Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.03.2005, Page 11

Víkurfréttir - 31.03.2005, Page 11
VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 31. MARS 2005 I 11 8 Grunnskóli Grindavíkur: Árshátíð 1.-4. bekkja Grunnskóla Grinda-víkur var haldin í síðustu viku með glæsibrag. Það voru stoltir foreldrar sem horfðu á börnin sín á sviðinu þegar þau sýndu það sem þau voru búin að æfa. Atriðin hjá börnunum voru mjög fjölbreytt og sýndu þau mikla leiklistarhæfileika þegar þau fóru með hlutverkin sín. Krakkarnir í 2.M vöktu mikla hrifningu fyrir sitt atriði en þau gerðu búninga úr pappír sem táknuðu fugla og svo söng hver nemandi um sinn fugl. 3.F söng um margföldun- artöfluna og fleira um stærðfræði. 4.S var með dansatriði og svona mætti lengi telja. Eitt er víst að það sem krakkarnir læra fyrir svona sýningu verður ekki kennt í bókum. Það er frá- bært að skólayfirvöld skuli leggja sig fram við að skipuleggja og gefa sér tíma til að koma þessu í verk. Að sýningu lokinni fengu allir sér að borða af glæsilegu kökuhlaðborði sem foreldrar komu með. Árshátíð yngri bekkja tókst vel Ragnheiður Ólafsdóttir teiknimiðill, áruteikn-ari, leiðbeinandi og ráðgjafi starfar hjá Sálar- rannsóknarfélagi Suðurnesja 5. apríl nk. Von er á Guðrúnu Hjörleifs- dóttur og Láru Höllu mjög fljótlega. Tímapantanir í símum 421 3348 og 866 0621. Ragnheiður Ólafs teiknimiðill hjá SRFS

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.