Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.2005, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 10.03.2005, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Fríður hópur kvenna í Ladies circle í Reykjanesbæ gerði sér glaðan dag í vikunni þegar þær gæddu sér á sjávarfangi frá Saltveri. Að því loknu var ferðinni heitið í höfuðborgina að höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins í Efstaleitinu þar sem Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafrétta- maður, tók á móti þeim í skoðunarferð um húsið. Að lokum fóru þessar hressu konur í snyrtivöruheildsöluna Forval þar sem þær fengu að vita allan sannleikann um nýju sumarlitina frá Chanel. Ladies circle konur halda fund einu sinni í mánuði og skemmta sér alltaf kon- unglega. Í Reykjanesbæ eru tveir klúbbar starfandi en alls eru klúbbarnir 10 á Íslandi. Þær vilja koma á framfæri þakklæti til Hertz sem lánaði þeim hópbifreið til að flytja hópinn á milli staða. Rat sjár stöðv um Rat-sjárstofnunar verður fjar stýrt frá rat sjár- stöðinni á Miðnesheiði frá og með haustinu 2007. Ákveðið hefur verið að auka sjálfvirkni í rekstri ratsjárstöðva Ratsjár- stofnunar þannig að í staðinn fyrir mannaða sólarhrings- vakt í öllum fjórum stöðvum stofnunarinnar verður ratsjár- stöðvunum á Bolafjalli, Gunn- ólfsvíkurfjalli og á Stokksnesi í framtíðinni fjarstýrt frá ratsjár- stöðinni á Miðnesheiði. Gert er ráð fyrir að sjálfvirkni í rekstri stöðvanna aukist í áföngum og verði að fullu komin til fram- kvæmda haustið 2007. Á næstu mán uð um verð ur unnið að því að koma upp nauð- synlegum búnaði þannig að hægt verði að tengja stöðvarnar við stöðina á Miðnesheiði. Þessi breyting mun hafa í för með sér uppstokkun og fækkun í starfs- liði Ratsjárstofnunar. Í dag starfa 79 manns hjá Rat- sjárstofnun en þar af eru 32 starfsmenn á sólarhringsvöktum í ratsjárstöðvunum fjórum. Ekki liggur endanlega fyrir hver starfs- mannafjöldi Ratsjárstofnunar verður eftir að skipulagsbreyt- ingin er að fullu komin til fram- kvæmda og ræðst það meðal annars af endanlegri útfærslu kerfisins. Ratsjárstofnun rekur ratsjárstöðvar á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og á Stokksnesi auk hugbúnaðar- sviðs og birgðastöðvar á Kefla- víkurflugvelli og skrifstofu í Reykjavík. Upplýsingar sem Ratsjárstofnun aflar um flugumferð yfir Íslandi og umhverfis landið eru nýttar af Varnarliðinu, NATO og Flug- málastjórn Ís lands. Rekstur ratsjárstöðvanna er al far ið greiddur af bandarískum stjórn- völdum samkvæmt samningi sem gerður var árið 1987 en þá tóku Íslendingar yfir rekstur ratsjárstöðva Varnarliðsins á Ís- landi. Á liðnum árum hefur sjálfvirkni í rekstri bandarískra ratsjárkerfa verið aukin til muna og í ljósi þess að stöðvarnar hér á landi eru byggðar og reknar sam- kvæmt bandarískum stöðlum er talið eðlilegt að rekstur rat- sjárstöðvanna hér á landi verði aðlagaðar að þeim tæknilegu breytingum sem þar hafa orðið. Komin er liðlega 10 ára reynsla af rekstri fjarstýrðra ratsjár- stöðva víða í vestur Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada og hafa þær gefist vel. LADIES CIRCLE Í FYRIRTÆKJAKYNNINGU Ratsjárstöðvar mannlausar og þeim fjarstýrt frá Miðnesheiði 8 Loftvarnir Íslands - Augað í norðri: stuttar F R É T T I R Héraðsdómur Reykjaness dæmdi mann á mánudag til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Áttu brotin sér stað á þrettán ára tímabili, frá því stúlkan var sjö ára fram til tvítugs. Komst dómurinn að því að mað- urinn ætti sér engar málsbætur enda hafi hann gróflega misnotað traust stúlkunnar og valdið margvíslegum sálrænum erfiðleikum með gjörðum sínum. Stúlkunni var dæmd rúm milljón króna í skaðabætur. Fimmtudaginn 17. mars kl.20:00 verður opinn fræðslufundur um lesblindu skv. kenningum Ron Davis. Foreldrar og aðrir áhugsamir aðilar velkomnir, enginn að- gangseyrir. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www. lesblind.com eða með því að senda fyrirspurnir í netfangið Lesblind@lesblind.is. Fundurinn verður haldinn í A- sal á Fræðsluskrifstofunni, Hafn- argötu 57 Kolbeinn Sigurjónsson frá Les- blind.com heldur fundinn. Fundur um lesblindu Ragnheiður Ólafsdótt ir, teiknimiðill, ráðgjafi, áru- lesari og lesari hefur störf 17. mars ásamt Hermundi Rósinkrans talnaspekingi og miðli. Þá mun Þórunn Maggý miðill hefja störf 16. mars. Upplýsingar og tímapantanir eru í símum 421-3348 og 866-0621. Ragnheiður árulesari hjá Sálarrann- sóknar- félaginu Dæmdur fyrir gróft kynferðisbrot

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.