og góðum sóknarfærum sem varð
til þess að leikurinn jafnaðist á ný
og gestirnir komust yfir á tímabili í
fjórða leikhluta. Þá tóku heima-
stúlkur sig saman í andlitinu og
tóku góða rispu þar sem þær náðu
forystunni á ný og tryggðu sér að
lokum mikilvægan sigur.
Hjörtur Harðarson var ekki alls-
kostar ánægður með leik sinna
stúlkna, en var þó sáttur við að
landa stigunum tveimur. „Við
vorum ekki að spila mjög góðan
leik. Við vorum ekki að nota teig-
inn vel og klikkuðum úr alltof
mörgum layup-um. Við virtumst
ekki koma alveg tilbúnar í leikinn,
en náðum þó að klára hann að
lokum.“
Stigahæst Keflvíkinga var Erla
Þorsteinsdóttir sem skoraði 32 stig
og átti frábæran leik. Þar á eftir
kom Anna María með 11 stig og
tók 13 fráköst og Birna Val-
garðsdóttir var sterk undir körfunni
og tók 13 fráköst og gaf 6 stoð-
sendingar.
Hjá gestunum var Katie Wolfe
stigahæst með 17 stig og Hildur
Sigurðardóttir skoraði 16 stig og
tók 15 fráköst.
GRINDAVÍK-ÍS
Ófarir Grindavíkurstúlkna í 1. deild
kvenna virðast engan endi ætla að
taka og töpuðu þær á heimavelli á
mánudaginn fyrir toppliði ÍS 44-
62. Heimastúlkur lentu undir í
fyrsta leikhluta og komust aldrei
inn í leikinn. Eitthvað virtist líka
vanta upp á baráttuna hjá þeim sem
sést best á þeirri staðreynd að þær
fengu aðeins 5 villur allan leikinn.
Hljóðið var dauft í Pétri Guð-
mundssyni, þjálfara Grindavíkur,
að leik loknum. „Þetta er nú að
verða slæmt hjá okkur. ÍS eru
stærri en við og sterkari undir kör-
funni og tóku öll fráköst og þar á
meðal 20 sóknarfráköst. Svo
vorum við að hitta illa utan af velli
og vorum oft ragar í sókninni.“
Aðspurður játaði Pétur því að leit
stæði yfir að erlendum leikmanni
sem ætti að styrkja liðið í barátt-
unni sem er framundan um sæti í
úrslitakeppninni. Þar væri markið
sett á að fá alhliða leikmann til að
styrkja sóknarleik liðsins sem hefur
ekki verið burðugur það sem af er
vetri.
Stigahæst Grindvíkinga var
Petrúnella Skúladóttir sem skoraði
11 stig.
Stigahæstar ÍS voru Alda Jóns-
dóttir, sem skoraði 16 stig og
Hafdís Helgadóttir, sem skoraði 14
stig og varði 7 skot Grindavíkur. Þá
átti Svandís Sigurðardóttir góðan
leik undir körfunni þar sem hún tók
14 fráköst.
KEFLAVÍK-ÍS
Á laugardaginn koma Stúdínur í
heimsókn til Keflavíkur í undanúr-
slitum Hópbílabikarsins. ÍS situr
nú á toppi deildarinnar og hafa ver-
ið að spila jafnan bolta og unnu
Keflavík eftirminnilega í síðasta
leik þeirra. Keflavíkurstúlkur virð-
ast hins vegar loks vera búnar að
finna sig að nýju eftir að hafa átt
slæma leiki í upphafi leiktíðar.
Hjörtur Harðarson, þjálfari Kefla-
víkur, er bjartsýnn fyrir leikinn.
„Þetta verður pottþétt hörkuleikur.
ÍS er með gott lið og er á toppnum,
en ég held að ef við höldum því
áfram sem við höfum verið að gera
í síðustu leikjum getum við alveg
unnið. Síðasti leikur var ekki alveg
nógu góður hjá okkur en ef við
fáum upp kraft í spilið og hittnin
batnar verða stelpurnar erfiðar við
að eiga.“
Jónína St. Helgadóttir og Signý Elíasdóttir duttu í lukku-pott Samkaupa í síðustu viku, en þær unnu sitthvorn far-miðann til einhverra af áfangastöðum Flugleiða í Evrópu.
Fjölmargir tóku þátt í lukkuleiknum í vikunni, en vinningar
eru dregnir út á þriðjudögum. Fjöldi aukavinninga eru einnig
dregnir út í hverri viku og eru nöfn vinningshafa birt í Víkur-
fréttum. Frá og með deginum í dag gildir blái miðinn sem kem-
ur með Víkurfréttum. Komið með miðann, heftið strimilinn á
þegar búið er að versla og setjið í kassa sem staðsettir eru á af-
greiðslukössum.
Aukavinninga fengu:
Elín Þórðardóttir.
Áslaug Ólafsdóttir.
Jóna Björg Georgsdóttir.
Linda Gunnarsdóttir.
Sigurgeir Þorvaldsson.
Erla K Bjarnadóttir.
Guðbjörg Jónsdóttir.
Vigdís Ellertsdóttir.
Særún Guðjónsdóttir.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
Lukkuleikur Sam-
kaupa heldur áfram
VF 48. tbl. 2003 hbb #2 26.11.2003 15:15 Page 27