Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 8
MIKIÐ ER GAMAN hjá ritstjórum DV þar sem þeir sitja sem kóngar og nafngreina persónur í gríð og erg í fréttum sínum. Á forsíðu DV sl. mánudag nafngreindu kóngarnir pilt- inn sem sló Fannar Ólafs- son í andlitið með bjórglasi. Kallinum dettur ekki í hug að verja þennan pilt því það sem hann gerði er ekki af- sakanlegt. En hvernig í ósköpunum leyfa þessir ný- krýndu kóngar á slúður- blaðinu DV að nafngreina ungan dreng sem hefur sjálfsagt í ölæði sínu slegið Fannar? Hvaða vald hafa þeir? Og frá hverjum? Kallinn lýsir sinni mestu vanþóknun á þessari stefnu slúðurritstjóranna og vonar að aðrir taki þar við stjórnartaumunum. SNJÓMOKSTUR er mismunandi á Suðurnesjum - Kallinn hefur fengið bréf þar sem íbúi í Grindavík kvartaði undan því að ekki væri vel staðið að snjó- mokstri þar á bæ. Það er langt síðan Kallinn kom til Grindavíkur - en gaman væri að heyra frá íbúum um það hvað þeim finnist um snjómokstur hjá þeim. KALLINN er mikið í kringum Suðurnesjamenn sem vinna hjá Varnarliðinu og nú er uppi orðrómur um að uppsagna sé að vænta á vellinum. Kallinn hefur heyrt að allt að 40 slökkviliðsmönnum verði sagt þar upp innan tíðar. Samkvæmt heimildum Kallsins hafa blaðamenn Víkurfrétta kannað þennan orðróm upp á síðkastið, en þeir hafa enga staðfest- ingu fengið á að uppsagna sé að vænta. Kallinn hef- ur áhyggjur af þessu, en ljóst er að frekari uppsagnir eru fyrirhugaðar á vellinum - allar fréttir benda til þess. Kallinn óskar eftir upplýsingum. KALLINN TELUR SIG hafa nokkuð traustar heimildir fyrir því að 40 slökkviliðsmönnum verði sagt upp innan tíðar. Vonandi gerist það ekki - en Kallinn óskar eftir upplýsingum! FLUGVALLARVEGURINN er hrikalegur. Í langan tíma hefur hann verið holóttur og vart fær fólksbílum. Hvenær á að laga þennan veg? VEGNA BRÉFA sem Kallinum hefur borist lætur hann hér staðar numið. BARÁTTUKVEÐJA! kallinn@vf.is stuttar f r é t t i r 8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Kallinn á kassanum MUNDI Sýning Árna John- sen opnar á laugardag Laugardaginn 14. feb.kl. 15.00 verður opn-uð sýning á listaverk- um Árna Johnsen í Gryfj- unni, Duushúsum í Reykja- nesbæ. Um er að ræða tæplega 40 verk sem unnin eru úr grjóti frá Grundar- firði, stáli og ýmsu öðru efni. Sýningin stendur til 14. mars og er hún opin alla daga frá kl. 13.00- 18.00. Duushús - menningarmiðstöð Reykjanesbæjar Menningarmiðstöð Reykja- nesbæjar, Duushúsin hafa verið í uppbyggingu síðustu ár og hýsa nú þegar margs konar menningarstafsemi þó ekki séu öll húsin tilbúin enn. Bátasafn Gríms Karlssonar er staðsett í norðurenda Duushúsanna og hefur yfir að ráða 350 m2 sýningarsal. Þar eru sýnd 59 bátalíkön eft- ir Grím Karlsson fyrrv. skip- stjóra úr Njarðvík og er saga sjávarútvegs á Íslandi reifuð með þeirra hjálp. Listasafn Reykjanesbæjar hefur yfir að ráða 240 m2 sýningarsal inn af Bátasafn- inu og þar hafa til þessa verið settar upp 8 sýningar valin- kunnra listamanna. Lista- maðurinn sem sýnir nú í salnum heitir Carlos Barao og kemur frá Portúgal. Salur Listasafnsins hefur einnig verið notaður til tónleika- halds. Þriðji salurinn, Gryfjan, er nú í endurgerð og mun Byggðasafn Reykjanesbæjar opna þar sýningu á 10 ára af- mælisdegi Reykjanesbæjar, 11. júní n.k.. Byggðasafnið er 25 ára á þessu ári og er sýningin því afmælissýning og mun standa í eitt ár. Sýn- ing Árna Johnsen er í þess- um sal. Kæri Kall. Ég er ruslakelling að eðlisfari. En núna er mér nóg boðið. Ég NEYÐIST til að fara að flokka ruslið mitt. Held bara að ég hafi ekki fengið leiðinlegra við- fangsefni í hendurnar í langan tíma. Endalausar pælingar um hvar ég á að setja þetta eða hitt ruslið íhhhh. En þar sem seinnanafnið mitt er POLLÝ- ANNA og áramótaheitið mitt var að vera jákvæð ákvað ég að reyna að gera þetta allt á jákvæðan hátt. Ég og vinnufélagi minn ákváðum að byrja á að setja Moggann og Fréttablaðið í kassa og koma blöðunum í gám sem má setja í ÓKEYPIS (ENN ÞÁ). En ég þekki mig svo vel þannig að ég veit að ég verð að dröslast með kassa með gömlum dagblöðum í bílnum í margar vikur áður en ég kem því í gáminn. Man einu sinni eftir að hafa farið með blöð, og ég var í tómu stríði við að troða því í gatið og hlaupa um allt Samkaupsplan á eftir fjúkandi Moggum því það er náttúrulega ekki alltaf logn hér í Reykjanes- bæ. En ég skal og get og vil. Ég kem þessu í gáminn. Svo í vor ætla ég svo að kaupa mér safnkassa, eða biðja minn elskulega eiginmann að smíða eitthvað svona apparat sem ég set allt draslið í og þá verður það að mold innan fárra daga, mánaða eða ára.... ég á sko eftir að kynna mér þetta betur. En það besta við þetta allt saman er, er að ég þarf að fá mér nýja eld- húsinnréttingu. Jú ég er bara með svona skáp með einfaldri ruslatunnu.... en ég þarf margskipta tunnu til að fá stimpilinn ALVÖRU RUSLAKELLING. Ég hefði viljað fá svona kynningu í Víkurfréttir þar sem mér og fleirum ruslakellingum og köllum er kennt að meika tíu daga án sorphirðu án þess að fara að kveikja í rusli í gamalli olíutunnu í garðinum mínum. Bjarta ruslatíð, íbúi í fagrabæ.... Ekkert varð úr snjóstríði sem nemendur úr 4. SH í Njarðvíkur- skóla ætluðu að halda á dögunum. Nemendurnir voru búnir að hlaða mikið snjóvirki á bílaplaninu fyrir utan Sparisjóðinn í Njarðvík og hugðust taka þar á móti nemendum úr öðrum fjórða bekk. Spenningurinn var mikill. „Við rústum þessu,“ sagði einn guttinn þegar Víkurfréttir hættu sér inn á átaka- svæðið. Það var jú alvöru snjóstríð í uppsiglingu þar sem snjóbolta átti að nota sem vopn. Nemendurnir voru einnig búnir að koma sér upp þungavopnum, s.s. stórum snjóköggl- um sem átti að nota til að hrinda árás á virkið. Spennan í algleymi og hróp á milli bekkjanna. „Komiði ef þið þorið!“ Vöðvarnir spenntir til hins ýtrasta. Allt í einu heyrðist skaðræðisöskur: „Gangavörður - gangavörður,“ og þar með tvístraðist hópurinn. Þegar einn guttanna var spurður hvers vegna hætt hafi verið við stríðið svaraði hann: „Við megum ekki vera hérna,“ og með það hljóp hann ásamt hópnum í átt til skólans og þar voru allir vinir að sjálfsögðu. En snjóstríðið bíður betri tíma. Og kannski komast friðargæsluliðar skólans ekki að því hvar fyrirhugað átakasvæði verður. VF-ljósmynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson B jörgunarsveitin Suður-nes verður 10 ára áþessu ári. Að því tilefni hefur verið ákveðið að stofna kvennadeild. Fyrirhugað er að ná saman hópi kvenna sem hefði áhuga á að taka þátt í skemmtilegum og gefandi fé- lagskap með það að markmiði að styðja við bakið á þessu frá- bæra fólki í þessu óeigingjarna starfi sem oft hefur leitt til björgunar mannslífa. Í kvöld, 12. febrúar, kl. 20.00 mun Kristín Gunnbjörnsdóttir, formaður Hraunprýðis í Hafnar- firði, koma í hús Björgunarsveit- arinnar að Holtsgötu 51 og kynna starfsemi kvennadeilda víðs veg- ar um landið. Ef þig langar að láta gott af þér leiða og vera í skemmtilegum félagskap vertu þá velkomin, það mun verða tek- ið vel á móti þér. Okkur vantar þig! Snjóstríði afstýrt snögglega Efri mynd: Við öllu búnir í virkinu. Neðri mynd: Gangavörðurinn mættur og hópurinn tvístrast. Árni fékk að DUUS-a í steininum og nú eru steinarnir hans Árna í DUUS-húsum... 7. tbl. 2004 umbrot HEIMA 11.2.2004 13:11 Page 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.