Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 7
VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 12. FEBRÚAR 2004 I 7 Um 170 manns mættu áárshátíð eldri borgara áSuðurnesjum sem hald- in var í Stapa þann 1. febrúar sl. Veislustjóri var Hjálmar Árnason alþingismaður, auk þess sem Bergþór Pálsson söngvari og Árni Tryggvason leikari komu fram. Eftir mat- inn var haldinn dansleikur og að sögn Trausta Björnssonar formanns félags eldri borgara á Suðurnesjum var kvöldið virkilega vel heppnað. Fyrir stuttu fór tæplega 50 manna hópur úr félagi eldri borgara í hópferð til Kanarýeyja þar sem þau munu dvelja í einn mánuð. Það er nóg að gera hjá félaginu því í næsta mánuði munu um 110 manns úr félag- inu fara í Hveragerði þar sem hópurinn mun dvelja á Hótel Örk frá sunnudegi til föstu- dags. Einstaklingum sem sækja Frístundaskólann í Reykjanesbæ fjölgaði í snjónum á dögunum. Þeir sem mættu í skólann voru risastórir hvítir karlar, svokallaðir snjókarlar. Þessi var með börnunum í Frístundaskólanum við Njarðvíkurskóla þegar ljósmyndari smellti af meðfylgjandi mynd. Fjölgaði í Frístundaskólanum Vel sótt árshátíð eldri borgara á Suðurnesjum Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson Auglýsingasíminn er 421 0000 auglysingar@vf.is 7. tbl. 2004 umbrot HEIMA 11.2.2004 14:32 Page 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.