Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.2005, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 10.03.2005, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar F R É T T I R 8 Listasafn Reykjanesbæjar: 8 Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna: Landssamband slökkvi-liðs og sjúkraflutninga-manna gengst fyrir ár- lega eldvarnarátaki en það fer fram í síðustu viku nóvember á hverju ári, þetta átak er gert í samvinnu við slökkviliðin og skólana um allt land þannig að mjög margir aðilar koma að þessu. LSS veitir verðlaun og er dregið úr réttum svörum sem ber- ast skrifstofu LSS og síðan sjá slökkviliðsmenn um að afhenda verðlaunin. Að þessu sinni fengu 23 börn víðsvegar um landið verðlaun og þar af tvö börn úr Reykjanesbæ og bæði voru þau í Heiðarskóla. Þau heita Bríet Sif Hinriksdóttir, Heiðarbraut 7D, og Einar Ingi Kristmundsson, Suðurgarði 3. Þau hlutu vegleg verðlaun sem samanstóðu af viðurkenningar- skjali, ferðageislaspilara og reyk- skynjara. Fjörutíu og átta ára gam-all maður var dæmdur í héraðsdómi Reykjanes til að greiða 5000 króna sekt og 80.000 króna sakarkostnað. Máls at vik voru þannig að mánudaginn 12. júlí 2004 voru lögreglumenn við umferðar- eftirlit á Reykjanesbrautinni. Bifreið sem ákærði var í, var fyrir aftan lögreglubílinn og var bifreiðinni ekið of nálægt lögreglubifreiðinni og sögð- ust lögreglumenn ekki hafa séð framljós bifreiðarinnar í baksýnisspeglum á löngum kafla. Miðað við mælingar lög- reglunnar reyndist bilið vera um þrír metrar. Ákærði brást ókvæða við og taldi bilið vera meira og að hann hafi verið að bíða færis á að taka framúr við góðar aðstæður. Lögreglubif- reiðinni var ekið á 86 km. hraða samkvæmt ratsjá lögreglubif- reiðinnar. Í ákæru var talið að háttsemi ákærða varðaði við 3. mgr. 14. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Ákærði taldi að bilið hafi verið meira en 3 metrar og kvaðst hann ekki geta dregið úr hrað- anum og breikkað bilið þar sem næstu bifreið fyrir aftan bifreið hans hafi verið ekið mjög nálægt honum. Lokið er endurbótum á hliðum að varnarstöð-inni á Keflavíkurflug- velli sem uppfylla nýjustu ör- yggiskröfur við eftirlit með umferð inn og út af varnar- svæðinu. Framkvæmdirnar fólu í sér byggingu nýrra varðskýla og vegabréfaskrifstofu auk breyt- inga á girðingu og lagningu bif- reiðastæða. Verkið var unnið af Íslenskum aðalverktökum og nam kostnaður við verkið um 132 milljónum króna. Öll almenn umferð er sem fyrr um aðalhliðið við Hafnaveg sem er opið allan sólarhring- inn en umferð flutningabif- reiða verður um Grænáshlið ofan Njarð vík ur. Verð ur Grænáshlið lokað almennri umferð nema á tímabilinu 7:15 til 8:15 á morgnana fimm daga vikunnar. Afgreiðsla flutninga- bifreiða verður opin frá 8:30 til 15:30 virka daga. Vegabréfastofan við aðalhliðið verður opin frá kl. 8:00 til 16:30 virka daga og verða að- gangsheimildir og vegabréf einungis gefin út þar á þeim tíma. Utan opnunartíma vega- bréfaskrifstofu fer afgreiðsla aðgangsheimilda fram í aðal- hliði og þar munu flutningabif- reiðar einnig hafa aðgang eftir lokun Grænáshliðs. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Víkurfréttir að nýja starfsaðstaðan breytti miklu fyrir lögregluna á Kefla- víkurflugvelli. Verið væri að uppfylla kröfur nútímans. Með nýju hliði er aðgengi að varnar- stöðinni ekki eins greitt, þ.e. flugvöllurinn væri lokaðri en áður. Jóhann vildi ekki meina að meiri ógn stæði að Keflavík- urflugvelli, en völlurinn þurfi að uppfylla kröfur um öryggi herstöðva. Kostnaður Íslend- inga er enginn af þessari fram- kvæmd. Næstu skref í öryggismálum Keflavíkurflugvallar er að að- skilja það svæði sem verktakar hafa frá annarri starfsemi með girðingu. Ekki er ljóst hvenær ráðist verður í það verkefni. Það er hugsað til framtíðar en byrjað verður að girða svæðið um leið og fjárveiting fæst til þess. Óprúttnir einstak-lingar voru á ferð í vikunni og stálu raf geym um ú r v ö r u b í l s e m s t ó ð á Fitja bakka. F y r s t v a r stolið einum s n e m m a í vikunni og svo í gær var ann ar tek inn ófrjálsri hendi. Rafgeymarnir eru nýir og kosta samtals 50- 60 þúsund. Ef einhver getur gefið upplýsingar um málið er hann beðinn um að hafa samband við lögreglu. Krakkar úr Heiðar- skóla fá verðlaun Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, heldur opinn stjórnmálafund í kvöld, 10. mars kl. 20.00 í Listasafni Reykjanes- bæjar, DUUS húsum. Á fundinum mun Halldór fara vítt og breitt yfir stöðu stjórnmálanna í dag og fundarmönnum gef- ast kostur á að leggja fyrir hann spurningar. Búast má við fjölmenni þar sem fjölmörg mál brenna á Suðurnesjamönnum. Forsætisráðherra á opnum fundi í Reykjanesbæ í kvöld Nýtt 132 milljóna kr. hlið opnað Nokkrir farsímaeig-end ur eiga von á reikningi upp á þús- undir króna aukalega fyrir að hafa hringt eða tekið á móti símtölum í Keflavík á föstudaginn. Allt á þetta fólk það sameiginlegt að hafa verið við akstur öku- tækis á meðan það talaði í símann og látið lögregluna koma sér í opna skjöldu. Lög- reglan hafði komið sér fyrir að rólegum stað við Hafnar- götuna og þar óku margir í fasið á henni með aðra hönd á stýri en hina með símann upp að eyranu. Nokkur rándýr símtöl Rafgeymum stolið úr vörubíl Neitaði að borga 5000 kr. - gert að greiða 85.000 kr. 8 Varnarstöðin á Keflavíkurflugvelli: vf.is Fréttavefurinn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.