Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.2005, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 10.03.2005, Qupperneq 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Björgunarsveitin Þorbjörn, Grindavík: Grindvískafréttasíðan U m s j ó n : Þ o r s t e i n n G u n n a r K r i s t j á n s s o n Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fékk á dögunum gef-ins hágæða Canon stafræna myndavél til afnota útbúna með vatnsheldu húsi utanum vélina. Ljósmyndabúnað- urinn kemur sem gjöf frá Nýherja hf. Myndavélin mun nýtast vel í starfi björgunarsveitarinnar. Á myndinni sjást þeir Hafþór Helgasson og Daníel Gestur Tryggvasson meðlimir úr Björgun- arsveitinni Þorbirni taka við vélinni. Fulltrúi gefenda er Tobías Sveinbjörnsson. Nýherji gefur Þorbirni myndarlega gjöf Íþróttamaður Grinda-víkur var valinn Páll Axel Vilbergsson, körfuknatt- leiksmaður. Í öðru sæti í val- inu var Guðjón Hauksson pílukastari og í þriðja var Sinisa Valdimar Kekic, knatt- spyrnumaður. Útnefningin fór fram í Saltfisksetrinu á mánudaginn. Þá var Páll Guðmundsson og Bogi Rafn Einarsson heiðraðir fyrir fyrstu landsleiki sína í knatt spyrnu. Þar að auki fengu 8. og 9. flokkar stúlkna í körfubolta viðurkenningu fyrir frábæran árangur þar sem þær urðu Íslands- og bik- armeistarar. 3. flokkur kvenna í knattspyrnu var einnig heiðr- aður fyrir Íslandsmeistaratign síðastliðið sumar. Samkvæmt ársreikningi Samherja hf. fyrir árið 2004, sem stjórn félags- ins samþykkti á stjórnarfundi sínum í dag, nam hagnaður Samherja hf. 2.914 milljónum króna samanborið við 1.067 milljóna króna hagnað árið áður. Hins veg ar dróg ust tekjur landvinnslu saman um 676 milljónir króna, sem að stærstum hluta má rekja til samdráttar í vinnslu uppsjávar- afurða í fiskimjölsverksmiðju félagsins í Grindavík en loðnu- vertíðin brást að mestu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja hf. Þá segir einnig: Rekstrarhorfur í sjávarútvegi eru ekki góðar um þessar mundir. Hátt gengi ís- lensku krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsfyr- irtækja og þá sérstaklega á af- komu landvinnslu. Allar líkur benda til þess að gengi krón- unnar haldist áfram sterkt og ekki er líklegt að hækkun verði á afurðaverði næstu misserin. Félagið hefur þegar gripið til ýmissa ráðstafana vegna þessa. Í byrjun febrúar sl. varð bruni í fiskimjölsverksmiðju félagsins í Grindavík, sem veruleg áhrif hef ur á af komu fé lags ins á fyrstu mánuðum ársins 2005. Félagið var tryggt fyrir tjóninu bæði með bruna- og rekstrar- stöðvunartryggingu. Rekstur fjölveiðiskipanna Baldvins Þor- steinssonar EA og Vilhelms Þor- steinssonar EA hefur gengið vel fyrstu mánuði ársins og var afla- verðmæti þeirra samtals um 500 milljónir króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Meist ar a flokk ur Grindavíkur í knatt-spyrnu heldur sitt árlega herrakvöld í Salthús- inu á föstudaginn og opnar húsið kl. 19. Kvöldið þykir hafa tekist afar vel á undan- förnum árum og er nú unnið hörðum höndum að því af leikmönnum meistaraflokks að gera enn betur í ár. Aðalræðumaður kvöldsins verður hinn sí-gildi Flosi Ólafsson og veislustjóri hinn sí-þreytti Eysteinn Hauksson. Eitthvað verður um forvitni- legar kvikmyndasýningar, happdrættið verður óvenju glæsilegt og uppboðið vænt- anlega fjörugra en nokkru sinni fyrr, þar sem m.a. verður bókstaflega slegist um áritaðar treyjur nokkurra af mestu knattspyrnusnillingum landsins. Leynigestur er væntanlegur og auk þess nokkur mögnuð frumsamin skemmtiatriði. Ekki er þó reiknað með að Gummi Bjarna fari úr að ofan að þessu sinni. Miðaverð fyrir þessa skemmtun og máltíð eins og þær gerast bestar á Salthúsinu er kr. 3.900.- og nálgast má miða í vallarhús- inu (því gula) í síma 426- 8605 eða hjá leikmönnum meistaraflokks. Miðum fer fækkandi, segir í tilkynningu frá Grindvíkingum. Öll um lóð um sem auglýstar hafa verið í nýju hverfi ofan og austan við verslunarmiðstöð- ina í Grindavík, svokölluðu Hópshverfi, var úthlutað á síðasta fundi skipulags- og bygginganefndar Grinda- víkur. Eftir er að auglýsa um það bil helming lóða í hverfinu, sem eru einbýlishúsalóðir, og verður það gert fljótlega. Á vef Grindavíkurbæjar segir að ásókn hafi verið það mikil í lóðirnar að draga hafi þurft um sumar, slík var ásóknin. Á fundi skipulags og bygging- arnefndar var einnig var sam- þykkt breyting á skipulagi svokallaðs Sjómannagarðs og úthlutað tveimur lóðum þar. Til athugunar er breyt- ing í Lautarhverfi, þ.e.a.s. frá raðhúsum í tveggja hæða fjölbýli. Þá voru samþykktar teikningar af nýjum leikskóla í Laut ar hverfi og er þess skammt að bíða að útboð fari fram ásamt gatnagerð. Herrakvöld í Grindavík Grindvíkingar á lóðaríi! Páll Axel íþróttamaður Grindavíkur 2004 Tekjur af landvinnslu í Grindavík drógust saman um 676 milljónir kr. 8 Samherji hf.: stuttar F R É T T I R

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.