Víkurfréttir - 10.03.2005, Page 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Dr
ek
kið
1 Leverkusen - Hertha Berlin 1 X 1 2
2 Wigan - Millwall 1 1
3 Ipswich - Nott. Forrest 1 1
4 Crewe - Sunderland 2 1 2
5 Preston - Wolves 1 1
6 Stoke - Sheff. Utd. 1 X 2 1 2
7 Reading - West Ham 1 X 2 1
8 Leeds - Gillingham 1 1
9 Q.P.R. - Watford 1 1 X 2
10 Burnley - Rotherham 1 1
11 Plymouth - Brighton 1 X 1
12 Coventry - Cardiff 1 1 X 2
13 Hartlepool - Tranmere 1 2 1
Firmakeppni Keflavíkur
Seðill vikunnar
Landsbankinn sló Byko út í síðustu viku en lokastaðan var 8 réttir á
móti 5 í erfiðum seðli.
Í næstu viku eru það Hitaveita Suðurnesja og Viðhaldsdeild
Varnarliðsins sem eigast við.
Sex lið frá Suð ur nesj um spiluðu bikarúrslitaleik í ÍM Grafarvogi um helg-
ina. Þrjú Suðurnesjalið lönduðu
titlum en hin þrjú biðu í lægri
hlut að þessu sinni.
9. flokkur kvenna úr Grindavík
vann glæsilegan sigur á Haukum
49-41 þar sem Íris Sverrisdóttir
var val in maður leiks ins. 10.
flokkur karla úr Njarðvík vann
Snæfell örugglega 75-49 þar sem
Hjörtur Rafn Einarsson var valinn
maður leiksins. 11. flokkur karla
úr Njarðvík er nánast skipaður af
leikmönnum 10. flokks og gerðu
þeir sér lítið fyrir og sigruðu Val
57-49 þar sem Ragnar Ólafsson
var maður leiksins. Þetta er gríð-
arlega góður árangur hjá Njarðvík-
urpiltum og er hann sigursælasti
flokkur UMFN frá upphafi.
Þrjú bikargull til Suðurnesja
Nýju Njarðvíkurkanarnir til í slaginn
Grindavíkurstúlkur hrósuðu fræknum sigri á Haukum í 9.
flokki.
Strákarnir í 10. flokki Njarðvíkur hafa haft mikla yfirburði í
sínum flokki undanfarin ár. Á myndina vantar þá Þorgils og
Jakob sem kepptu með þeim í 11. flokki.
Keflvíkingar lentu í 2. sæti í 9. flokki.
Þeir töpuðu gegn KR.
Þeir Doug Wrenn og Alvin Snow, nýjir erlendir leikmenn Njarðvíkur-liðsins í Intersport-deildinni, voru í fyrsta sinn saman á æfingu liðsins á þriðjudag. Þeir komu til liðsins í stað þeirra Anthony Lackey og Matt
Sayman sem var sagt upp störfum í síðustu viku. Wrenn og Snow líst vel á
framhaldið og stefna ótrauðir að því markmiði að landa Íslandsmeistaratitli
á meðan veru þeirra stendur hérlendis.
„Aðstaðan hér er frábær og sömuleiðis strákarnir, þetta er frábær bær og
aldrei hefði mig grunað að Ísland væri svo fallegt,” sagði Alvin Snow í
samtali við Víkurfréttir. „Við vissum ekki við hverju væri að búast þegar
við fyrst komum hingað en það hafa allir verið okkur mjög góðir og ég
er mjög ánægður með hlutina hér, það eina sem nú vantar er meistara-
titill og þá er rúsínan í pylsuendanum komin,” sagði Doug Wrenn.
Báðir gera þeir Snow og Wrenn sér grein fyrir því að mikils verður af
þeim krafist í úrslitakeppninni og sögðu þeir í spjallinu að kröfurnar
um árangur væru af hinu góða. Snow og Wrenn þreyta frumraun sína í
Ljónagryfjunni annað kvöld þegar Njarðvíkingar taka á móti ÍR í 8-liða
úrslitum Intersport-deildarinnar.VF-mynd/Jón Björn
Óskar Pétursson, hinn ungi
og efni legi mark vörð ur
Grindvíkinga, hefur fengið
samningstilboð frá enska 1.
deildarliðinu Ipswich. Full-
trúi frá Ipswich var hjá liðinu
í nokkurn tíma og leist vel á
piltinn, sem hefur vakið verð-
skuldaða athygli utan land-
steinana undanfarin misseri.
Óskar og faðir hans halda út
um miðjan apríl til að kynna
sér aðstæður og verður tekin
lokaákvörðun um málið út
frá því.
Ipswich býður
Óskari samning
Ljónamenn kláruðu síðasta
leik sinn í 2. deildinni með
stæl og unnu b-lið Vals-
manna 87-108 á sunnudag.
Ljónin enduðu í fyrsta sæti í
sínum riðli í 2. deild en hafa
ákveðið að fara ekki til Vest-
mannaeyja um helgina þar
sem úrslitakeppnin í 2. deild
fer fram. Stjórn og leikmenn
Ljónanna voru samstíga um
að fara ekki þar sem þeir
töldu að það væri ekki grund-
völlur fyrir liðið að fara upp
um deild að sinni.
Ljónin ekki í úr-
slitakeppnina
Einar Guðmundsson og Guð-
rún Halldórsdóttir sigruðu á
Lyfjupúttmótinu í Röstinni
um síðustu helgi. Guðrún fór
á 67 höggum og Einar á 65.
Aðeins mættu 29 til keppni
og eru áhugasamir hvattir
til að láta sjá sig, en salurinn
er opinn frá mánudögum til
föstudaga.
Einar og Guðrún
sigra í Lyfjumóti
Aðalfundur Sunddeildar
UMFN verður haldinn í
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur
kl. 20.00 þann 16. mars.
Aðalfundur
sunddeildar
Þórarinn Kristjánsson lék
ekki með Aberdeen í skosku
úrvalsdeildinni um síðustu
helgi, en hann er meiddur á
ökkla eftir óhapp á æfingu.
Hann hafði leikið 3 leiki með
aðalliðinu og auk þess átt
góða innkomu með varalið-
inu.
Þórarinn
meiddur
Molar