Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 14
Intersport-deildin KR-GRINDAVÍK Grindvíkingar eiga enn eftir að finna sig eftir jól þar sem þeir hafa tapað þremur af fimm deild- arleikjum og misst toppsætið í hendur Snæfellinga. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, segir leikinn gegn KR vera mjög krefjandi verkefni. „Þeir hafa verið mjög sterkir að undanförnu og duttu í lukkupott- inn með Kanann sem þeir fengu eftir áramót og hefur verið alveg óstöðvandi. Þannig að við þurf- um að hafa okkur alla við. Páll Axel er að koma aftur eftir meiðsli og verður vonandi klár í slaginn og það skiptir miklu máli fyrir okkur.“ ÍR-NJARÐVÍK Njarðvíkingar hafa haft góðan tíma til að ná sér eftir tapið í bik- arúrslitunum um síðustu helgi og þurfa að fara að einbeita sér að deildinni þar sem þeir hafa slegið slöku við í síðustu leikjum. Í kvöld mæta þeir ÍR-ingum sem hafa hins vegar staðið sig með mikilli prýði eftir áramót þar sem þeir hafa unnið 4 leiki en bara tapað einum sem var gegn Kefla- vík í Sláturhúsinu. Þar með hafa þeir híft sig upp af botni deildar- innar og eru komnir með gott forskot á Breiðablik, KFÍ og Þór. Friðrik Ragnarsson, þjálfari, seg- ir sína menn vera búna að sleikja sárin síðan í bikarúrslitunum en nú sé kominn tími á að bíta á jaxlinn. „ÍR eru orðnir mjög sterkir og við verðum að ná sigri í þessum leik. Við megum alls ekki við tapi.“ KEFLAVÍK-KFÍ Nýkrýndir bikarmeistarar Kefla- víkur fá KFÍ í heimsókn á morg- un og er næsta auðvelt að lofa ör- uggum heimasigri þar sem ekk- ert íslenskt lið hefur sótt stig til Keflavíkur í rúmlega 30 leiki. Þá eru Ísfirðingar ekki manna lík- legastir til að breyta út af þeim vana þar sem þeir hafa verið við botn deildarinnar í allan vetur. Falur Harðarson, annar þjálfara Keflavíkur, segir stemmninguna góða í hópnum, en nú ríði á að ná upp baráttunni eftir bikarsigur- inn. „Það er oft erfitt eftir úrslita- leiki að ná upp andanum, en við höfum sett okkur það markmið að vinna alla leiki sem eftir eru, en munum taka einn leik fyrir í einu.“ NJARÐVÍK-BREIÐABLIK Njarðvíkingar ættu ekki að þurfa að hafa mikið fyrir þessum sigri þar sem Blikarnir hafa ekki verið að gera miklar rósir að undan- förnu og hafa aðeins unnið tvo af síðustu tíu leikjum sínum sem voru gegn botnliðum KFÍ og Þórs. Friðrik þjálfari sagði þó að hann byggist ekki við auðveldum leik. „Við erum þó á heimavelli sem kemur okkur vel, en við verðum að fara að bíta frá okkur. Við erum búnir að setja okkur raun- hæft markmið um að lenda í þriðja eða fjórða sæti í deildinni og treystum á að toppa í úrslita- keppninni.“ TINDASTÓLL-KEFLAVÍK Á sunnudaginn fara Keflvíkingar í heimsókn á Sauðarkrók þar sem þeir mæta Tindastóli. Stólarnir hafa verið æði misjafnir í vetur þar sem þeir hafa unnið nokkra góða sigra, en dalað þess á milli. Heimavöllur Tindastóls er þó með þeim betri á landinu og þýð- ir því lítið að gefa sér nokkuð fyrirfram heldur verður að vinna fyrir sigrunum. Keflvíkingar setja stefnuna á að vera með sem besta stöðu fyrir úrslitakeppnina, en Falur Harðarson segir að þeir verði að stóla á sjálfa sig og vinna sína leiki þar sem ekki þýði að setja traust sitt á að öðr- um liðum fatist flugið. GRINDAVÍK-ÞÓR ÞORL. Þór frá Þorlákshöfn hóf feril sinn í úrvalsdeild með látum þar sem þeir unnu fyrstu tvo leiki sína, en síðan hafa þeir tapað öllum 14 leikjum sínum og virðast dæmdir til að falla niður í fyrstu deildina á ný í vor. Grindvíkingar hafa yf- irburði hvað varðar mannskap og ættu ekki að lenda í vandræðum í þessum leik sem fer fram á mánudaginn. Friðrik Ingi segir að Þór sé and- stæðingur sem þeir taki alvar- lega. „Það er nú þannig í þessu að það er ekki á vísan að róa. Hvert verkefni er krefjandi og liðin hafa verið að breytast eftir áramót og þeir hafa sjálfsagt tek- ið framförum eftir því sem nýju mennirnir koma betur inn í lið- ið.“ 1. deild kvenna ÍS-NJARÐVÍK Bæði þessi lið hafa dalað nokkuð 14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! sportið að honum líði eins vel og best verður á kosið. „Ég fæ næringu í æð ásamt smá deyfilyfi. Ég er ekkert kvalinn sem stendur, hvað sem síðar kann að verða. Ég bað um að fá að vera heima því hér líður mér vel. Ég reyni að borða en ég held engu niðri. Það koma hjúkrunarkonur kvölds og morgna til að tengja mig við tæk- ið,“ segir Ómar og bendir á tæki sem stendur við hliðina á rúminu hans. Tekur einn dag í einu Sögurnar hans Ómars eru margar og hann er svo sannarlega mikill sagnamaður. Það væri auðvelt að gleyma sér í marga klukkutíma við að hlusta á sögurnar hans. En hann er orðinn þreyttur. „Ég tek bara einn dag í einu, en lít alltaf fram á veginn. Hef alla tíð gert það og hætti því ekki. Maður bíður bara eftir því sem verða vill. Maður veit aldrei hvaða stefnu þetta líf tekur, ég er nú bú- inn að kynnast því.“ Ekki hræddur við að deyja... Ví ku rfr ét ta m yn d: H éð in n Ei rík ss on Styrktarreikningur í Sparisjóðnum Fyrir þá sem komast ekki á styrktartónleikana í Stapanum sem haldnir verða í kvöld til styrktar Ómari er bent á reikning sem stofnaður hefur verið í Sparisjóðnum í Keflavík: 1109-05-409040 Í dag hlýtur Ómar líknandi meðferð en markmiðið með henni er að honum líði eins vel og best verður á kosið. 7. tbl. 2004 umbrot HEIMA 11.2.2004 12:43 Page 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.