Víkurfréttir - 31.03.2005, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 31. MARS 2005 I 13
Grunnskólarnir í Reykja-n e s b æ h é l d u v e l heppnaðan árshátíðar-
dansleik í Stapa. Stuðsveitin Í
Svörtum Fötum hélt uppi fjör-
inu fram á kvöld og voru ball-
gestir til mikillar fyrirmyndar.
Fyrr um daginn höfðu útskrift-
arnemendur skólanna haldið
hátíðarmálsverð sem var með
ýmsu sniði. Í Heiðarskóla og
Njarðvíkurskóla sáu foreldrar
nemenda um matseld en í Holta-
skóla var því öfugt farið.
Auk þess var boðið upp á frábær
skemmtiatriði af öllum gerðum
og var mál manna að afar vel
hefði tekist til.
Með fylgj andi mynd ir sýna
glöggt hve kátt var á hjalla, en
mun fleiri myndir má nálgast á
heimasíðum skólanna.
Síðasta kennsludag fyrir páska fór hið ár leg a Starfshlaup fram í 11.
sinn. Fyrir þá sem ekki þekkja
starfshlaupið þá reyna nem-
endur með sér í n.k. boðhlaupi
þar sem keppt er í flest um
þ e i m n á m s g r e i n u m s e m
kenndar eru við skólann auk
ýmis konar þrauta. Að þessu
sinni kepptu 9 lið í hlaupinu en
í hverju liði eru nokkrir tugir
keppenda auk stuðningsliðs,
fánabera o.fl.
Keppnin byrjaði í Íþróttahúsinu
þar sem keppt var í reiptogi,
pokahlaupi og fleiri greinum.
Síðan var synt og hlaupið en að
því loknu þeystu keppendur inn
í skólann þar sem liðin hlupu
milli kennslustofa og leystu verk-
efni auk þess að leysa ýmsar
þrautir á göngum. Keppnin
endaði síðan á sal þar sem liðin
lögðu á borð, dönsuðu, sungu,
léku o.fl. Einn af hápunktum
starfshlaupsins á hverju ári er
síðan kappátið þar sem hvert lið
fær einn kennara til að keppa
fyrir sína hönd. Að venju mynd-
aðist mikil stemmning á sal
þegar úrslitin nálguðust og enn
einu sinni reyndist nýji salurinn
vel.
Að þessu sinni var það “Græna
liðið” sem sigraði eftir harða
keppni en frammistaða liðsins
og liðsandi var svo sannarlega
til fyrirmyndar. Liðsmenn sigur-
liðsins fengu að sjálfsögðu hina
hefðbundnu pizzuveislu í sigur-
laun. Að venju var þó skemmt-
unin í fyrirrúmi hjá nemendum
og starfsfólki skólans.
Fyrirmyndar árshátíðir skólanna
8 Grunnskóli Grindavíkur:
8 Starfshlaup í FS:
Grænir sigruðu
FRÉTTASÍMINNSÓLARHRINGSVAKT
898 2222