Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 2
➤ G A M L A R AT S J Á R S T Ö Ð I N Á M I Ð N E S H E I Ð I Fasteignamarkaður Suðurnesja - inn á öll heimili á Suðurnesjum! Sjáið fasteignaauglýsingar á blaðsíðum 21-23 í Víkurfréttum í dag Fasteignasalan Ásberg, sími 421 1420 Eignamiðlun Suðurnesja Sími 421 1700 Fasteignasala G.Ó. sími 421 8111 Fasteignasalan Stuðlaberg sími 420 4000 stuttar f r é t t i r 2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar f r é t t i r Ví ku rfr ét ta m yn d: Jó ha nn es K r. K ris tjá ns so n Auglýsingasími 421 0000 Ekki hefur enn verið haf-ist handa við að hreinsasvæðið í kringum Rockville á Miðnesheiði og seg- ir Matthías G. Pálsson sendi- ráðsritari á Varnarmálaskrif- stofu Utanríkisráðuneytisins að helsta ástæðan sé að Varnarlið- ið sé í peningakröggum. Um hálft ár er síðan meðferðar- heimilið Byrgið fór af svæðinu og vöktu þær fréttir mikla at- hygli þar sem Byrgið hafði lagt tugmilljónir króna í að bæta aðstöðu á svæðinu. Að sögn Matthíasar er krafa ís- lenskra stjórnvalda að byggingar á svæðinu verði rifnar. Matthías segir að Varnarliðið leiti leiða til að fá fjármagn til verksins, en að svæðið sé stórt sem þurfi að hreinsa og það sé kostnaðarsamt. „Það eru einnig uppi kröfur um að svæðið verði hreinsað í sam- ræmi við umhverfissjónarmið og gildandi lög og reglur, með hlið- sjón af hættulegum efnum sem þarna geta verið. Stjórnvöld halda uppi stöðugri pressu á Varnarliðið um að hreinsa svæð- ið, en eins og allir vita er Varnar- liðið í peningakröggum,“ sagði Matthías í samtali við Víkurfrétt- ir. Meirihluti þeirra bygginga sem á svæðinu standa hafa verið lagðar í rúst og hefur heilu bílförmunum af allskyns drasli verið stolið. Fyrir stuttu var veginum að Rockville svæðinu lokað og þungum steypustólpum komið fyrir utan vegar. 1000 e-töflur og 130 grömm af kókaíni gerð upptæk Lögreglan í Keflavík, ísamstarfi við lögregluog tollgæslu á Kefla- víkurflugvelli, lögregluna í Reykjavík,Tollstjórann í Reykjavík og lögregluna á Húsavík, hefur undanfarið unnið að rannsókn máls er varða innflutning á 1000 E- töflum og u.þ.b. 130 g af kókaíni. Í þágu rannsóknar var á föstu- dag lögð fram krafa hjá Hér- aðsdómi Reykjaness og Hér- aðsdómi Norðurlands eystra að átta einstaklingar yrðu úr- skurðaðir í gæsluvarðhald og hefur Héraðsdómur Reykja- ness þegar úrskurðað 6 aðila í gæsluvarðhald í 3-14 daga. Ekki verða gefnar frekari upplýsingar um málavexti að svo stöddu, segir á vef lög- reglunnar. „Roðlausa ýsan selst best“ „Viltu ekki fá þér bita - þetta er úrvals harðfiskur,“ segir Kristján F. Kristins- son harðfisksölumaður þegar viðskiptavinir í Njarðvíkurútibúi Spari- sjóðsins í Keflavík ganga þar inn. Kristján er 68 ára gamall og hættur að vinna eins og hann segir. „Ég er að selja harð- fisk frá Þingeyri, Sandgerði og Grindavík,“ sagði hann í samtali við Víkurfréttir, en roðlausa ýsan er vinsælust. Kristján hefur búið lengi á Suðurnesjum. „Ég er nú bú- inn að eiga heima í Njarðvík í 30 ár og eiga sömu konuna í 42,“ sagði þessi hressi harð- fisksölumaður, en þau hjónin selja einnig kleinur. H jálmar Árnason, þingmaður Framsókn-arflokks í Suðvesturkjördæmi, vill aðhætt verði við hugmyndir um að byggja nýtt fangelsi við Geitháls í Reykjavík. Nær væri að nýta húsnæði Íslenskra aðalverktaka á Kefla- víkurflugvelli og skapa þannig ný störf í stað hundraða starfa sem eru að hverfa. Íslenskir aðalverktakar hafi þar boðið lausn sem sé 500 miljónum króna ódýrari. Þingmaðurinn segir frá því á heimasíðu sinni að samkvæmt áætlunum ríkisins kosti um einn miljarð króna að reisa nýtt fangelsi við Geitháls í Reykjavík. Hjálmar Árnason hefur efasemdir um þetta og líst betur á lausn sem Íslenskir aðalverktakar hafa boðið í húsnæði sínu á Keflavíkurflugvelli. Hún feli í sér möguleika á starfi og námi fanga, svari aðkallandi vanda vegna fjölda- uppsagna hjá varnarliðinu og sé um 500 milljónum ódýrari. Húsnæði sé til staðar og á skömmum tíma megi laga það að kröfum fangelsisyfirvalda. Til þess hafi Aðalverktakar þekkingu. Á vegum fyrir- tækisins allt um kring umrædd hús, séu ýmiskonar verkstæði og vinnustaðir þar sem fangar gætu stundað uppbyggilega vinnu og starfsþjálfun. Þing- maður kjördæmisins minnir á að oft hafi verið grip- ið til pólitískra aðgerða vegna áfalla byggðarlaga, varla hafi byggðalag áður mætt jafn miklu róti í at- vinnulífi eins og nú blasi við Suðurnesjum vegna breytinga hjá varnarliðinu. Því mæli bæði pólitísk og fagleg rök með þessari lausn. Vill fangelsi í húsnæði ÍAV á Keflavíkurflugvelli Varnarlið í fjárkröggum getur ekki rifið Rockville Búið er að loka veginum að Rockville. Eins og sést á myndunum hafa stórfelld skemmdarverk verið unnin á byggingum á svæðinu. - Krafa íslenskra stjórnvalda að byggingar á svæðinu verði rifnar Víkurfréttamynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson Farþegar um Leifsstöð: Mesti fjöldi í janúarmánuði frá því mæling- ar hófust Farþegum um FlugstöðLeifs Eiríkssonarfjölgaði um tæplega 21% í janúarmánuði miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 61 þúsund farþeg- um árið 2003 í um 74 þús- und farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmlega 19% milli ára. Farþegum sem milli- lenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar þó hlutfallslega enn meira eða um 28%. Farþegafjöldi í janúarmánuði hefur ekki verið svo mikill frá því mælingar hófust. Mávabraut 7, Keflavík. Góð 74m2 íbúð á 2. hæð í fjöl- býli með 3 svefnh. Nýlegir gluggar, endaíbúð. Laus fljótl. 7.000.000,- Suðurgarður 2, Keflavík. Huggulegt og mjög rúmgott endaraðhús, 194m2, ásamt 23m2 bílskúr. Allar innr. og gólfefni eru úr vönduðum efnum. 28m2 sólstofa. 18.900.000,- Grundarvegur 15, Njarðvík. Sérlega hugguleg 5 herb. íbúð á e.h. með sérinngangi. Eign sem mikið er búið að endurnýja ma. nýjar innréttingar, ný gólfefni, lagnir og fl. Stór sólpallur í suð-vestur. 14.200.000,- Smiðjuvellir 6, Keflavík. Um 273m2 steypt atvinnu- og verslunarhúsnæði á góðum stað. Inngangur aðgengilegur, ýmsir möguleikar. Nánari uppl. á skrifstofu 7. tbl. 2004 umbrot HEIMA 11.2.2004 13:57 Page 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.