Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 12.02.2004, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Frummælendur flytja erindi í 15 mín. hver: Árni Sigfússon bæjarstjóri. Upplýsingamiðstöðin og ferðamál í Reykjanesbæ. Reynir Sveinsson formaður SSS. Hvernig á að auka ferðamennsku á Suðurnesjum? Ómar Smári Ármannsson lögreglumaður. Gönguleiðir, saga og minjar. Kjartan Lárusson ráðgjafi. Markaðsskrifstofur ferðaþjónustunnar. Anna Sverrisdóttir aðstoðarfrkvstj. Bláa Lóninu. Uppbyggingin í Bláa Lóninu. Fyrirspurnir í 20 mín. Pallborð: Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæ. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri Grindavík. Sigurður Jónsson bæjarstjóri Garði. Reynir Sveinsson forseti bæjarstjórnar Sandgerði. Jón Gunnarsson alþm. og oddviti Vatnsleysustrandarhreppi. Guðjón Guðmundsson framkvstj. SSS. Ráðstefnustjórar: Kristján Pálsson formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja og Guðbjörg Jóhannsdóttir atvinnuráðgjafi SSS. Ferðamálaráðstefna Hvert stefnir í ferðaþjónustunni á Reykjanesi? Ferðamálasamtök Suðurnesja og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum boða til fundar um ferðamál föstudaginn 13. febrúar 2004. Ráðstefnan verður haldin í Eldborg, Svartsengi, frá kl. 13.30 til kl. 17.00. Allir velkomnir. Fundarboðendur. Anna Sverrisdóttir aðstoðarframkvstj. Ómar S. Ármannsson lögreglumaður. Reynir Sveinsson formaður SSS. Árni Sigfússon bæjarstjóri. M ig langar að faranokkrum orðum umferðaþjónustu á Reykjanesi. Mín aðkoma að ferðaþjónustu á Reykjanesi er ný eða frá því um miðjan júni 2003. Þá var ég ráðin í tímabundið starf á Upplýsingamiðstöð Reykjaness sem þá var opnuð. Hef ég á þessum tíma orðið þess áskynja að það skortir meiri samvinnu á meðal sveitarstjórna og ferða- þjónustuaðila á svæðinu og stendur það ferðaþjónustunni á Reykjanesi fyrir þrifum. Þrátt fyrir mikið starf sem hefur verið unnið hér á síðustu árum höfum við dregist aftur úr í samkeppn- inni um ferðamanninn. Heildarmynd svæðisins er að mínu mati ekki nógu skýr. Ferða- þjónusta er ímynd sem þú selur og það verða allir að standa sam- an að baki þeirri ímynd svo að hún sé sönn. Hvert sveitarfélag þarf að skilgreina ímynd sína í samræmi við heildarmyndina. Galdurinn á bak við þetta er að það þarf að vera náið samstarf og samstaða allra aðila, hver einasti maður þarf að vita hvert hlutverk hans er og vinna sína vinnu í samræmi við það. Allir þurfa að stefna að því sama, sveitarstjórn- ir jafnt og þjónustuaðilar. Ferðaþjónusta er atvinnugrein þar sem samvinna er undirstaða alls. Lausnina tel ég felast í samein- uðu átaki allra, bæði þjónustuað- ila/ferðaþjónustuaðila og sveitar- stjórna í markaðssetningu og kynningu Reykjaness í heild sinni. Til þess að það verði að veruleika, þarf að vera til vett- vangur allra til að koma skoðun- um sínum og hugmyndum á framfæri. Sé ég fyrir mér Ferða- málasamtök Suðurnesja sem slíkan vettvang, þar sem sætu í stjórn aðilar frá ferðaþjónustuað- ilum og sveitarstjórnum óháð pólitískum meirihluta sveitarfé- laganna. Þar gæti hugsanlega verið gerð stefnumörkun um heildarmynd svæðisins sem væri síðan unnið markvisst eftir. Metnaður samtakanna þyrfti að vera sá að það væri kappsmál fyrirtækjanna að vilja taka þátt, t.d. með góðri kynningu og auð- veldu aðgengi að samtökunum, reglulegu námskeiðahaldi, áhugaverðum fyrirlestrum og fl. Með slíkum vinnubrögðum tel ég að megi lyfta grettistaki í kynningu á svæðinu. Eitt langar mig til að minnast á í lokin, það er að til er einn vett- vangur fyrir ferðaþjónustuaðila sem aðra að koma skoðunum sínum og hugmyndum á fram- færi, það er vefsíðan www.reykjanes.is, þetta er vef- síða sem höfða á til allra sem vilja kynna sér eitthvað um Reykjanes. Síðan er í stöðugri þróun og gaman væri að fá at- hugasemdir um hvað mætti betur fara á henni og hvað fólk er ánægt með, og hvort fólk sé al- mennt að skoða hana. Rannveig L. Garðarsdóttir verkefnisstjóri Upplýsingamiðstöð Reykjaness reykjanes@reykjanesbaer.is Ferðaþjónusta á Reykjanesi Lesendur og greinahöfunar athugið! Talsvert magn aðsendra greina bíður birtingar í þessari viku. Efnið má allt finna á vf.is Greinarnar munu birtast í næstu tölublöðum. 7. tbl. 2004 umbrot HEIMA 11.2.2004 13:47 Page 20

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.