Víkurfréttir - 18.11.2004, Page 23
VÍKURFRÉTTIR I 47. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 18. NÓVEMBER 2004 I 23
Keflavík mætir dönsku meisturunum Bakken Bears í Bikarkeppni
Evrópu í kvöld.
Óhætt er að lofa stórleik þar
sem Danirnir hafa á sterku liði
að skipa og eru meðal annars
með einn sterkasta leikmann
landsins innanborðs.
Sláturhúsið í Sunnubraut hef-
ur verið óhemju sterkt v ígi
Keflvíkinga í keppninni síðustu
tvö ár og nú reynir enn á.
Sigurður Ingimundarson, þjálf-
ari Keflvíkinga, segir sína menn
taka slaginn með tilhlökkun.
„Við ætlum að sýna enn betri
leik en síðast. Danirnir eru með
hörkulið og hafa unnið f lesta
sína leiki í deildinni þannig að
við förum inn í þennan leik af
fullri alvöru, enda erum við
ekki í neinni aðstöðu til að vera
að vanmeta mótherjana í þess-
ari keppni.“
Sigri Kef lavík í kvöld er staða
þeirra í riðlinum ansi vænleg
þar sem þeir eru nær búnir
að tryggja sér annað af efstu
sætunum og þar af leiðandi
þægilegri mótherja í úrslita-
keppninni.
Þrátt fyrir að stemmningin í
húsinu hafi verið mögnuð voru
þó nokkur sæti laus og eru allir
hvattir til að mæta á völlinn og
láta heyra í sér. Leikirnir hin-
gað til hafa verið það besta og
skemmtilegasta sem körfubolti
hefur upp á að bjóða hérlendis.
Körfuboltaveisla í Keflavík
Undanúrslitaleikir Hóp-bílabikars karla fara fram í Laugardalshöll
á morgun. Úrslitaleikurinn
verður svo háður á laugardag-
inn.
Grindavík-Snæfell
Í fyrri undanúrslitaleiknum,
sem hefst kl. 18.30 á morgun,
mætast Grindavík og Snæfell.
Liðin áttust við í Intersport-
dei ld i n n i f y r i r skem mst u
og báru þeir fyrrnefndu sig-
u r ú r bý t u m í hörk u le i k .
Það gildir þó einu þegar út í
bi k a r le i k i e r kom ið seg i r
Kristinn Friðriksson, þjálfari
Grindavíkur. „Þetta eru allt
sterk lið sem eru í undanúr-
slitunum og þau hafa öll mi-
kinn sigurvilja. Það verður
dagsform liðanna sem á eftir
að ráða úrslitum.”
Grindvíkingar urðu fyrir áfalli
í vikunni þar sem Justin Miller,
miðherji liðsins, hélt heim til
Bandaríkjanna og verður róð-
ur þeira þyngri fyrir vikið.
Engum blöðum er þó að fletta
um að þeir hafa breiðan hóp og
spræka leikmenn sem geta fyllt
í skarðið.
Njarðvík-Keflavík
Seinni undanúrslitaleikurinn
hefst k lukkan 20.30 annað
kvöld þar sem erkifjendurnir
Kef lavík og Njarðvík mætast.
Hver einasta viðureign þess-
arra liða einkennist af mikil-
li baráttu þar sem ekkert er
gefið eftir. Leikmenn og stuð-
ningslið þeirra vita fátt sárara
en að tapa í þessum uppgjör-
um. „Leikir milli Kef lavíkur
og Njarðvíkur eru alltaf eft-
irminnilegir,” segir Sigurður
Ingimundarson hjá Kef lavík
og segir sína menn hlakka til
grannaslagsins. Hann gefur
lítið fyrir vangaveltur um hvort
álagið á hans menn sé of mikið,
en þeir gætu þurft að spila þrjá
stórleiki á jafnmörgum dögum
komist þeir í úrslit. „Þetta er
bara gaman. Þetta er það sem
körfubolti snýst um.”
Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur,
sagðist viss um að Keflvíkingar
mæti tilbúnir til leiks þrátt
fyrir stórleik kvöldsins áður.
„Annars reikna ég með að við-
ureignin verði einn skemmti-
legasti leikur vetrarins. Liðin
tvö hafa leikið mjög vel að
undanförnu og þetta verður
hörkuleikur eins og alltaf.“
Suðurnesjalið í eldlínunni í Hópbílabikarnum
VF-mynd/Hilmar Bragi
Gunnar Einarsson, fyrirliði Keflavíkur, hefur reynst
sínum mönnum drjúgur í Evrópuleikjum vetr-
arins og mun enn reyna á hann í kvöld þegar
Keflvíkingar taka á móti Bakken Bears.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Mikið mun mæða á
Darrel Lewis í úrslitum
Hópbílabikarsins um
helgina.
Grindvíkingar mæta
Snæfelli í undanúrslitum
á morgun.
Grindavík bar sigurorð af Keflvíkingum á
Íslandsmótinu í 9. flokk kvenna um síðustu
helgi. Lokatölur voru 36-62 fyrir Grindavík sem
hefur á að skipa afar öflugu liði
Um næstu helgi fer fram B i k a r k e p p n i S S Í í Sundhöll Reykjavíkur.
Lið ÍRB hefur að þessu sinni
á að skipa tveimur liðum. Eitt
í 1. deildinni og annað ungt
lið í 2. deildinni. Undanfarin
tvö ár þá hefur lið ÍRB sigrað
í Bikarkeppninni með glæs-
ibrag og í ár þá er stefnan sett
á þriðja titilinn í röð. Liðið í
annari deildinni ætlar sér ein-
nig stóra hluti og stefnir að
sjálfsögðu á sigur.
Forsvarsmenn sunddei ldar
ÍRB segja þannig hugsanagang
einmitt vera sérkenni og sér-
staða sundfólks í ÍRB og hvetja
sundáhugamenn og íþrótt-
aunnendur úr Reykjanesbæ til
að mæta og hvetja okkar frá-
bæru sundmenn.
Bikarkeppni SSÍ 2004:
Sigrar ÍRB þriðja árið í röð?