Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.06.2004, Page 18

Víkurfréttir - 24.06.2004, Page 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! N ú þessa dagana er að dynja yfirokkur Suðunesjamenn enn einbylgja uppsagna starfsmanna hjá Varnarliðinu. Reikna má með að u.þ.b. 20 starfsmenn fái uppsagnarbréf fyrir næstu mánaðarmót og lætur nærri að um 150 manns hafi þá misst vinnu sína frá því að þessi hrina hófst í nóv- ember sl. og þá eru ónefndir þeir sem misst hafa vinnu sína vegna samdráttar hjá verktökum sem unnið hafa fyrir varnarliðið. Þetta er grafalvarlegt mál, ekki síst fyrir þá sem fyrir þessu verða og fjölskyldur þeirra. Jafnframt er sú nagandi óvissa sem starfsmenn búa við, ólýðandi og óverj- andi til lengri tíma. Legið hefur fyrir um langa hríð sá vilji bandarískra stjórnvalda að dregið verði úr starfs- semi varnarliðsins hér á landi eða hún jafnvel slegin af. Bandarísk stjórnvöld meta það svo að fjármunum sé betur varið annars staðar, á svæðum þar sem ófriður er fyrir hendi eða á svæðum þar sem bandarísk stjórnvöld hafa verið að efna til ófriðar. Bandarískir embættismenn í Pentagon sjá ofsjónum yfir þeim uppæðum sem eytt er í varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli enda ekki verið að eyða neinum smápeningum í starfssemi varnarliðsins hér á landi, sem kostar jafnmikið og jafnvel meira en rekst- urinn á öllum norska hernum. Íslenskir ráðamenn hafa ýmislegt gert til þess að halda í varnarliðið m.a. stutt innrás í Írak og afsalað sér möguleikum á aðkomu að endurskipulagningu hersins hér á landi, með því að samþykkja að yfirstjórn starfs- semi varnarliðsins hér á landi sé niðri í Evrópu en ekki í tvíhliða samningi Íslend- inga og Bandaríkjamanna. Þetta hefur gert það að verkum að íslenskir ráðamenn eru nánast áhorfendur að því sem er að gerast, án þess að fá rönd við reist. Utanríkisráð- herra Halldór Ásgrímsson og verðandi forsætisráðherra hefur talað um áframhald hagræðingar á Keflavíkurflugvelli sem þýðir það eitt, að áfram mega starfsmenn varnarliðsins búa við þá óvissu sem af þessu hlýst. En mér þykir eðlilegt að spyrja, hversu langt er hægt að ganga í hagræðingu án þess að til niðurskurðar á starfsemi varnar- liðsins komi og þá vörnum landsins. Þegar búið er að segja upp rúmlega 15% starfs- manna, ásamt þeim sem eiga eftir að missa vinnuna þegar nýtt fjárhagsár rennur í garð, má þá ekki reikna með að þetta sé farið að hafa áhrif á starfssemi varnarliðs- ins. Og hvenær eigum við Íslendingar að segja hingað og ekki lengra? Mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum Atvinnuleysi hefur verið mikið hér á Suð- urnesjum undanfarin misseri, en sem betur fer hefur það ekki aukist, þrátt fyrir þessa miklu fækkun starfa hjá varnarliðinu. Sveitarfélög hafa gripið til aðgerða með því að ráðast í kostnaðarsöm verkefni sem dregið hafa úr atvinnuleysi. Má nefna upp- byggingu Hafnargötu í Reykjanesbæ sem dæmi um slíkt verkefni. Einnig hafa þau ásamt ýmsum fyrirtækjum í samvinnu við atvinnuleysistryggingarsjóð hrint af stað ýmsum átaksverkefnum sem einnig hafa slegið á atvinnuleysi. Sem betur fer er ýmislegt fleira í farvatninu s.s fjölgun star- fa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á næstu misserum, virkjun á Reykjanesi og einnig og vonandi Stálpípuverksmiðja í Helgu- vík. Þá hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýst yfir þeim vilja sínum að Tækniháskól- anum verði fundinn staður í Reykjanesbæ sem myndi örugglega hafa jafngóð áhrif á okkar samfélag og Háskólinn á Akureyri hefur haft á Eyjafjarðarsvæðið. Það er því með góðu móti hægt að halda því fram að atvinnuhorfur hér á Suðurnesjum væru ekki alslæmar ef ekki hefði komið til þessa samdráttar hjá varnarliðinu. Staða heimsmála Þegar staðan í heimsmálunum er orðin slík að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands fá sér í glas saman, er ljóst að Bandaríkja- menn hafa enga hagsmuni af því að reka herstöð á Íslandi. Einnig eru þeir varnar- hagsmunir sem við Íslendingar höfum af herstöðinni mjög óljósir. Það má spyrja að því hvort vera okkar í Nato nægi okkur ekki, því að árás á eitt Nato ríki jafngildir árás á öll hin. Við hljótum því, í ljósi þeir- ra breytinga sem eru að verða á starfssemi varnarliðsins hér á landi, að horfast í augu við þetta og fara að spyrja annarra spurn- inga. Erum við kannski komin að þeim tíma- punkti að við eigum að fara að velta fyrir okkur hvernig hægt sé að semja um brott- för hersins í áföngum og leggja þá áherslu á að haldið sé utan um þá starfsmenn varn- arliðsins sem þurfa endurmenntunar við, til þess að komast aftur inn á almennan vinnumarkað og að eldri starfsmönnum varnarliðsins sem unnið hafa þar í áratugi, verði gert kleift að ljúka störfum með reisn. Eiga Davíð Oddson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að fara með slíkar vangaveltur í farteskinu á Nato fundinn sem hefst í Tyrklandi í næstu viku? Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmanna- félags Suðurnesja og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ Þ ann 17. júní s.l. urðustraumhvörf í lífi Suður-nesjamanna. Ekki að- eins fögnuð- um við 100 ára afmæli heimastjórnar og 60 ára s j á l f s t æ ð i þjóðarinnar heldur voru einnig braut- skráðir í fyrs- ta sinn háskólakandídatar á Suðurnesjum. Sá atburður markar tímamót á svæðinu. Vert er að óska nemendunum 17 innilega til hamingju með hinn glæsta árangur. Hann er uppskera síðustu fjögurra ára í hörku vinnu við nám. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir hversu mikið nemendurnir hafa lagt á sig til að ná hinum eftirsótta áfanga. Þá hefur mætt mikið á fjölskyldum þeirra og vinnufélögum. Án samstarfs, velvilja og sjálfsaga væri þetta ekki hægt. Velvilji Hákskólans á Akureyri. Námið hefur einkum farið fram hér suðurfrá sem fjarnám hjá Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum en kennslan verið undir stjórn kennara við Háskólann á Akureyri. Vert er að þakka rektor, Þorsteini Gunnarssyni, fyrir vel- vildina í ferlinu öllu. Í apríl 1999 fórum við Friðjón Einarsson norður til að leita eftir samstarfi HA um háskólakennslu á Suður- nesjum. Tók rektor erindinu svo vel að hann ritaði undir viljayfir- lýsingu um að taka upp kennslu á öllum námsbrautum skólans. MSS gekk svo frá formlegum samningi og hefur annast utan- umhaldið hér suðurfrá með ein- stökum sóma. Rektor sýndi svo hug sinn í verki með því að koma hingað til brautskráningar nem- endanna af Suðurnesjum. Þetta var sannarlega háskólahátíð á Suðurnesjum. FS fyrir 30 árum - nú háskóli. Líkja má þessum atburði við stofnun Fjölbrautaskólans fyrir tæpum 30 árum. Ég hygg að fáir atburðir hafi haft jafn mikil áhrif á samfélagið allt á Suðurnesjum enda skipta nemendur frá FS orðið þúsundum. Háskólavæð- ing Suðurnesja markar sömu tímamót. Þau eru rökrétt fram- hald af þróun byggðar á Suður- nesjum. Af námi spretta nýjung- ar og framfarir. Háskólanámið mun skila samfélaginu miklum verðmætum í formi mannauðs þeirra einstaklinga sem skila sér inn í atvinnulífið. Þannig munu flest þeirra er nú luku námi hverfa til starfa hér á Suður- nesjum, m.a. hjúkrunarfræðing- arnir sem ráðnir hafa verið á HSS. Næstu skref. Á liðnum vetri voru hátt í 70 nemendur við fjarnám á háskóla- stigi hjá MSS. Nú er að halda áfram og byggja á þeim kjarna sem þegar er til staðar. Háskóli Íslands, Tækniháskólinn og Kennaraháskólinn eru einnig opnir fyrir fjarnámi. Við þurfum að efla samstarfið við alla þessa skóla þannig að háskólavæðing á Suðurnesjum verði jafn traustur þáttur í lífi okkar og FS. Við eig- um líka að stefna að opnun form- legs háskóla hér suðurfrá - íþróttaakademíu, Tækniháskól- ann eða annað form háskóla- náms og rannsókna. Það styrkir samfélagið innan frá og eflir samkeppnisstöðu þess. Þess vegna er ástæða til að óska Suð- urnesjamönnum öllum til ham- ingju með tímamótin - og ekki síst fyrstu fyrstu nemendum sem útskrifaðir eru úr háskóla heima- fyrir. Þessi tímamót náðust vegna almenns vilja allra hlutaðeigandi um að koma háskólanámi heim í hérað. Hjálmar Árnason, alþingismaður. Að vera eða vera ekki - málefni Varnarliðsins ➤ Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og bæjarfulltrúi skrifar: ➤ Hjálmar Árnason, alþingismaður skrifar: Háskólahátíð á Suðurnesjum Umsjónarmenn íþróttasvæða í Reykjanesbæ ákölluðu regnguðinn og dön- suðu regndans fram eftir degi á þriðjudag þar sem knattspyrnuvellir voru farnir að skrælna í hitanum og sólinni, sem allt hefur elskað síðustu daga. Hvorki regndansinn né ákallið dugaði til að fá rigningu, Símtal á slökkvistöð- ina við Hringbraut skilaði hins vegar árangri. Brunahanar voru virkjaðir og menn settir á slöngur til að vökva vellina. Byrjað var við Iðavelli og það var ekki laust við að þar þyrftu menn að stíga dans við slöngurnar, þvílíkur var krafturinn á vatninu. Slökkviliðið bjargar knatt- spyrnuvelli frá sólbruna 26. tbl. 2004 32 sidur umbrot 23.6.2004 13:08 Page 18

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.