Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.06.2004, Side 10

Víkurfréttir - 24.06.2004, Side 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! MUNDI Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (íþróttafréttir), sími 868 7712, sport@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0000 Það hefur þurft stólpípu til að fá þessa stálpípu... MIKILLAR REIÐI GÆTIR hjá Suðurnesja- mönnum með uppsagnir Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli sem greint var frá í dag. Spyrja margir hvar forysta þingmanna og sveitar- stjórnarmanna sé þegar verið er að segja upp fólki í tugatali þar sem flestir eru Suðurnesja- menn. Hvar er þetta fólk sem kosið var til star- fa fyrir fólkið - af fólkinu? Hvað í fjandanum eru sveitarstjórnarmennirnir að gera? Það heyrist ekki múkk hjá þeim. Þeir eru kannski farnir í sumarfrí blessaðir - og hafa kannski verið í sumarfríi frá því þeir voru kosnir? ÞETTA ER GJÖRSAMLEGA ólíðandi. Það þarf að gera eitthvað. Það er ekki endalaust hægt að benda á Stálpípuverksmiðju sem Kallinn er farinn að hafa efasemdir um að komi. Og það er ekki endalaust hægt að tala um hve mikil uppbygging sé hér á svæðinu. Það bara verð- ur að grípa til einhverra ráðstafana því það er gjörsamlega verið að leggja lífið í rúst hjá mörgu af því fólki sem sagt er upp störfum. VITA ÞINGMENN OG SVEITARSTJÓRNAR- MENN á Suðurnesjum hvernig það er að vera atvinnulaus? Vita þeir í hvaða vítahring heimili atvinnulauss fólks fer? Hafa þeir einhvern grun um það? Kallinn hlýtur að álykta sem svo að þeir hafi ekki hundsvit á því hvernig atvinnu- leysi fer með fólk. Það er alveg sama hvar menn standa í flokki og hve mikil flokksholl- ustan er - það bara einfaldlega verður að gera eitthvað fyrir fólkið sem er verið að segja upp störfum. KALLINN VILL KOMA eftirfarandi á framfæri við þingmenn Suðurkjördæmis; forystumanna Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og sveitastjórnarmanna á Suðurnesjum: ÁGÆTU FORYSTUMENN! Nú er runninn upp tími harðra aðgerða! Nú þýðir ekki lengur að sitja, bíða og vonast eftir því að þessari hrinu uppsagna linni. Nú bara verður að grípa til að- gerða. Krafa fólksins sem, nota bene, kaus ykkur er einföld og hún er sú að þið gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að snúa þessari þróun við. Fólkið vill fá að vita hvað hefur verið gert og hvað eigi að gera. Hvað mynduð þið gera ef ykkur yrði sagt upp störfum og þið stæðuð uppi atvinnulausir með fjölskyldu fyrir að sjá? Já, hvað mynduð þið gera? Það vilja íbúar Suðurnesja fá að vita. Það er krafa alls fólksins á svæðinu að þið gefið frá ykkur yfirlýsingu og berjist fyrir því að fólkið sem atvinnulaust er á svæðinu geti farið að vinna og séð til sólar á ný. Þetta litla bréf er ekki ósk heldur skýlaus krafa! Ef ekkert verður gert frá ykkar hendi og það strax - má túlka það sem móðgun við allt það fólk sem nú stendur uppi atvinnulaust. Setjið ykkur í spor þessa fólks og gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að bæta ástandið - það á það svo sannarlega skilið! Fyrir hönd fólksins, Kallinn á kassanum Kallinn óskar svara - strax Kallinn á kassanum Auglýsingasíminn er 421 0000 92% lestur á Suðurnesjum - samkvæmt könnun Gallup fyrir Víkurfréttir 26. tbl. 2004 32 sidur umbrot 2 23.6.2004 15:11 Page 10

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.