Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 12. FEBRÚAR 2004 I 15 HAFNARGÖTU 45 • KEFLAVÍK • SÍMI 421 3811 Láttu sjónfræðing okkar kanna ástandið á gleraugunum þínum eða linsum – tímapantanir í síma 421 3811 GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR Óheppni Grindavíkurmeð erlenda leikmennheldur enn áfram þar sem Stanley Blackmon fór af landi brott á laugardag án þess að láta nokkurn mann vita. Hann hafði verið til reynslu hjá liðinu í um vikutíma og hafði m.a. leikið tvo leiki fyrir Grindavík þar sem hann skor- aði samtals 31 stig. Eftir að Grindvíkingar létu Daniel Trammel fara eftir jól hefur gengið á ýmsu í þeirra málum þar sem Timothy Szatko og Blackmon hafa gert stuttan stans og Derrick Stroud var búinn að ganga frá öllum pappírum þegar honum snerist hugur og hann hætti við að koma til landsins. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir hefðu gjarnan viljað hafa Blackmon áfram, en hann hafi á föstudaginn látið í veðri vaka að hann vildi halda á önnur mið. „Honum hafði geng- ið ágætlega og okkur leist mjög vel á hann, en nú þurfum við aft- ur að fara að leita að öðrum leik- manni. Það er mjög sérstakt að tveir leikmenn skuli svíkja okkur svona illa eins og Stroud og Blackmon, en nú höldum við bara áfram að leita og búumst við því að fá nýjan leikmann til reynslu í vikunni.“ að undanförnu þar sem ÍS hefur gefið eftir í toppslagnum fyrir Keflvíkingum og Njarðvík hefur misst fjórða sætið í hendur Grindvíkinga. Velgengni Njarð- víkinga í þessum leik sem fer fram í kvöld mun velta mikið á því hvort Andrea Gaines sé kom- inn í leikform aftur því án hennar verður erfitt að sækja nokkuð til ÍS, sem er þrátt fyrir allt með afar sterkt lið með góða einstak- linga innanborðs. Jón Júlíus Árnason, þjálfari Njarðvíkurstúlkna, segir liðið koma vel undirbúið til leiksins og muni leggja áherslu á að reyna að stöðva Öldu Leif Jóns- dóttur. „Ef það tekst er búið að taka heilmikið af þeim. Annars setjum við mikið traust á Andreu og ég er að vona að hún fari með sinn leik upp á næsta stig.“ ÍR-KEFLAVÍK Keflavíkurstúlkur halda til Reykjavíkur á mánudaginn og munu þar etja kappi við botnlið ÍR, sem missti Eplunus Brooks frá sér nýlega, en Brooks var allt í öllu í liðinu og má teljast næsta víst að ÍR fari aftur niður um deild í vor. Keflvíkingar eru hins vegar í rymjandi formi og eru til alls líklegar þessa stundina og ættu að klára þennan leik án þess að hafa mikið fyrir því. Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, segist vona að stelp- urnar verði komnar niður á jörð- ina eftir bikarsigurinn. „ÍR hefur auðvitað veikst nokkuð eftir að Kaninn fór frá þeim, en það get- ur allt gerst í þessu. Þær eru með baráttulið og við förum í þennan leik til að vinna og verja toppsæt- ið.“ NJARÐVÍK-GRINDAVÍK Leikur Njarðvíkur og Grindavík- ur á miðvikudaginn verður svo sannarlega þess virði að fylgjast með því þar eigast við liðin sem eru að berjast um fjórða sæti deildarinnar og sæti í úrslita- keppninni. Grindvíkingar hafa verið á góðri siglingu að undan- förnu, en Njarðvíkingar hafa ver- ið að dala, en eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Vörn Grindvík- inga er föst fyrir og verður erfitt fyrir Njarðvíkurstúlkur að vinna á henni en allt verður lagt í söl- urnar í þessum leik. Jón Júlíus hjá Njarðvík á von á hörkuleik. „Grindvíkingar hafa sýnt það undanfarið að þær geta unnið alla, en ég er sannfærður um að mínar stelpur geta lagt þær að velli ef þær eru með hug- arfarið á réttum stað.“ Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, segir bjartsýni ríkja í sínum herbúðum, en segir sigur í leiknum mjög mikilvæg- an. „Við ætlum okkur að tryggja okkur sæti í úrslitunum og koma inn í úrslitakeppnina á fleygiferð. Við erum með það mikið betra lið að við eigum að vinna ef stelpurnar mæta til leiks með rétt hugarfar og leggja sig fram.“ Helgin sem leið var við-burðarík í meira lagihjá yngri flokkum knattspyrnuiðkenda. Laugardaginn 7. febrúar var mik- ið um að vera í Reykjaneshöll- inni hjá knattspyrnudeild Kefla- víkur. Árla dags fór fram Lýs- ingarmót Keflavíkur í 5. flokki pilta. Mótið fór í alla staði mjög vel fram og voru keppendur og áhorfendur ánægðir í mótslok. Þátttökulið á mótinu voru; Kefla- vík, Njarðvík, Grótta, Skalla- grímur, ÍA og Þróttur R. Spilaðir voru 60 leikir og í þeim voru skoruð 238 mörk! Keppt var í fjórum deildum og voru sigurvegarar sem hér segir: Argentínska deildin: Njarðvík. Brasilíska deildin: Grótta. Chile deildin: Keflavík. Danska deildin: Keflavík. Að móti loknu var verðlaunaafhend- ing og pizzuveisla. Að loknu 5. flokks mótinu hófst 7. flokks mót KB - Banka (7 og 8 ára). Þátttökulið voru: Keflavík, Njarðvík, Reynir, Víðir, ÍA, Þróttur R. og Víkingur R. Spil- aðir voru 60 leikir og í þeim voru skoruð 149 mörk, hvert öðru glæsilegra. Keppt var í 4 deild- um eins og hjá 5. flokki en engir sigurvegarar krýndir. Allir þátt- takendur fengu verðlaunapening að móti loknu ásamt ljúffengri pizzu frá Langbest. Mikill fjöldi fylgdist með mótun- um og má áætla að um 1000 manns hafi verið í höllinni þennan daginn. Þá héldu Njarðvíkingar hraðmót í 3. flokki karla s.l. sunnudag. Þátttökulið voru: Keflavík, Njarðvík, Reynir/Víðir, Hruna- menn og Fram. Keflavíkurpiltar sigruðu mótið með fullu húsi stiga. Kátir Keflvíkingar. Alltaf fjör í yngri boltanum Sigurlið Keflvíkinga í hraðmóti 3. flokks. Blackmon stakk af! 7. tbl. 2004 umbrot HEIMA 11.2.2004 13:53 Page 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.