Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hann liggur í sjúkrarúmiá stofugólfinu á heimilisínu í Vesturbænum. Hann er með sæng og teppi yfir sér og þegar horft er í and- lit hans sést að hann á við erfið veikindi að stríða.Við hlið hans stendur tæki sem hann er tengdur við á nóttunni svo hann fái næringu. „Komstu ekki með blaðið með þér? Já það var eins gott fyrir þig,“ sagði Ómar með bros á vör um leið og hann heilsaði. Dóttir hans var hjá honum ásamt stráknum sínum, Ómari Inga sem er afabarnið hans Ómars. Frísklegur strákur með sann- kallaðar bollukinnar.Við hlið- ina á sjúkrarúminu er fugla- búr þar sem páfagaukarnir Emil og Jósteinn búa - svona sjóræningjapáfagaukar sem tala. Ómar hefur síðustu mánuði barist við krabbameinið og hafa aðstandendur og vinir aðstoðað í þeirri baráttu af mesta megni. Kona hans, Guðný Rannveig hef- ur staðið þétt við hlið Ómars og glaðværð hennar smitar út frá sér. Tilfinningarnar sem berjast um í Ómari þekkja þeir einir sem hafa barist við lífshættulega sjúk- dóma. Ómar, sem er 52 ára gam- all vill með þessu viðtali í Víkur- fréttum koma hreint fram við alla þá sem styðja hann í þessari bar- áttu. Og hann gerir það af sann- kölluðu æðruleysi. Haustið 2002 var Ómar farinn að léttast óhóflega mikið en fann ekki mikið til. Hann gat lítið borðað og hélt engu niðri. „Ég fór til heimilislæknisins sem pantaði magaspeglun fyrir mig. Niðurstaða speglunarinnar sýndi að ég var með rosalegar bólgur í maganum. Sýni var tekið og viku síðar kom í ljós að maginn var fljótandi í krabbameini, en það var ekkert æxli. Þetta hafði verið lengi að gerjast í maganum á mér,“ segir Ómar. Maginn fjarlægður Fyrir rúmi ári síðan, þann 16. janúar í fyrra, var Ómar skorinn upp og maginn fjarlægður eins og hann lagði sig. Eftir þá aðgerð voru læknar bjartsýnir á að kom- ist hefði verið fyrir krabbameinið með aðgerðinni. Ómar lá í nokkra mánuði inn á spítala. „Ég átti að geta nærst með því að borða lítið og oft. Það tókst nú samt ekki og á endanum þurfti ég á næringu að halda í fljótandi formi Ég reyndi nú samt að fara að vinna, bisaði við það með misjöfnum árangri,“ segir Ómar en hann fékk næringu í æð á nóttunni og þeim mat sem hann borðaði hélt hann ekki niðri. „Ég var orðinn agalega þreyttur á þessu, bæði líkamlega og and- lega.“ Mikið áfall Í byrjun desember í fyrra var Ómar orðinn mjög máttfarinn og hafði lést óhóflega mikið. Tekin var ákvörðun um að senda Ómar í næringu á spítala svo hægt yrði að skera hann upp og athuga hvað hægt væri að gera. Í byrjun janúar á þessu ári fór Ómar á skurðarborðið. „Þegar læknarnir voru búnir að opna mig sáu þeir að krabbameinið var komið út um allt. Skurðinum var lokað og mér sagt að ekkert væri hægt að gera. Þetta var náttúrulega mikið sjokk því mér hafði verið sagt að horfurnar væru nokkuð góðar og að búið væri að komast fyrir þetta þegar maginn var tekinn,“ segir Ómar og bætir því við að hann hafi ekki viljað trúa því að krabbameinið hafi tekið sig upp aftur. „Undirmeðvitundin sendir manni samt einhver skilaboð og innst inni varð ég að trúa þessu.“ Í annað sinn með krabbamein Ómar hefur kynnst baráttunni við krabbamein áður, en 23 ára gam- all greindist hann með krabba- mein í eitlum og fór þá í gegnum geisla- og lyfjameðferð. „Það eru 28 ár síðan ég fékk eitlakrabba- meinið og þá var baráttan við þann sjúkdóm mun erfiðari en hún er í dag. Ég gekk náttúrulega í gegnum allt ferlið á þessum tíma og sjokkið var því kannski ekki eins mikið þegar maginn var tekinn.“ Þeir sem hafa fengið þær hræði- legu fréttir að þeir séu með krabbamein taka þeim fréttum oft með mikilli reiði. Hvernig leið Ómari þegar hann fékk þess- ar fréttir? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Ég tók þessu með óstjórnlegri ró, þó ég segi sjálfur frá. Auðvitað tekur þetta á mann en þetta er bara einn af þeim hlutum sem maður getur ekki breytt. Maður verður bara að trúa því að það gerist krafta- verk. Það er nú bara það sem er,“ segir Ómar og lítur á nafna sinn og brosir. Hugsar um aðra En var Ómar reiður þegar honum var tilkynnt að ekkert væri hægt að gera? „Reiður er kannski ekki rétta orðið. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég átti að bregðast við þessu. Það kemur yfir mann ein- hverskonar mók. Síðan fer mað- ur að hugsa um þá sem eru í kringum mann, aðstandendur, vinina og þá sem manni þykir vænt um. Það er eiginlega erfið- ast að fylgjast með fólkinu í kringum mig og sjá hvernig það bregst við þessum fregnum,“ segir Ómar. Ómar hefur fengið mikið af heimsóknum frá því það kom í ljós að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur. Ómar segir að heimsóknirnar skipti miklu máli og hann þakkar fyrir að eiga mik- ið af vinum og kunningjum. „Ég er búinn að fá ótrúlega mikið af góðum heimsóknum og margir æskufélagar mínir hafa kíkt á mig. Sem betur fer á ég mikið af vinum og kunningjum. Ég er ofsalega þakklátur fyrir það hve margir hafa heimsótt mig og það hefur skipt mig verulegu máli,“ segir Ómar brosandi. Orð góðrar vinkonu hughreysta „Það er náttúrulega allt sem fer til fjandans við þessar aðstæður. Það stoppar allt og það sem mað- ur hugsar kannski mest um er hvað maður eigi mikið eftir að gera í lífinu. Það kom góð vin- kona mín í heimsókn fyrir stuttu og hún sagði við mig: Já, en Ómar minn, eigum við ekki alltaf eftir að gera eitthvað? Þetta fannst mér mjög gott hjá henni,“ segir Ómar. Ertu sáttur við það sem þú hefur gert? „Já og nei. Maður er náttúrulega aldrei alveg sáttur. En ég er rosa sáttur í dag. Ég hef unnið marg- Ómar Jóhannsson revíu- höfundur af Suðurnesjum heygir harða baráttu við krabbamein sem greindist fyrir réttu ári síðan. Ómar er vel kunnur á Suðurnesj- um, bæði fyrir samstarfið við Leikfélögin í Keflavík og Garði og þau fjölmörgu störf sem hann hefur stundað. Hann á mikið af vinum og þegar þeir fréttu að hann væri að berjast við lífs- hættulegan sjúkdóm ákváðu þeir að styðja við bakið á honum með sínum hætti. Vinirnir vildu bægja fjárhagsáhyggjum frá Ómari svo hann gæti barist við sjúkdóminn af fullum krafti. Í kvöld verða haldnir styrktartón- leikar í Stapanum - tónleikar helgaðir Ómari. Ekki hræddur við að deyja Ómar Jóhannsson revíuhöfundur á í erfiðri baráttu við mjög alvarlegt krabbamein: „Þegar læknarnir voru búnir að opna mig sáu þeir að krabbameinið var komið út um allt. Skurðinum var lokað og mér sagt að ekkert væri hægt að gera. Þetta var náttúrulega mikið sjokk því mér hafði verið sagt að horfurnar væru nokkuð góðar og að búið væri að komast fyrir þetta þegar maginn var tekinn,“ Ómar var liðtækur í golfinu og starfaði fyrir Golfklúbb Suðurnesja. Myndin er frá þeim tíma. VIÐTAL: JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON 7. tbl. 2004 umbrot HEIMA 11.2.2004 12:43 Page 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.