Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.2005, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 10.03.2005, Blaðsíða 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! KA L L I N N F Ó R H E L D U R B E T U R u n d i r niðurskurðar-hnífinn hjá ritstjórninni og var bara hent inn á netútgáfuna. Það virðist ekki hafa komið að sök, því önnur eins viðbrögð hefur Kallinn sjaldan fengið. Fyrir þá sem ekki lásu vefútgáfuna ætlar Kallinn að nefna hér hluta af síðasta pistli, sem tengist sjávarútvegi og fiskvinnslu KALLINN ER ÁHUGASAMUR um sjávarút- veginn og fer oft á bryggjurnar til að ræða við karlana þegar þeir koma að landi, annað hvort með nokkra sporða í kassa eða kjaftfulla báta af fallegum fiski. Það hefur svo sannarlega verið fiskistund hjá trillukörlunum síðustu daga og Kallinn hefur notið þess að fara með höldupok- ann á bryggjuna og fá einn og einn þorsk eða ýsu í soðið. FISKMARKAÐIR VORU FRÁBÆRT verkfæri til að tryggja sjómönnum og útgerðum rétt og sann- gjarnt verð fyrir aflann. Nú heyrir Kallinn það að fjölmargir kaupendur taki sig saman og hafi kaup- anda fyrir sig á markaði, sem bjóði eitt verð fyrir marga aðila. Þetta fyrirkomulag getur vart talist gott og boðin eru trúlega ekki fjörug, þegar tveir aðilar skipta með sér boðum í fiskinn. Kallinn hefur ekki sannreynt þetta en skorar á blaðamenn að kafa í málið. Er verið að halda fiskverði niðri með óeðlilegum hætti, eða er þetta bara allt í lagi? Kallinn spyr. EKKI STÓÐ Á VIÐBRÖGÐUM og þessi bárust m.a. til Kallsins um tölvupóstinn: „Sæll Kallinn, vegna pistils sem þú skrifar á vf.is er rétt að eftir- farandi komi fram. Fiskmarkaðir eru verkfæri til að tryggja seljendum rétt verð. Varðandi það að kaupendur taki sig saman og að aðeins séu tveir aðilar sem skipta með sér boðum er ekki rétt. Íslandsmarkaður sendir í hverri viku 150-200 kaupendum reikninga fyrir fiskkaupum. Í upp- boðskerfi Íslandsmarkaðar er sá möguleiki fyrir hendi að einn aðili geti verslað fyrir fleiri en fáir nýta sér það. Í framhaldi af yfirlýstri vanþekkingu Karlsins á starfssemi fiskmarkaða er honum hér með boðið í heimsókn til Íslandsmarkaðar að Iða- völlum 7 í Reykjanesbæ. Uppboðin hefjast kl. 13 alla virka daga. Vertu velkominn Kallinn. Kveðja Fh. ÍSM Bjarni Áskelsson.“ KALLINN HVETUR FRÉTTAMENN til að skoða málið en af þeim póstum sem honum hafa borist og af umræðunni á kajanum að dæma þá skynjar Kallinn það að ekki eru menn á eitt sáttir um það hvort sanngjarnt verð sé að fást fyrir fiskinn. ÞAÐ ERU FLEIRI MÁLEFNI sem brenna á Suðurnesjafólki og eftirfarandi bréf barst til Kallsins fyrir fáeinum dögum: „Kæri Kall mig langar nú að biðja þig að ræða um þessa blessuðu SKURÐSTOFU hérna á sjúkrahúsinu í Keflavík. Það er ekki nógu gott hvernig þessum opnunar- tíma hennar er háttað. Hvað eru 40 milljónir á móti einu eða tveimur mannslífum. Sjálfur lenti ég nú í þeirri raun að þurfa að fara með sjúkrabíl í bæinn með unnustu mína sem var barnshafandi eftir að hún datt. Það stóð til að við ættum að fara á sjúkrahúsið í Keflavík en eftir að læknir kom um borð í sjúkrabílinn þá var ákveðið að fara á Landspítalann við Hringbraut með forgangi. Mér fannst þessi tími vera heillengi að líða þó það hefði ekki verið nema hálftíma ferð. En hvað er hálftími í lífshættu? Það er mikill tími. Hvers vegna tekur þetta bæjarfelag ekki höndum saman og þrýstir á heilbrigðiskerfið og sjálfan heilbrigð- isráðherrann. Ég vil því biðja þig, kæri Kall, um að fjalla um þessi mál í næsta pistli þínum, þar sem að megnið af þeim sem lesa Víkurféttir lesa pistlana þína. Með fyrirfram þökk, Georg Sigurðsson.“ KALLINN ER SAMMÁLA því að Suðurnesjamenn þurfa að þrýsta á ráðherra heilbrigðismála til að fá enn betri þjónustu á skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Kallinn man eftir viðtali við Konráð Lúðvíksson, yfirlækni, þar sem hann lýsir því að hann vilji flytja inn sjúklinga að utan, sem muni kaupa þjónustu af HSS og þar með skurðstofunni. Það þarf ekki að horfa nema til stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík til að sjá biðlista, sem skurðstofan í Keflavík gæti stytt og um leið yðri hún mönnuð þannig að grípa mætti til hennar 24 tíma á sólarhring, alla daga vikunnar. ENN BÍÐA NOKKUR BRÉF afgreiðslu Kallsins, m.a. um mannaráðningar hjá fyrirtækjum og þá sjálfsögðu kurteysi að svara öllum umsækjendum, hvort sem þeir eru ráðnir til starfa eða ekki. MINNI Á PÓSTINN: kallinn@vf.is fyrir ábend- ingar og athugasemdir. Kveðja, Kallinn@vf.is Þorskur, ýsa og skurðstofan okkar! 8 Kallinn á kassanum Það hefur svo sannarlega verið fiskistund hjá trillukörlunum síðustu daga og Kallinn hefur notið þess að fara með höldupokann á bryggjuna og fá einn og einn þorsk eða ýsu í soðið. Kallinn hefur hins vegar áhyggjur af því að sjómennirnir séu ekki að fá sanngjarnt verð fyrir fiskinn. Allt um það í pistli Kallsins hér að neðan. Myndin er úr löndun Hópsnes GK í Grindavík á dögunum. ÞESSI VELTANDI VESTFIRÐINGUR VERÐUR 27 ÁRA UM HELGINA. HVER VEIT NEMA HANN BLÁSI TIL VEISLU OG GLAMRI Á STRENGJABRETTIÐ? HAMINGJUÓSKIR FRÁ VINNUFÉLÖGUNUM.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.