Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.06.2004, Qupperneq 1

Víkurfréttir - 24.06.2004, Qupperneq 1
S T Æ R S T A V I K U L E G A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M Aðsetur: Grundarvegi 23 • 2. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími: 421 0000 • www.vf.is • Fréttavakt: 898 2222 Inn á öll heimili á Suðurnesjum í hverri viku. Öflugasti auglýsingamiðill Suðurnesja. Fimm stjörnu fjármálafyrirtæki 20032002200120001999 26. tölublað • 25. á rgangur Fimmtudagurinn 2 4. júní 2004 Gert er ráð fyrir að hafist verði handa viðbyggingu stálpípuverksmiðju í Helguvík inn-an 4 til 5 mánaða. Bandaríski stálpípufram- leiðandinn International Pipe and tube er á loka- stigum fjármögnunar vegna byggingar verksmiðj- unnar. Viðræður við stóran evrópskan banka hafa staðið yfir um fjármögnun hluta byggingakostnað- ar og að bankinn leiði lánsfjármögnun fyrirtækisins vegna framkvæmdanna. Nýlega ræddu forsvarsmenn IPT við Íslenskar banka- stofnanir um fjármögnun og voru svörin jákvæð í þeim viðræðum. Í framhaldi af því var rætt við evrópska bankann og reyndist niðurstaða þeirra viðræðna mjög jákvæð. Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu vegna fjármögnunarinnar og í framhaldi af því verður skrifað undir fjármögnunarsamning. Gert er ráð fyrir að unnið verði að gerð samningsins næstu 4 til 5 mán- uðina og þegar þeirri vinnu lýkur geta framkvæmdir hafist. Suður-Kóreska fyrirtækið Daewoo er yfirverktaki byggingu verksmiðjunnar og samhliða samningnum við bankann segjast forsvarsmenn IPT vera að ganga frá samningum við Daewoo. Innan fyrirtækisins hefur verði unnið að tæknilegum lausnum hvað varðar bygg- ingu verksmiðjunnar og er undirbúningur innan Da- ewoo kominn lengra en upphaflega var áætlað. Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ segist vera ánægður með stöðu mála vegna Stálpípuverksmiðjunn- ar. „Þetta lítur allt mjög vel út, en við höfum áður sagt að við munum ekki skera neina rjómatertu fyrr en verkefnið er alfarið í höfn,“ sagði Árni í samtali við Víkurfréttir. Bygging stálpípuverksmiðju hefst fyrir áramót „Mér líður konunglega“ Hjartaaðgerðin í máli og myndum í miðopnu - segir Helgi Einar í viðtali við Víkurfréttir. ➤ Stór evrópskur banki leiðir fjármögnun IPT í Helguvík: 26. tbl. 2004 32 sidur umbrot 2 23.6.2004 16:20 Page 1

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.