Víkurfréttir - 31.03.2005, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
4 hnakkastykki af þorsk
sósan
1 dl. japönsk soja sósa “Blue dragon”
2 msk. tómatsósa
4 dass tabasco
1 msk. edik
1 tsk. engifer
1 tsk. sax chilli
80 g. smjör í bitum.
Meðlæti
Rauð og græn paprika í strimlum
Broccoli hausar
1 st. gerkings í sneiðar
1/2 dl. olífuolía.
Sjóðið allt sem í sósuna á að fara fyrir utan
smjörið, þeytið því í seinast, maukið allt saman
með sprota eða í mixer.
Steikið fiskinn í olífuolíunni kryddið með salti
og pipar, haldið heitu.
hitið grænmetið á sömu pönnu í smjöri.
Setjið fiskinn á miðjan diskinn, grænmetið of-
aná hann og sósuna í kring. Skreytt með kerfil.
þorskur
með bragðmiklu meðlæti
Steiktur þorskur
Uppskriftir
Örn Garðarsson matreiðslumeistari
Örn Garðarsson
matreiðslumeistari
soho@soho.is
Kammersveit Reykja-víkur heldur tónleikar í Duushúsum í Keflavík
miðvikudaginn 6. apríl 2005
kl. 20.00.
Drottning kammerverkanna
Strengjakvintett Schuberts í
C-dúr op. 163 er oft nefndur
drottning kammerverkanna
vegna þess hve fallegur hann er.
Þegar Kammersveitin lék hann á
tónleikum sínum í Reykjavík sl.
haust var fjallað um flutninginn
í dagblöðum á eftirfarandi hátt:
Í DV, S.Þ.G.:
“Flutningur verksins var hreint
út sagt frábær.....Hægi kaflinn
hefði e.t.v. mátt vera aðeins hæg-
ari en var samt átakanlega vel
leikinn og síðustu tvo kaflana
með sinni manísku lífshyllingu,
spennu og óvissu er vart hægt
að spila betur”.
Og í Morgunblaðinu R.Ö.P.:
“Skemmst er frá því að segja að
leikur fimmmenninganna úr
Kammersveitinni var sópandi
glæsi legur, innlif aður fram
í fingurgóma og í beinu rótar-
sambandi við alþýðlegan undir-
tóninn sem gerir kvintettinn að
einu hjartnæmasta strengjaverki
19. aldar”.
Kammersveitina skipa á þessum
tónleikum:
Rut Ingólfsdóttir, fiðla
Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla
Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló
Hrafnkell Orri Egilsson, selló
Tónleikarnir taka eina klukku-
stund. Miðasala við innganginn.
Miðaverð er 1000 kr. Verið vel-
komin.
Kammersveit Reykja-
víkur í DUUS-húsum
Þessi mynd er af þorskréttinum sem uppskriftin er af hér að ofan. Myndin birtist fyrir mistök
með uppskrift að lúðurétti í blaðinu fyrir hálfum mánuði. Beðist er velvirðingar á því.