Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 12. FEBRÚAR 2004 I 13 vísleg störf í gegnum tíðina sem ég er stoltur af,“ segir Ómar og það er greinilegt að samstarfið við Leikfélag Keflavíkur stendur Ómari mjög nærri. „Ég er ofsa- lega stoltur af revíunum og sam- starfinu við Leikfélag Keflavíkur. Þar er rosalega mikið af hæfileik- aríku og skemmtilegu fólki sem ég hef unnið með. Þetta eru ofsa- lega góðir vinir mínir eins og sést best á því að það eru vinir mínir í leikfélaginu sem standa fyrir tón- leikunum.“ Trúin hjálpar „Ég hætti að drekka fyrir nokkrum árum og mér finnst æðruleysið hafa hjálpað mér mikið. Maður fyllist þessari innri ró og tekst á við vandamálin með æðruleysi,“ segir Ómar og fer að tala um trúna á Guð. „Trúin hef- ur alltaf hjálpað mér og hún gerir það núna. Hjörtur Magni prestur í Fríkirkjunni kemur í heimsókn til mín reglulega og við ræðum saman um trúna, lífið og tilver- una. Hjörtur Magni er mjög góð- ur maður og það sakar ekki að ég þekki hann frá fornri tíð,“ segir hann. Langar að sjá börn og barnabörn vaxa úr grasi Þegar Ómar greindist með krabbamein fyrir 28 árum síðan var dóttir hans nýfædd. Hann segir að tilviljanirnar í lífinu geti verið skrýtnar því um svipað leyti og maginn var fjarlægður úr Ómari fékk hann þær dásamlegu fréttir að hann ætti von á afa- barni. Þegar viðtalið við Ómar er tekið er Ómar Ingi, afabarnið sex mánaða gamall. Strákurinn situr rólegur á gólfinu og hjalar og af- inn lítur reglulega til stráksins og fylgist vel með honum. „Mér finnst ég vera heppinn að hafa séð litla manninn, hann Ómar Inga og hefði viljað sjá hann verða stærri. Ég hefði líka viljað sjá börn og barnabörn okkar Guðnýjar verða stærri. Það væri gaman,“ segir Ómar sem svo sannarlega hefur ekki gefist upp gegn þessum hrikalega og oft banvæna sjúkdómi. „Ég reyni að vera sem jákvæðastur. Ég reyni að skrifa og punkta hjá mér hluti. Ég veit ekkert hvað ég fæ langan tíma, það geta alveg eins verið nokkrir mánuðir. Ég er frekar máttfarinn en samt rólfær þannig að ég get gengið um en þreytist mjög fljótt,“ segir Ómar og gríp- ur í handfangið sem hangir fyrir ofan rúmið. Ekki hræddur við að deyja En er Ómar hræddur við það að deyja? „Nei, ég er ekki hræddur við það að deyja. Maður náttúru- lega veltir því fyrir sér hvað taki við. En það kemur upp kvíði hjá mér. Sérstaklega gagnvart fólkinu mínu. Maður hugsar mikið um sína nánustu og hvernig þeim reiðir af,“ segir hann og það er svo auðséð þegar litið er í augu hans að fjölskyldan er honum allt. „Ég trúi á kraftaverk, ég er bara þannig í eðli mínu og ég vonast eftir því. Maður gerir það nátt- úrulega alltaf,“ segir Ómar og reisir sig við í rúminu. Fjármálin fara úr skorðum Þegar erfið veikindi taka sig upp hjá fjölskyldumanni riðlast allt heimilislíf og það er margt sem fer úr skorðum. Yfirleitt eru það fjármálin sem leikur fólk verst og segir Ómar að það hafi gerst í hans tilfelli. Þegar vinir hans hjá Leikfélagi Keflavíkur fréttu af því að Ómar hefði meiri áhyggj- ur af fjármálum fjölskyldunnar heldur en heilsu sinni ákváðu þeir að standa fyrir styrktartón- leikum sem fram fara í Stapanum í kvöld. „Vinir mínir úr Leikfé- laginu komu til mín og spurðu hvort þau mættu setja upp þessa tónleika. Ég er þeim ofsalega þakklátur fyrir þetta framtak og þetta hjálpar mér að takast á við erfiðleikana á réttum sviðum. Það skiptir svo miklu að þurfa ekki að vera með áhyggjur af einhverjum hlutum sem hægt er að laga með veraldlegum aðferð- um,“ segir Ómar og bætir við. „Ég mæti á tónleikana þó ég þurfi að vera í hjólastól og ég hlakka mikið til.“ Stutt í húmorinn Þeir sem þekkja Ómar, og þeir eru margir, vita að það er aldrei langt í húmorinn hjá honum. Honum tekst alltaf með sinni ein- stöku snilld að sjá spaugilegu hliðarnar á heiminum. Sjálfur segist Ómar nota húmorinn til að hjálpa sér þó hann sé mikið veik- ur. „Svona dagsdaglega hugsa ég sem minnst um sjúkdóminn. Ég reyni að hugsa um eitthvað allt annað. Ég nota húmorinn mikið og hugsa um eitthvað skemmti- legt - reyni að lyfta mér upp,“ segir Ómar og lýsandi dæmi um hans stundum kaldhæðna húmor er þegar hann segir við blaða- mann með bros á vör. „Ég er nú ekki dauður ennþá!“ Ávallt Suðurnesjamaður Hjartað í Ómari slær á Suður- nesjum og hann ber miklar til- finningar til Suðurnesjamanna. Þegar hann bjó á Suðurnesjum starfaði hann við ýmislegt. Með- al annars starfaði hann í Fríhöfn- inni, við skrifstofustörf í Garðin- um, í Verslunarbankanum og sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja. Áður en veikindin tóku sig upp voru þau hjónin að huga að flutningi til Keflavíkur. „Við vorum farin að skoða fast- eignaauglýsingar í Víkurfréttum. En veikindin hafa breytt þeim áformum,“ segir Ómar en það eru um 12 ár síðan hann fluttist til Reykjavíkur frá Keflavík. „Þetta átti aldrei að verða svona langur tími hér í höfuðborginni.“ Ómar fæddist á Seyðisfirði og árið 1960 fluttist hann í Garðinn þar sem faðir hans var kennari við Gerðaskóla. Hann bjó í Garð- inum til 1975 þegar hann fluttist til Keflavíkur. Ómar segist líta á sig sem Suðurnesjamann og ekk- ert annað. „Þó ég hafi flutt í KR hverfið þá held ég ekki með KR. Það skiptir mig ekki máli hvort ég komi úr Garðinum eða Kefla- vík. Ég er Suðurnesjamaður. Það ætti náttúrulega að vera búið að sameina þetta allt saman fyrir löngu síðan og ég held ég sé bú- inn að nefna þetta í hverri einustu revíu.“ Lítur á sig sem sagnamann Ómar hefur svo sannarlega skrif- að sig inn í hjörtu Suðurnesja- manna með revíunum sínum og hafa þær fengið góða dóma. Í revíunum nær Ómar fram spaugilegu hliðunum á bæjarlíf- inu á mjög eftirminnilegan hátt. „Það eru mjög fáir sem hafa ver- ið að skrifa revíur eins og ég hef verið að gera. Það er alltof lítið gert af revíum og það er svo oft sem litið er niður á spaugið. Margir líta á það sem annars flokks list. Það er bara ekkert öll- um gefið að koma spauginu nið- ur á blað. Maður fer að ystu mörkum í húmornum, en spaug er ekkert fyndið þegar farið er að særa fólk. Það er bara ekkert fyndið og það geta allir gert það. Spaug á ekki að særa,“ segir Ómar og hann lítur á sig sem sagnamann. „Mér finnst rosalega gaman að heyra góðar sögur og ég legg þær á minnið. Ég lít á mig sem sagnamann frekar en skáld. Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera skáld þó ég búi til kvæði og skáldlegan texta,“ segir hann en hann hefur samið þrjár revíur fyrir Leikfélag Keflavíkur, eitt leikrit fyrir Leikfélagið í Garðinum og hann hefur ekki tölu á þeim smáþáttum og skiss- um sem hann hefur skrifað. Auk þess segist hann eiga efni í að minnsta kosti þrjár ljóðabækur. Grín er dauðans alvara Eins og áður segir er ekki langt í húmorinn hjá Ómari sem hann segist hafa í genunum og úr æsk- unni. „Ef ég hefði ekki húmorinn í lagi - þá væri þetta ofboðslega erfitt. Ef maður hefur ekki skapið í lagi þá held ég að það hefði svo vond áhrif á sálina. Það myndi draga úr manni ef maður legðist í eymd og volæði. Það sagði ein- hvern tíma góður maður: Grín er dauðans alvara og þannig lít ég á málin. Mér þykir svo margt fynd- ið í lífinu og þannig hafa náttúru- lega revíurnar orðið til,“ segir Ómar og það er ekki hægt að segja annað en að hann fylgist vel með og sjái spaugilegu hlið- arnar á málunum. „Þegar ég sá þetta umdeilda skilti sem búið er að koma fyrir við Reykjanes- brautina þá fór ég að hugsa um af hverju umhverfisstofnun fór að væla yfir skiltinu. Ég meina, þetta er auðn þarna og skiltið fríkkar bara upp á umhverfið. Til hvers er verið að væla út af þessu,“ segir hann og finnst um- fjöllunin um forsetamálið svo- kallaða vera fyndið fyrir lífstíð eins og hann orðar það. Og hann hefur ákveðnar skoðanir á bæjarmálunum. „Það er leiðin- legt að horfa á hvernig verið er að fara með Suðurnesin. Mér finnst hálf fyndið að sjá hvernig Akureyringarnir fá fjármagn til sín á silfurfati og hvernig þing- menn kjördæmisins bera fatið fram og þurfa lítið fyrir því að hafa. Vestfirðingarnir eru ekki hálfdrættingar á við Akureyring- ana. Miðað við ástandið á Suður- nesjum þá finnst mér vanta að fjármagn komi þangað. Það er ekki lengur hægt að segja: Þið hafið herinn. Meirihluti kvótans er farinn og það er ekki lengur hægt að segja svona. Það verður að gera eitthvað róttækt. Þess er ekki langt að bíða að það koma fleiri körfuboltamenn til Kefla- víkur heldur en hermenn,“ segir Ómar og bætir því við að þetta yrði fínt efni í nýja revíu. Líknandi meðferð Í dag hlýtur Ómar líknandi með- ferð en markmiðið með henni er Í kvöld verða haldnir styrktartónleikar í Stapa til stuðnings og heiðurs Ómari Jóhannssyni, revíu- og leikritahöfundi með meiru. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Miðasala hefst kl. 19:30 í Stapa. Dagskrá tónleikanna verður eftirfarandi: * Flutt verða nokkur lög úr revíum Ómars * Rúnar Júlíusson - trúbador * Rúnar og Mæja Baldurs - söngur * Gálan - trúbador * Breiðbandið - hljómsveit * Víkingarnir - söngsveit * Kjartan Már - fiðluleikur Aðgangseyrir á tónleikana verður að lágmarki 1000 krónur, en að öðru leiti verður aðgangseyrir frjáls. Aðstandendur tónleikanna hvetja fólk til að mæta, bæði þá sem þekkja Ómar en einnig hina sem þekkja verkin hans og hafa haft skemmtan af. Styrktartónleikar í Stapa í kvöld! Framhald á næstu síðu... Ómar hefur samið og leikstýrt revíum fyrir bæði leikfélögin í Garði og Keflavík. Ómar ásamt Ómari Inga barnabarni sínu og nafna. Ómar er mikill áhugamaður um ensku knattspyrnuna og gallharður stuðningsmaður Chelsea. Um síðustu helgi, þegar Chelsea var að spila voru teknar myndir af nöfnunum í Chelsea búningum. 7. tbl. 2004 umbrot HEIMA 11.2.2004 12:43 Page 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.