Víkurfréttir - 24.06.2004, Síða 27
VÍKURFRÉTTIR I 26. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 24. JÚNÍ 2004 I 27
Gönguferð um Garðinnn
U pplýsingamiðstöðReykjaness stendurfyrir skoðunarferðum
um sveitarfélögin á Reykjanesi.
Skoðunarferðirnar verða alls
sjö og eru þær sjálfstætt fram-
hald af skoðunarferðunum
sem farnar voru í fyrra á veg-
um Upplýsingarmiðstöðvar-
innar. Búið er að fara í fimm
sveitarfélög og tvö eru eftir og
þátttaka hefur verið góð og
miðast við veðurlag á hverjum
tíma.
Fengnir hafa verið fróðir leið-
sögumenn til að lýsa hverjum
stað fyrir sig, síðasta skoðunar-
ferð var um Innri Njarðvík með
Áka Gränz og endað í Kaffitár
þar sem hlustað var á Þursaflokk-
inn (á cd) og drukkið kaffi í boði
Kaffitárs.
Fimmtudaginn 24.júní n.k. verð-
ur farið um Inn-Garð með Ás-
geiri, Hjálmarssyni, þessi ganga
er beint framhald af göngunni
um Út-Garð sem farin var á síð-
asta ári. Lagt verður af stað frá
björgunarsveitarhúsinu Þor-
steinsbúð kl.20.00 og gengin
ströndin til Rafnkelsstaða þaðan
til baka og endað í Listasmiðj-
unni í Kothúsum þar sem boðið
verður upp á kaffi og leiðsögn í
gegn um smiðjuna.
Farið er á eigin bílum og eru
ferðirnar öllum að kostnaðar-
lausu, farið er á hverjum fimmtu-
degi kl.20.00 til 1.júlí. Gefin
hefur verið út dagsskrá skoðunar-
ferðanna hana er hægt að nálgast
á Upplýsingamiðstöð Reykjaness
www.reykjanesbaer.is,
www.reykjanes.is og www.vog-
ar.is
KIRKJA
KEFLAVÍKURKIRKJA
Föstudagur 25. júní:
Útför Guðrúnar Sigríðar Sigurðardóttur Kirkjuvegi 11, Keflavík, fer
fram kl. 14.
Sunnudagur 27. júní.
Guðsþjónusta á HSS kl. 10:30.
Guðsþjónusta í Kirkjulundi kl. 11 árd., eða í garðinum við Kirkjulund,
ef veður leyfir.
A: Míka 7.18-19, Ef. 2.4-10, Lúk. 15.1-10,
Prestur: Ólafur Oddur Jónsson.
Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiðir söng.
Organisti: Hákon Leifsson.
Meðhjálpari: Laufey Kristjánsdóttir.
Léttar veitingar eftir guðsþjónustu.
Mánudagur 28. Júní:
Útför Péturs Péturssonar Aðalgötu 5, Keflavík, fer fram kl. 14.
HVÍTASUNNUKIRKJAN KEFLAVÍK.
Sunnudagar kl. 11:00 Lofgjörðarsamkoma
Þriðjudaga kl. 19.00 Bænasamkoma
Fimmtudaga kl. 20:00 Vakningarsamkoma
www.gospel.is
BAPTISTA KIRKJAN Á SUÐURNESJUM
Sunnudagar:
Sunnudagaskóli: kennsla úr Biblíunni, leikir, söngur, nesti.
Börn 10 ára og eldri: kl. 12.00-13.30.
Börn 9 ára og yngri: kl. 14.30-16.00.
Fimmtudagar:
Fræðsla f. fullorðna kl. 19.00-20.00. Allir velkomnir. Líttu inn!
Patrick Weimer- prestur/prédikari
Iðavöllum 9 e.h., Keflavík (fyrir ofan Dósasel) Sími: 847 1756.
stuttar
f r é t t i r
FYLGIST
MEÐ Á
www.vf.i
s
S igríður Rósinkarsdóttirsýnir vatnslitamyndir íEden í Hveragerði 28.
júní til 11. júlí.
Sigríður er
fædd að
Snæfjöllum
Snæfells-
strönd við
Ísafjarðar-
djúp árið
1937 og
nam við
myndlistar-
deild Baðstofunnar í Keflavík.
Hennar aðalkennari var Eiríkur
Smith.
Sigríður hefur haldið margar
einkasýningar og hefur einnig
tekið þátt í samsýningum hér-
lendis og erlendis s.s. í Hjörring í
Danmörku og Sparrholm og
Gautaborg í Svíþjóð. Sigríður
hefur starfað við myndlist í 20 ár.
Sýning á vatns-
litamyndum
26. tbl. 2004 32 sidur umbrot 2 23.6.2004 14:07 Page 27