Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.2005, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 10.03.2005, Blaðsíða 28
28 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Aðstandendur geðsjúkra, sem hafa hist vikulega í Sjálfs bjarg ar hús- inu undanfarið, vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra sem hafa gert þeim kleift að koma saman í húsinu á hverjum mánudegi síðan í nóvember, þeim að kostnaðar- lausu. Viðmælandi Víkurfrétta sagði fundina veita ólýsanlegan stuðn- ing og hvetur aðra sem eru í sömu aðstöðu að mæta því það eru margir sem þurfi á slíkum stuðningi að halda. Fundirnir eru, eins og áður sagði, í Sjálfsbjargarhúsinu í Njarðvík kl. 20 öll mánudags- kvöld. Þakklátir aðstandendur geðsjúkra Skátafélagið Heiðabúar mun standa fyr ir sölu fermingarskeyta í ár líkt og mörg undanfarin ár, en sala slíkra skeyta hefur verið ein af helstu fjáröflunarleiðum fé- lagsins í gegnum tíðina. Boðið er upp á fimm tegundir skátaskeyta og getur fólk valið sér mismunandi texta í flest skeytin. Öll skeyti eru borin út til fermingarbarna á fermingar- daginn sjálfan, og kosta kr. 500,- Opið er í skeytasölunni í Skáta- húsinu að Hringbraut 101 í Keflavík frá 11:00 til 19:00 og pöntunarsíminn er 421 3190. Þá daga sem fermt er í Garði og Sandgerði er opið í skátahús- unum þar milli 11:00 og 18:00. Skátahúsið í Garði er staðsett að Heiðarbraut 4 og Skátahúsið í Sandgerði er við Grunnskólinn í Sandgerði. Meðfylgjandi er mynd af nýjasta skátaskeyti Heiðabúa, það var teiknað af Stefáni Jónssyni og sýnir svipmyndir af merkum stöðum í sveitarfélaginu Garði. Skeytasala Heiðabúa Þingmenn á ferð í Reykjanesbæ Allsherjarnefnd Alþingis lagði leið sína til Reykjanesbæjar á dögunum þar sem þingmenn kynntu sér starfsemi lögreglunnar í Keflavík og sýslumannsskrifstofunnar. Ekki voru allir ókunnir hér suðurfrá því að formaður nefndarinnar, Bjarni Benediktsson, starfaði sem fulltrúi hjá sýslumanni árið 1995 eftir að hann útskrifaðist úr laganámi. Þingmenn voru leiddir um lögreglustöðina og fengu að sjá aðstöðuna og ýmsan búnað sem lögreglan hefur yfir að ráða áður en þeim var boðið upp á kaffi og með því í sal lögreglunnar. Þingmenn skoða hin ýmsu vopn sem lögreglan hefur gert upptæk undanfarið. Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks frá Suðurlandi, bregður á leik.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.