Víkurfréttir - 31.03.2005, Síða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Í bíl skúr í Kefla vík leyn-ist mik ið lista verk sem á hvergi sinn líkan. Yfir
200.000 eldspýtur mynda 5,5
metra Eiffel turn sem er 2*2m
að breidd við gólf. Það tók Jón
Guðjónsson 5 ár að búa til turn-
inn, og gerði hann verkið í frí-
stundum sínum. Enginn vafi er
á því að turninn er gjaldgengur
í heimsmeta bók Guinness en
Jón átti þar annað verk í bók-
inni árið 1975 og segir hann
það verk ekki vera í líkingu við
þetta Eiffel stórvirki.
Verkið er eins og áður greindi
í bílskúr í Keflavík, og er þar í
nokkrum pörtum. Jóni og Jak-
obi félögum hans er mikið í
mun að finna stað fyrir turninn
og telja Flugstöðina kjörinn stað
fyrir verkið, þar sem það myndi
vekja verðskulduga athygli og
vera á víðförlum stað. Nú leita
þeir að stað þar sem hægt væri
að setja turninn upp þannig að
mögulegt yrði að mynda hann
og bjóða fólki að verða vitni að
því þegar heimsmet verður sett,
því það er nokkuð ljóst að þetta
verk er gjaldgengt í heimsmeta-
bókina.
Nánari upplýsingar um verkið
er hægt að fá með því að senda
tölvupóst á faxin@visir.is eða
hafa samband við skrifstofu Vík-
urfrétta(sími: 4210000) á opnun-
artíma skrifstofunnar.
Að mati netferðaskrifstofunnar iExplore er bað í heitum laugum á Íslandi ein af 10 óvenjulegustu ferðum sem fyrirspurnir bárust um á síðasta ári. Kampavínsflug til
norðurpólsins er hins vegar óvenjulegasta ferðin að mati forsvars-
manna ferðaskrifstofunnar. iExplore hefur einkum sérhæft sig í
sérsniðnum ævintýraferðum.
Listinn yfir þessar óvenjulegu ferðahugmyndir er eftirfarandi:
Kampavínsflug á norðurpólinn.
Ferð til Timbuktu og til baka.
Róa á kajak gegnum Panamaskurðinn.
Dveljast hjá Mongólafjölskyldu á Gobi-eyðimörkinni.
Fara á kameldýrum yfir Saharaeyðimörkina.
Gönguferð til grunnbúðanna á Everestfjalli.
Baða sig í heitum laugum (Bláa lóninu) á Íslandi.
Loftbelgsflug yfir Serengeti í Tansaníu.
Ganga um regnskógana á Amazonsvæðinu.
George Deeb, stofnandi iExplore, segir í tilkynningu sem birt er á
netsíðu Morgunblaðsins, að kynslóðin, sem nú sé að nálgast miðjan
aldur og undirbúi að setjast í helgan stein snemma, hafi ekki áhuga
á að safna eignum heldur upplifa eitthvað merkilegt. Umræddur
listi sýni, hvað neytendur séu reiðubúnir að ganga langt til að upp-
lifa eitthvað einstakt, og geri þeim kleift að monta sig af það sem
eftir er ævinnar.
5,5m hár Eiffel-
turn úr eldspýtum
í bílskúr í Keflavík!
Bláa lónið á topp 10
8 iExplore.com:
Jón virkar sem lítið peð við
hliðina á 5,5m turninum
Partur af hæstu hæð Eiffel turnsins og sést hversu vandað verkið er.