Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Námskeiðahald hjá Miðstöð símenntunarer komið á fullt skrið. Þátttaka hefur ver-ið góð það sem af er og eru Suðurnesja- menn fróðleiksfúsir. Í næstu viku byrja nám- skeið í vélgæslu, ensku, spænsku, einelti á vinnu- stað, espressó, sölumennsku, sjálfsstyrkingu, list- in að vera dama, Hvað ertu tónlist og leiðsögu- námi. Á laugardaginn mun ráðgjafi vera hjá MSS og geta þeir sem telja sig eiga við lestrarerf- iðleika að stríða fengið greiningu og ráðgjöf. Þátttakendur þurfa að skrá sig hjá Miðstöð sí- menntunar á Suðurnesjum. Jónas Ingimundarsonverður með sitt marg-rómaða prógramm sem hann nefnir „Hvað ertu tón- list?“ í Listasafni Reykjanes- bæjar þann 19. febrúar nk. Jónas segir nokkrum erfiðleik- um bundið að lýsa uppákom- unni. „Eigum við ekki að segja að þetta byggist á spjalli og spekúlasjónum um tónlist ásamt þeim verkum sem ég spila. Ég freistast til að velta hugtakinu fyrir mér eins og kristalskúlu milli handanna og skoða það sem snýr upp hverju sinni.“ Jónas segir tilganginn ekki þann að fólk heyri músíkina eins og hann heyri hana heldur að kynna hvernig hægt er að nálgast tónlist á ýmsa vegu. „Við heyrum svo oft af því hvað Mozart dó ungur og hversu mörg börn Bach átti eða af heyrnarleysi Beethoven en fyrir mér er það bara heilsu- fræði. Ég reyni að beina at- hyglinni að tónlistinni sjálfri. Auðvitað er hægt að nálgast tónlist út frá meðvitaðri grein- ingu á formi og strúktúr en kannski erum við að tala hér um aðra nálgun þar sem tón- listin talar fyrir sig sjálf.“ Jónast gerir ráð fyrir að vera með sýnishorn af mörgum verkum. „Ég sit náttúrlega við mitt píanó og hef hvorki sin- fóníuhljómsveit eða rokkband mér til fulltingis. Ætli ég tíni ekki það úr handraðanum sem mér er hugleikið og spila það sem mér f innst gaman að spila,“ segir Jónas Ingimundar- son. Helga Braga verður meðnámskeiðið „Listin aðvera dama“ í Reykja- nesbæ þann 19. febrúar. Helga segir að námskeiðið sé „kokteill“ af gríni og gleði þar sem gert sé grín af öllum þeim mistökum sem dömur geta gert, ásamt „alvöru“ ráðleggingum frá ýmsum aðilum s.s. leikkonum, „glamúr“ gellum, samkyn- hneigðum vinum sínum og döm- um víðsvegar úr heimi. Jafnframt sé ákveðin sjálfsstyrking falin í námskeiðinu. Það er ekki verið að segja konum hvernig þær eigi að vera heldur er verið að styrkja ákveðinn þátt sem kannski hefur verið í dvala. Námskeiðið er ein- staklega létt og hlutirnir settir upp með bröndurum enda hefur það sannast að hláturinn sé eitt besta meðal sem til sé. Konur á öllum aldri hafa sótt þessi nám- skeið og frá hinum margvísleg- ustu starfsstéttum og haft gagn og gaman af segir Helga að lok- um. ➤ M I Ð S T Ö Ð S Í M E N N T U N A R Á S U Ð U R N E S J U M Skemmtileg námskeið framundan Hvað er tónlist? Listin að vera dama Nú er unnið að lagningu göngustígs með ströndinni við Keflavík. Stórvirkar vinnuvélar hafa síðustu daga ekið með efni í sjóvarnargarð og stíg við enda Básvegar og Hrannargötu í Keflavík. Í vikubyrjun var grafa að störfum neðan við bakaríið hjá Ragnari Eðvaldssyni. Á fallegu sumarkvöldi verður örugglega gaman að ganga þessa leið. Sveitarfélagið Garður hef-ur samþykkt samhljóðaað taka upp viðræður við Braga Guðmundsson og Tryggva Einarsson um hugs- anlega stækkun Byggðasafns- ins á Garðskaga. Um er að ræða hugmyndir að 676 fer- metra byggingu samkvæmt fyrirliggjandi frumteikningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja. Breytingar hafa verið gerðar á fyrri teikningum, sem gerðu ráð fyrir stálgrindarhúsi. Nú er skoð- uð bygging steinhúss sem er að hluta til á tveimur hæðum. Á efri hæð nýja hússins er gert ráð fyrir veitingaaðstöðu með útsýni yfir Faxaflóa. Gerðahreppur hefur jafnframt tekið við vitavarðarhúsinu að Garðskaga. Nú er unnið að hug- myndum um það hvernig húsið verði nýtt. Garðmenn ræða við verktaka um byggingu byggðasafns Göngustígur með ströndinni Ví ku rfr ét ta m yn d: H ilm ar B ra gi B ár ða rs on Daglega á Netinu - vf.is 7. tbl. 2004 umbrot HEIMA 11.2.2004 13:36 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.