Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2005, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 26.02.2005, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I 8. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 2005 I 21 ÚTTEKT/FASTEIGNAMARKAÐURINN Í REYKJANESBÆ PARHÚS Hafnarfjörður kr. 32.500.000,- Reykjanesbær kr. 21.300.000,- Mismunur: kr. 11.200.000,- Íbúðaverð í Tjarnarhverfi fjórðungi ódýrara en á stór-Reykjavíkursvæðinu „Verð íbúða í hinu nýja Tjarnarhverfi í Innri-Njarðvík verður um 70-75% af heildarverði íbúða á stór-Reykjavíkursvæðinu,” segir Hall- dór Ragnarsson framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Húsaness ehf. sem hefur fengið leyfi til byggingar 120 íbúða í Tjarnarhverfi. Að sögn Halldórs er fyrirtækið að byggja 24 íbúðir sem tilbúnar verða í sumar og haust og á vormánuðum verður hafist handa við byggingu 40 íbúða á svæðinu. Alls verður fyrirtækið því með 64 íbúðir í byggingu í sumar og haust. „Við ætlum að sjá til með það hvort við hefjumst handa við frekari byggingar á svæðinu strax eða hvort við bíðum eitthvað. Markaðurinn mun svara því,” segir Hall- dór en mikið hefur verið spurt um íbúðir á svæðinu að hans sögn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.